Són - 01.01.2014, Qupperneq 32
30 Þórður Helgason
Sálmabókin 1871
Ljóst er að margir biðu með eftir vænt ingu hinnar nýju bókar. Von-
brigðin urðu því mikil þegar í ljós kom að í henni höfðu sára litlar breyt-
ingar orðið frá hinni gömlu og spruttu af henni lang vinnar deilur og oft
ill skeyttar. Biskup ætlaði verkið þremur mönnum, Stefáni Thoraren-
sen, Helga Hálfdánarsyni og Ólafi Pálssyni dómkirkju presti. Ólafur mun
ekkert hafa komið að verkinu og Helgi afar lítið, enda skoraðist hann
undan þessum kaleik og hefur vafalaust verið ljóst að verkið var óvinn-
andi. Hann hafði og brennt sig illa á hlutdeild sinni í sálma bókinni 1861.
Það vekur vissulega furðu að fyrstur til að skrifa um verkið var sjálfur
aðal höfundur þess, Stefán Thorarensen. Hann bendir raunar á það sjálf-
ur í upphafi greinar sinnar: „Það fer margt öðruvísi en ætlað er, og svo
er um það, að eg skuli verða meðal enna fyrstu til þess að setja út á þessa
bók“ (Stefán Thórarensen 1871:175). Stefán lýsir því næst til gangi sínum
með skrifum þessum, sem sé þeim „að bæta úr þeim ann mörkum sem
henni hafa bætzt eptir að handrit hennar var komið frá nefnd þeirri, er
herra Biskupinn setti til þess að undirbúa bókina undir prentun. Eg,
sem var í þessari nefnd, finn það bezt sjálfr, hversu mikið vantaði á, að
við gætim svo sem skyldi leyst þetta ætlunar verk af hendi. En því sár ara
er það þó, að sjá mis smíðin fjölga, og það svo gífrlega, í höndum annara“
(1871:175).
Og nú er markmið Stefáns ljóst. Hann vill firra sig allri ábyrgð á því
sem mis tekist hefur í bókinni. Honum er ekki um að kenna, heldur
Pétri Guðjohn sen sem Stefán segir að hafi haft handritið undir höndum
í á ann að ár til að „til taka lögin og nöfn þeirra“. „Á þessum langa tíma
hefði nú mátt mikið gjöra við hand ritið,“ ritar Stefán og fullyrðir að Pét-
ur hafi gert það sem hann átti ekki að gera: „Hann átti að nafn greina lög
við sálm ana, en hann átti ekki að snerta sálm ana sjálfa; það kom hon um
ekk ert við.“ Þarna brást Pétur að mati Stefáns, óhlýðnað ist nefnd inni
og bisk upi og breytti sálm unum. Um breyt ingar Péturs nefnir Stefán
nokkur dæmi en fleiri um það að Pétur hafi ekki staðið sig í stykkinu er
hann valdi lög og nafn greindi (1871:175).
Með grein sinni er Stefán sannar lega ekki laus alla mála, síður en svo.
Á næsta ári fær hann gegn sér þungavigtarmenn í hinni andlegu stétt á
Íslandi, þá Gunnar Gunnars son og Björn Halldórs son í Laufási. Þar er
Björn fyrr á ferðinni með grein í Norðan fara árið 1872. Björn greinir frá
því í upp hafi greinar sinnar að menn hafi bundið miklar vonir við sálma-
bókina. „Hún verður – hugsuðu menn – svo miklu betri og að minnsta
kosti laus við þá galla, sem alkunnir eru orðnir á sálmakveð skap vorum