Són - 01.01.2014, Side 84
82 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
Þulan er kvenlegur skáld skapur. Hún er léttfær, sveigjanleg og full
af yndis þokka. Hún veitir höfundi sínum svigrúm til þess að gefa
ímyndunar aflinu lausan tauminn, þolir vel dálítið flúr og rúmar einnig
innan vébanda sinna tjáningu djúprar reynslu og lífsvizku. Og víst
er um það, að íslenzkar skáld konur hafa tekið ástfóstri við þuluna
og nokkrar orðið hreinir snillingar í þessari grein ljóða gerðar. … Og
að vissu leyti er þetta skiljan legt. Þulan skipar í ljóða gerð þann sess,
sem bród erí og mynd saumur skipa meðal kvenlegra hann yrða. Hún
er snoturt sýsl við sköpun fagurra hluta.
[Án blaðsíðutals]
Gömlu þulurnar, eins og við þekkjum þær, hafa tæplega verið barnaefni
í upp hafi; til þess eru þær margar hverjar of ofbeldis- og klám fengnar
eins og Yelena Sesselja hefur bent á (2008:105). Hún nefnir til dæmis
Grettisfærslu, formóður margra þulna, sem öðrum þræði er vögguvísa
en að hinu leytinu svo klámfengin að hún sé ekki við hæfi ungra barna.
Hins vegar hafi margar þulur, til dæmis sumar sem eru skyldar og
svipaðar Grettis færslu, orðið að barnaefni þegar tímar liðu. Erfitt sé
þó að benda á hvenær það gerðist en gera verði ráð fyrir að það hafi
tekið nokkrar aldir og senni lega verið lokið í upphafi nítjándu aldar
(2008:105). Jón Árnason þjóðsagna safnari, sem safnaði miklu af þulun-
um sem síðar urðu uppistaðan í safni Ólafs Davíðssonar eins og áður er
komið fram, segir um notkun þulna í óprentuðum inngangi sem átti að
fylgja þulunum í safni hans:
Þulur hafa lengi verið almenn barnagleði á Íslandi, móðirin raular
þul ur, smávers og barnagælur við börnin sín til þess hugga þau þegar
eitt hvað gengur að þeim eða til þess að svæfa þau þegar þau eru orðin
þreytt af að leika sér eða hoppa um pallinn.
(Lbs. 587 4to VII)
Þulurnar hafa þó að öllum líkindum gengið misjafn lega í börnin eftir
aldri, þroska og áhuga eins og annað efni úr munnlegri geymd sem þau
hlust uðu á og var ekki allt fallegt. Líklegt er þó að reynt hafi verið að
velja efni við hæfi hverju sinni, til dæmis styttri þulur um dýr fyrir yngri
börnin en lengri og samsettari þulur fyrir þau eldri. Um leið og þul urn-
ar urðu að barna efni hafa þær frekar ratað á varir kvenna sem höfðu það
á sinni könnu að hafa ofan af fyrir börnum á meðan þær sinntu vinnu
sinni. Þegar kom fram á tuttugustu öld þóttu þulur sjálfsagt efni í vísna-
söfn fyrir börn, til dæmis voru frá upphafi nokkrar þulur í Vísna bókinni
sívinsælu, sem kom fyrst út árið 1946.