Són - 01.01.2014, Síða 25
Baráttan fyrir skáldskapnum 23
nýir sálmar sæju dagsins ljós. Það vekur hins vegar athygli að höfund-
ur rit dómsins notar tækifærið og hnýtir í sálma bókina frá 1801: „Það
er fyrir löngu viður kennt, hversu messu söngs bók vor þurfi lag fær ingar
og aukningar við … Það hefur því um stundar sakir verið í ráði að fara
að bæta hana, en þó virðist þessu máli lítið skila áfram …“ (Bóka fregn
1857:107-108).
Að þessu sögðu fagnar rit dómari sálma safni Ólafs, þó hóflega, og
finnur að því að sumir sálmanna „eru ef til vill nokkuð stirðir í rími, og
eins finnst það hjá höfundi þessara sálma, eins og öllum öðrum skáldum,
að anda giptin er ekki ætíð jafnlifandi“ (1857:108). Björn Halldórs son (sjá
Bolli Gústavsson 1994:97) bendir og á það í bréfi til Páls Ólafssonar að
sálmar föður hans séu langflestir þýddir sem stangist verulega á við þá
fullyrðingu Ólafs að um frumsamda sálma sé að ræða.
Niðurlæging sálmaskáldskapar á þessu skeiði virðist fullkomin þegar
Guð mundur Einars son gefur út Hugvekju sálma til kvöld söngva frá vetur
nóttum til langa föstu árið 1860, alls 109 sálma. Í formála Guðmundar
kemur fram að hann veit að bókin er mein gölluð og dregur ekki fjöður
yfir það:
Um skáldskapinn á sálmum þessum skal eg ekki vera fjölorður. Eg
veit, að á honum eru langtum fleir mis- og vansmíði en eg vildi, og
enda fleiri en eg veit af, en sem eg þykist ekki geta bætt úr fremur en
eg hefi reynt til … Þótt eg voni, að þeir sè svo liðugir, að lög megi
vel við þá hafa, þá veit eg samt af mýmörgum bragargöllum á þeim,
bæði sakir rangrar áherzlu og hljóðgapa („hiatus“); en þar er annars
hvors varð án að vera, þá vildi eg heldur láta kveð andi víkja en efn ið.
Lakast þykir mèr hversu sálmarnir eru snauðir af hinni sönnu skáld-
skapar snild.
(Guðmundur Einarsson 1860:V)
Vart þarf að taka það fram að sálmum Guðmundar verður ekki betur lýst
en höfundur þeirra gerir hér. Honum er ljóst að sálmar hans standast
engar kröfur og ákveður líkast til að vera á undan þeim gagnrýnisröddum
sem hljóta að bíða.
Gengið til atlögu
Helgi biskup Thordersen lét árið 1855 ganga umburðarbréf þar sem
skorað var á helstu sálmaskáld landsins að senda inn nýja sálma til að
auðga sálmabókina. Um hundrað sálmar höfðu ári síðar borist og var
Ólafi Pálssyni og Stefáni Thorarensen falið að yfirfara þá fyrir nýjan