Són - 01.01.2007, Blaðsíða 128

Són - 01.01.2007, Blaðsíða 128
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON128 Örn hallmælir mér fyrir að fara ekki eftir skilningi Svíans Ny- landers á prósaljóðum og virðist telja það með miklum ólíkindum þar eð hann hafi tíundað niðurstöður hans í Kóralforspili hafsins. Nú er Ny- lander þessi ekki til á Landsbókasafni Íslands, og hví skyldi ég miða skilning minn á prósaljóðum við eitthvað sem ég hef aðeins séð í endursögn? Sú niðurstaða Nylanders að prósaljóð megi rekja aftur til 1700 sýnir mér líka svo ekki verður um villst að hann er að tala um eitthvað allt annað en það sem Frakkar kalla því nafni, og ég lýsi í grein minni um prósaljóð Sigfúsar Daðasonar.29 En af hverju stað- næmist hann við aldamótin 1700? Af hverju ekki að fara aftur í þýð- ingar á Biblíunni á þjóðtungur Evrópu ef ‚ljóðrænar‘ eigindir í texta eru eina viðmiðið? Nú stendur deilan ekki um það af minni hálfu hvað rekja megi heitið heldur ljóðtegundina sjálfa langt aftur. Eins og ég bendi á í umræddri grein minni um prósaljóð Sigfúsar (sem Örn hafði undir höndum) var heitið til í frönsku við upphaf 18. aldar en hafði þá aðra merkingu, var að sögn Gérards Genette notað um skáldsögur.30 Og í franskri orðabók sem finna má á vefnum er vitnað í rit frá 1716 þar sem segir: „Personne ne nie que les aventures de Télémaque ne soient un Poëme en prose“.31 Það er að segja: í byrjun 18. aldar var orða- sambandið notað um sögu (roman didactique) Fénelons Ævintýri Telemakkosar. Ég tel hinsvegar, öfugt við Örn, að sú ljóðtegund sem nú er kölluð prósaljóð hafi ekki orðið til fyrr en um miðja 19. öld, einkum með þeim ljóðum sem Baudelaire kallaði Petits poèmes en prose og hóf að birta árið 1855. Til er þó efni frá ýmsum tímum sem er á mörkum ljóðs og prósa. Dæmi um það eru Söngvar Ossíans og Lofsöngvar til næturinnar eftir Novalis, sem Örn vísar til. Eða Svo mælti Zaraþústra eftir Nietzsche, Hyperion eftir Hölderlin og „Hel“ eftir Sigurð Nordal. Hinn frægi bálkur Söngvar Maldorors eftir Lautréamont er af Frökkum sjálfum tal- inn ljóðrænn prósi en ekki prósaljóð, núorðið að minnsta kosti.32 Mestallt þetta efni er aðgengilegt á netinu og ég vil hvetja menn til að mynda sér skoðun á því sjálfir. Auðvitað má hver sem vill halda því 29 Þorsteinn Þorsteinsson (2003:152–166, 2007:180–98). 30 Þorsteinn Þorsteinsson (2003:167, 2007:180n). 31 La Motte: Réflexions sur la critique. (http://atilf.atilf.fr/dendien/scripts/fastshowart.exe?59%7DPO%C8ME%2C+subst .+masc.%7D294688%7D294689%7D294689%7D0%7D5). 32 Sjá t.d. Yves Vadé (1996:12) og Pierre Brunel o.fl. (2001:525 („ces soixante stro- phes de prose poétique“)).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.