Són - 01.01.2007, Síða 129

Són - 01.01.2007, Síða 129
ÁLITAMÁL Í BÓKMENNTASÖGU 129 fram mín vegna að Söngvar Ossíans eða Svo mælti Zaraþústra séu sama bókmenntagrein og prósaljóð Baudelaires eða Stefáns Harðar Gríms- sonar. Í því er að vísu fólgin viss bókmenntaleg blinda að mínum dómi, alltof einfaldur skilningur á því sem kallað er ‚ljóðrænt‘. Það er arfur frá rómantíkinni að kalla ‚skáldlegan‘ prósa ljóð.33 Sú venja mun þó víðast hvar á undanhaldi. En hvað gerir ljóð yfirleitt að ljóði? Í mínum augum er ekki síst áhugavert að velta fyrir sér þeim eigind- um hinna nýju prósaljóða sem gera þau að ljóðum. Það einkennir þau að þau eru ‚ljóð‘ í öðrum skilningi en sá ljóð- ræni prósi sem áður var til, og þeir Nylander og Örn kalla prósaljóð. Þau eru stutt og búa yfir þéttleika sem greinir þau frá hinum eldri ljóðræna prósa, í þeim er ljóðræn spenna og þau eru afmörkuð heild. Í þessu er ljóðeðli þeirra fólgið en ekki í ljóðrænu eða skáldlegu orðfæri; þvert á móti færðist málfarið nær vönduðu talmáli. Að öðru leyti vísa ég til umfjöllunar minnar um prósaljóð Sigfúsar.34 Örn hefur eftir Nylander, í fullri alvöru að því er virðist, að hina nýju tegund ljóða sem Baudelaire og fleiri fóru að yrkja um miðja 19. öld í Frakklandi megi rekja, eða hún hafi verið rakin, „til áhrifa dag- blaða upp úr 1830“ og þarfa þeirra fyrir „stuttar klausur um hvers- dagsleg atvik á einföldu máli“.35 Mér fallast hendur; kostulegri bók- menntaskilning hef ég varla á ævi minni séð. Það sem gerðist á þess- um tíma í Frakklandi var ekki megindarbreyting heldur eigindar- breyting, ný ljóðhugsun. Hin nýju ljóð Baudelaires voru eitthvað allt annað en „stuttar klausur um hversdagsleg atvik á einföldu máli“, þau voru ný tegund skáldskapar. Vilji Örn hrekja þá skoðun er hætt við að hann þurfi að munnhöggvast við fleiri en mig. Ég vil ljúka þessum þætti svars míns á því að ítreka það sem ég skrifaði í grein minni um prósaljóð Sigfúsar Daðasonar: Reyndar liggur það í eðli prósaljóðs að umdeilanlegt er hvað rétt er að kalla því nafni. Það liggur á mörkum bókmenntagreina, hefur engin ótvíræð landamæri, og þegar öllu er á botninn hvolft skiptir kannski ekki höfuðmáli hvort texti er kallaður ljóð eða eitthvað annað. Slíkt verður heldur ekki ákveðið í eitt skipti fyrir 33 Þessa sér stað í þeim ummælum Halldórs Kiljans Laxness um sögu sína „Fegursta sagan í bókinni“ (1920) að hún sé „í raun réttri kvæði“, áhrifin sótt í „svokölluð óbundin ljóð sem þá voru mjög í geingi“ (1954:9). 34 Þorsteinn Þorsteinsson (2003:157–59, 2007:186–88). 35 Örn Ólafsson (2006a:130).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.