Són - 01.01.2014, Page 105
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 103
Fjórða barnaþulan í bókinni er líka dýraþula og er kisu minning. Hún
heitir Lappa og hefst á tilvísun í gamla vísu úr samnefndri þjóðsögu:
„Ló, ló, mín Lappa !“ (bls. 108). Ein þula Ólínu Andrés dóttur í Ljóð
mælum (1924) ber titilinn Barna Þula. Hér er um heilræða þulu að ræða
þar sem lagt er út af nokkrum máls háttum og börnum lagðar lífs regl-
urnar án þess að þeim sé sögð saga með til að kyngja boð skapnum. Þrátt
fyrir að fyrsta hending þulunnar sé „Syngi, syngi svanir mínir“ (bls. 10)
eru engar aðrar til vísanir í þjóðlegan kveðskap eða sögur.
Fyrstu barnaþulur Guðrúnar Jóhannsdóttur birtust í tíma ritinu Hlín
árið 1921 eins og áður sagði og heita Búskapar Þula og VögguÞula.22 Í
Búskapar Þulu er sögð saga af Skúla litla sem býr rausnar búi og hefur
meira að segja ráðskonu. Vöggu Þula er barna gæla sem móðir fer með
þegar hún svæfir barnið sitt og fleiri slíkar vögguþulur og aðrar þulur
Guðrúnar eru í bókum Tómstundir (1929), Börnin og jólin (1941) og Hitt
og þetta (1945). Flestar barna þulur Guðrúnar eru ortar um nafn greind
börn, sennilega flest hennar eigin, og af einhverju hversdags legu tilefni
eins og þulur Erlu og tónninn í þulum þeirra er einnig svipaður; mikil
væntum þykja og virðing fyrir börnum, góðlátleg kímni og litlar eða
engar tilvísanir í fornan kveð skap og sögur.
Árið 1951 gaf Halldóra Bjarnadóttir út mynd skreytta barna bók með
stuttum sögum og ljóðum fyrir börn og hafði mest af efninu birst áður í
tímaritinu Hlín sem hún ritstýrði. Það kemur fram í formála bókarinnar
að Kristín Sigfús dóttir skáldkona hafi ort flestar vísurnar og ljóðin við
myndir, en hvorki er getið höfunda myndanna né ljóðanna í bókinni.
Fjögur ljóð í bókinni mega teljast þulur og segja stutta hversdagslega
sögu um það sem er á myndunum.23 Ein segir sögu af strák sem er að
læra að telja og önnur er um strák sem er að læra að lesa og sú þriðja er
um krakka sem búa til snjó karl. Sú fjórða er marg ræðari því þar segir frá
lítilli stúlku sem uppgötvar að full orðnir eiga sínar sorgir.
Eins og komið er fram gaf Guðrún Auðuns dóttir (1903‒1994) út hefti
með barna ljóðum og þulum sem heitir Í föður garði fyrrum árið 1956 og er
það fallega mynd skreytt af Halldóri Péturssyni. Titillinn er heiti á einni
þulunni þar sem Guðrún rifjar upp minningar úr bernsku sinni og lýsir
22 Búskaparþula birtist líka í barnaljóðabók Guðrúnar Börnin og jólin (1941) og þar stend-
ur undir þulunni að hún sé ort árið 1914.
23 Þulurnar eru án titils og tvær þeirra birtust í 23. árgangi Hlínar, fyrsta hefti árið 1940
og hinar tvær í 25. árgangi, fyrsta hefti árið 1942.