Són - 01.01.2007, Síða 128
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON128
Örn hallmælir mér fyrir að fara ekki eftir skilningi Svíans Ny-
landers á prósaljóðum og virðist telja það með miklum ólíkindum þar
eð hann hafi tíundað niðurstöður hans í Kóralforspili hafsins. Nú er Ny-
lander þessi ekki til á Landsbókasafni Íslands, og hví skyldi ég miða
skilning minn á prósaljóðum við eitthvað sem ég hef aðeins séð í
endursögn? Sú niðurstaða Nylanders að prósaljóð megi rekja aftur til
1700 sýnir mér líka svo ekki verður um villst að hann er að tala um
eitthvað allt annað en það sem Frakkar kalla því nafni, og ég lýsi í
grein minni um prósaljóð Sigfúsar Daðasonar.29 En af hverju stað-
næmist hann við aldamótin 1700? Af hverju ekki að fara aftur í þýð-
ingar á Biblíunni á þjóðtungur Evrópu ef ‚ljóðrænar‘ eigindir í texta eru
eina viðmiðið?
Nú stendur deilan ekki um það af minni hálfu hvað rekja megi
heitið heldur ljóðtegundina sjálfa langt aftur. Eins og ég bendi á í
umræddri grein minni um prósaljóð Sigfúsar (sem Örn hafði undir
höndum) var heitið til í frönsku við upphaf 18. aldar en hafði þá aðra
merkingu, var að sögn Gérards Genette notað um skáldsögur.30 Og í
franskri orðabók sem finna má á vefnum er vitnað í rit frá 1716 þar
sem segir: „Personne ne nie que les aventures de Télémaque ne soient
un Poëme en prose“.31 Það er að segja: í byrjun 18. aldar var orða-
sambandið notað um sögu (roman didactique) Fénelons Ævintýri
Telemakkosar. Ég tel hinsvegar, öfugt við Örn, að sú ljóðtegund sem nú
er kölluð prósaljóð hafi ekki orðið til fyrr en um miðja 19. öld,
einkum með þeim ljóðum sem Baudelaire kallaði Petits poèmes en prose
og hóf að birta árið 1855.
Til er þó efni frá ýmsum tímum sem er á mörkum ljóðs og prósa.
Dæmi um það eru Söngvar Ossíans og Lofsöngvar til næturinnar eftir
Novalis, sem Örn vísar til. Eða Svo mælti Zaraþústra eftir Nietzsche,
Hyperion eftir Hölderlin og „Hel“ eftir Sigurð Nordal. Hinn frægi
bálkur Söngvar Maldorors eftir Lautréamont er af Frökkum sjálfum tal-
inn ljóðrænn prósi en ekki prósaljóð, núorðið að minnsta kosti.32
Mestallt þetta efni er aðgengilegt á netinu og ég vil hvetja menn til að
mynda sér skoðun á því sjálfir. Auðvitað má hver sem vill halda því
29 Þorsteinn Þorsteinsson (2003:152–166, 2007:180–98).
30 Þorsteinn Þorsteinsson (2003:167, 2007:180n).
31 La Motte: Réflexions sur la critique.
(http://atilf.atilf.fr/dendien/scripts/fastshowart.exe?59%7DPO%C8ME%2C+subst
.+masc.%7D294688%7D294689%7D294689%7D0%7D5).
32 Sjá t.d. Yves Vadé (1996:12) og Pierre Brunel o.fl. (2001:525 („ces soixante stro-
phes de prose poétique“)).