Són - 01.01.2014, Síða 78
76 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
nokkrum orðum og tekur fram að það sem fengið sé úr gömlu þulunum
sé innan gæsalappa (bls. 27).6 Þessar þulur ásamt nokkrum öðrum komu
síðan út árið 1916 í sérstakri bók, Þulur, sem lista maður inn Guðmundur
Thorsteinsson (Muggur, 1891‒1924), systur sonur Theodoru, mynd-
skreytti. Yelena Sesselja Helgadóttir segir að notkun tilvísana hafi náð
hámarki í þulum Theodoru en hún vísi þó minnst í síðmiðalda þulur en
meira í annars konar þjóðlegan kveðskap (2003:134‒135). Í umfjöllun
um þulur Theodoru í grein sinni Í heimana nýja (1997) bendir Ámann
Jakobsson á að hún vísi í ríkum mæli í þjóðsögur og ævintýri, norrænar
goðsögur og fornsögur og jafnvel samtímakveðskap (bls. 123).
Árið 1921 birtust í tímaritinu Hlín tvær þulur fyrir börn eftir Guðrúnu
Jóhannsdóttur. Í Ljóðmælum systranna Ólínu og Herdísar Andrés dætra
[Andrjes dætra] frá árinu 1924 eru sjö þulur eftir Ólínu með ríku legum
tilvísunum, beinum og óbeinum, mest í þjóðsögur og ævin týri en minna
í þulur. Árið 1927 komu út aðrar tvær þulur eftir Guð rúnu Jóhanns-
dóttur í litlu hefti, Tvær þulur, og er hvorug þeirra barna þula en önnur
þeirra hafði áður birst í Iðunni 1925. Þar er ekki vísað í þjóð legan kveð-
skap eða þulur og efni þeirra er allt annars eðlis og raunsæislegra en
hinna nýrómantísku þulna Huldu og Theodoru. Í ljóðabók Guðrúnar,
Tóm stundir, frá árinu 1929, eru líka nokkrar þulur, bæði fyrir börn og
full orðna. Þar má í fullorðins þulunum sjá bregða fyrir vísunum í þulur
og þjóð sögur þótt ekki sé það áberandi.
Þegar þarna er komið hefur þulu heitið á umræddum ljóðum þessara
skáld kvenna fest sig rækilega í sessi enda er það í titli margra ljóðanna.
2.1 Bragform og yrkisefni
Í inngangi sínum að bókinni Ljóð og laust mál (1990) með úrvali úr
verk um Huldu leggja þær Guðrún Bjartmarsdóttir og Ragnhildur
Richter áherslu á að Hulda eigi ríkan þátt í form byltingu aldamóta-
áranna (bls. 47). Þær benda á að þótt Hulda hafni til dæmis ekki rími og
stuðlun í þulum sínum noti hún hvort tveggja á frjáls legri hátt en tíðkast
hafði í hefð bundnum kveðskap; þulurnar séu í samfelldu máli og alls
ekki sundur laus spuni eins og gömlu þulurnar (bls. 35). Þær segja enn
fremur að Hulda beiti þeirri tækni í þulum sínum „sem í nútímaljóðlist
kemur í staðinn fyrir bragreglurnar gömlu. Breytileg línu lengd og brot
6 Theodora lætur að því liggja að þulurnar séu eftir ónefnda konu þegar hún segist ný lega
og „af hendingu [hafa komist] yfir þulukorn hjá konu, og set eg hér tvær þeirra í óþökk
höfundarins og með bessaleyfi“ (1914:417).