Són - 01.01.2014, Blaðsíða 125

Són - 01.01.2014, Blaðsíða 125
„frosinn og má ei losast“ 123 fyrir og þeirrar upplýsingar guð fræði sem Jónas vildi halda í. Þar með hugmyndir um það hvernig sann kristin hegðun verði til farsældar og sanni tilvist guðs. Páll Valsson nefnir að vísu Kierke gaard en virðist hafna rit tengslum vegna þess að Jónas las kvæði sitt upp áður en Kierke gaard birti skoðanir sínar á Abraham og Guði í bókinni Uggur og ótti (Frygt og Bæven árið 1843). Eðlilegt er þó að búast við því að þeir séu báðir að vinna úr trúar umræðum samtíðar sinnar. Páll bendir einn ig á að Jónas hafi aldrei gefið upp á bátinn sinn gamla kristin dóm (1996:59). Dick Ringler bendir í bók sinni Bard of Iceland á skýr tengsl Grá tittlings- ins við hugmyndir Mynsters biskups um að rétt og kristi legt sé að sýna mönnum og dýrum samúð og ást (2010:230‒231). Heimir Pálsson ræðir einnig um Abrahams tilvísunina í grein sinni í Són (2012) og fjallar þar nokkuð um skoðanir Páls Valssonar og er ekki sam mála honum. Heimi finnst dýrðardæmi Abrahams einhvers konar háðs glósa eða guðlast og finnst tilvísunin koma inn í kvæðið eins og þruma úr heiðskíru lofti (2012:108). Þeir Heimir og Páll efast þó báðir um að Jónas hefði átt að vísa til Abrahams. Matthías Johannessen (1993:52) víkur ekki sérstaklega að Abraham en telur að Jónas sé að yrkja um föðurmissinn sem hafi lamað hann eins og frost nóttin fuglinn í kvæðinu. Svava Jakobsdóttir les Abrahams- tilvísunina alla upp á Biblíuna og telur að sonarfórn Abrahams merki trú á máli kirkjunnar (1999:182‒186). Það fellur illa að tólftu vísu kvæðisins þar sem vísað er til sonarfórnarinnar og ljóðmælandi segist aldrei myndu breyta samkvæmt dýrðardæmi Abrahams. Að Abraham er einnig vikið í skýringum Páls Valssonar við heildar- útgáfu á kvæðum Jónasar frá 1989. Páll virðist hér ekki líta á kvæðið sem skáldskap heldur frásögn af bernsku skáldsins sem gæti verið sönn þó að í henni sé minnst á Abraham. Hann segir í skýringunum, eilítið vé- fréttar lega: Hugsanlega á kvæðið rætur sínar í bernskuminningu skáldsins, en þó er augljóst að fleira hangir á spýtunni. J. skírskotar til kristinnar kenningar og á einhvern hátt er kvæðið viðbragð við henni, og þá einkanlega fórn Abrahams sem segir frá í Gamla Testamentinu (1. Mósebók, 22). (Páll Valsson 1989:170) Það er ekkert rangfært í þessari klausu en hún segir ekki margt. Kvæðið gæti verið byggt á bernskuminningu úr því að þar er talað um bernsku en það skiptir litlu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.