Són - 01.01.2014, Qupperneq 44
42 Þórður Helgason
Sálmaþýðingar Helga dæmir hann „daufar og sálmarnir að efninu fátækir
og ana kroniskir fyrir vora tíma“ (Matthías Jochumsson 1935:266).
Árið 1884 skrifar Matthías séra Jóni Jónssyni á Stafafelli og leggur mat
á starfið: „Sálma bók vor prentast líkl. að vetri – séra Vald. lang beztur,
þeir ortho doxu geldir, leiðinlegir, stump arar …“ (Matthías Jochumsson
1972:101).
Björn Halldórsson féll frá árið 1882 en kom talsvert við sögu meðan
hans naut; einkum leiðrétti hann málfar hinna.
Þótt Matthías sýndi störfum nefndarinnar ekki alltaf mikinn áhuga lét
hann Valdimar ekki gjalda þess og hafði mest samband við hann. Valdi-
mar sendir honum og sálma sína áður en þeir fara til Helga og Stefáns.
Engu er líkara en Matthías hafi tekið hið unga skáld undir verndar-
væng sinn, jafnvel sem lærisvein. Hann dáist að hæfileikum Valdi mars
en leggur honum lífs reglurnar, óttast greinilega að hinar, að hans mati,
íhalds sömu skoðanir hinna, einkum Helga og Stefáns, verði að meini.
Hann skrifar Valdimari árið 1883 og kveður fast að orði:
Þínir sálmar til sunnudaga liggja hjá mér nú; margir þeirra eru afbragð
annara samtíðarsálma; en eitt vantar þá marga eða flesta; individu ellan
trúar grunntón (sem Danir mundu kalla), eða, sem aðrir mundu kalla,
fastan subjectivan sem objectivan dogmatiskan basis; þeir eru andleg
ljóð mæli, andrík, upp lyftandi, fögur, hjóllipur, auðug, uppruna leg,
en … allt ofið og íklætt dogmatisku, kirkju legu og sálma legu formi,
traditionum og tilbera verki … Láttu þetta samt hvorki hneyksla þig
né hryggja. Sálmarnir [þínir] verða þó það skásta, sem okkar sam tíð
býður þeim, sem enn vilja sálma syngja. Það sem ég vildi segja er, að
engin tíð getur ort neitt verulega nýtt nema með nýjum söng: með því
að skapa nýtt form með nýju efni. En við: okkar mentorar og patres,
ganga nú út frá öðru, þeirra mottó er að »den hellige Grav, etc.
(Matthías Jochumsson 1935:364–365)
Jón Helgason (1926:60–61) telur að Matthías hafi barmað sér um of.
Fáum sálmum hans hafi verið úthýst auk þess sem hann hafi sætt sig við
breyt ingar á eigin sálmum.
Síðasti sálmurinn, sem nefndinni barst kom frá Matthíasi og var
Faðir andanna sem átti að verða alþingis setningar sálmur. Helgi dáðist
að sálm inum og taldi sóun á honum að syngja hann einu sinni annað
hvert ár og gerði hann að fyrir bæna sálmi en henti einum sinna sálma út á
móti. Helgi breytti þó sálminum lítil lega; þar sem Matthías orti „Sendu
oss frelsi / sundur slít helsi“ varð í meðförum Helga: „send oss þitt frelsi
/ synda slít helsi“. Þetta gerði Helgi að Matthíasi forn spurðum. Ýmsum