Són - 01.01.2014, Síða 39
Baráttan fyrir skáldskapnum 37
hefur fengið. Mun það álit vera almennt um allt land að það sè ekki rètt“
(Matthías Jochumsson 1878:34).
Matthías kallar endurbótina frá 1871 „hálfverk“ og fer hörðum orðum
um. Hann finnur að því að nefndin skyldi ekki látin „standa lengur, starfa
meira og hafa fleiri mönnum á að skipa“. Hann fullyrðir „að fjöldi sálma
þeirra, sem staðið hafa óbreyttir síðan öldin byrjaði, eru ekki sam boðnir
kröfum vorra tíma, ekki svo mjög hvað efni snertir, heldur hvað kveðand
ina snertir … Nálega á hverju einasta blaði í eldri hluta bókar innar
hneyksl ast menntaður lesari á alveg óhæfi[l]egri kveðandi“ (1878:34).
Matthías bendir á það að sálmar séu nú eftirbátar annarra greina ljóð-
listar: „Í veraldlegum kveðskap, í ljóðum, sem lofa ástir og vín, stoðar nú
ekki að bjóða nema algjörða kveðandi, en á altari Drottins má fórna því,
sem að forminu til (ef ekki að efni líka) er leirburður!“ (1878:34).
Matthíasi er ljóst að nútíminn er „hvorki kirkjuleg nè sálma leg öld“
en full yrðir að það sé „oss sjálfum að kenna, það er sjálfra vor ábyrgðar-
hluti. Heldur enga sálma og engan sálmasöng en ónýtan og ljótan“.
Matthías snýr sér nú að því sem honum þykir skorta:
Að telja upp alla meira og minna óhæfilega sálma í sálmabók vorri,
eða galla hvers sálms fyrir sig, ætlum vèr ekki hèr að gjöra; en þá
aðal reglu viljum vèr benda hverjum þeim á, sem meta vill kveðandi og
form legt gildi sálma, að kveðandi fylgi föstum og sjálfu sèr sam kvæm-
um rím regl um … Önnur aðalregla við góðan kveðskap á sálmum er
sú, að orða skipanin sè sem beinust og eðli legust sem verða má, svo og
að áherzlan falli þar sem áherzla á að vera en hvergi ella.
(1878:34)
Mörg orð fleiri hefur Matthías um sálmana og sönginn og engin góð.
Hann bendir á að fyrsta skref til bóta sé að þekkja gallana og viður kenna
þá og það telur Matt hías að nýr tími og smekkur hafi staðfest. Og hann
hefur ákveðið í huga:
Mun nokkuð sèrlegt vera að óttast þótt beztu skáld, sem nú lifa,
gengu í nefnd, tækju sálma bók þessa fyrir, og ynnu hver með öðrum
eptir samkomu lagi að endurbót hennar frá rótum? Vèr segjum: fyr er
ekki reynt að útvega þjóðinni hæfilega sálmabók en föst nefnd beztu skálda
landsins er sett til þess starfa og henni gefnar alveg frjálsar hendur og svo
langur tími, sem hún þyrfti, uns hún kæmi loks saman og sam þykti ásamt
biskupi bókina í heild sinni. Þetta þykjumst vèr vissir um að sè vilji og
sann færing allra þeirra manna, sem áhuga hafa á máli þessu og vaxnir
eru um það að dæma.
(1878:35)