Són - 01.01.2014, Page 86
84 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir
í suður átt eins og í þulu ljóði Huldu „Ljáðu mér vængi“. En það eru
lóur sem gegna hlut verki grágæsa móðurinnar í Draumórum því „hana
langaði að líða útí geiminn / með lóunum suður í heiminn.“ Stúlkan
kemst hins vegar hvergi og í lok þulunnar stynur báran við ströndina og
undir strikar með því að draumurinn rætist ekki. Þetta er vissulega þula í
anda nýróman tíkur og tákn sæis en brag formið er ekki alveg hið sama og
í „Ljáðu mér vængi“; brag línurnar eru lengri og rímið er runu rím þar
sem tvær og tvær línur eiga efnis lega saman. Frá því er vikið á tveimur
stöðum þar sem þriðja línan, sér um rím, bætist við. Oftast eru stuðlar
í fyrri brag línunni og höfuð stafur í þeirri síðari en sumstaðar er hver
brag lína sér um ljóðstafi.
Aðra þulu orti Guðfinna löngu síðar, árið 1942, sem heitir Takið
undir og birtist fyrst í Fífu logum (1945) en var af einhverjum ástæð um
prent uð aftur í Æfin týrum dagsins þótt hún sé ekki barnaefni og hafi ekki
ver ið í kaflanum Þulur og barnaljóð í Fífu logum. Takið undir11 er að
formi til líkari „Ljáðu mér vængi“ en Draumórar; línu lengdin svipuð
en runu rím ríkjandi. Eins og í Draumórum er stuðlasetningin ým ist
þann ig að hver lína er sér um ljóð stafi eða hvert brag línu par sam rím að.
Hér er á ferðinni hressi leg en róman tísk náttúru lýs ing og ekki vottur af
angur værð og trega líkt og í nýróman tískum þulu ljóðum fyrr á öld inni.
Ljóð mæland inn unir sér vel í ríki náttúr unnar og þeim ævin týrum sem
júní nóttin býr yfir. Það örlar ekki á útþrá, engin ósk um að fljúga með
fugl unum suður um höf, enda vor í náttúr unni en ekki haust:
Fuglar brátt
fóru nú að kvaka kátt,
heyrði klið í allri átt.
Víða hófst um voga og grundir
vinsæll þáttur: „Takið undir“,
beztur til að stytta stundir.
Einsöngvar
heyrðust óma hér og þar.
Var þar allt sem vera bar,
„tenór“ upp úr öllu skar,
milliröddin veikust var,
brimið drundi bassann undir.
11 Þess má geta að heiti þulunnar Takið undir, sem einnig kemur fyrir í þulunni sjálfri
innan tilvitnunarmerkja, var heiti á vinsælum útvarpsþætti á árunum upp úr 1940.