Són - 01.01.2014, Page 128
126 kristján jóHann jónsson
2002:23). Hins vegar hafa skýringar sögunnar verið taldar af mis jöfn um
toga og litnar ýmsum augum.
Fylgjendur nýsögu hyggju líta svo á að hið liðna geti aldrei birst okkur
í einni skráðri sögu. Hið liðna er liðið. Það verður aldrei endurgert sem
„sagn fræðilegur veruleiki“ en í hinu liðna leynast margar sögur sem við
getum skráð og skilið (Hens-Piazza 2002:26).
Michael Payne (2005) hefur útfært nánar þennan grundvallar skiln ing
á við horfi nýsögu hyggjunnar til sögu og menningar og legg ur upp úr
því að ný sögu hyggjan sé frekar safn fræðirita en skóli eða stefna. Fyrstu
fjög ur einkennin sem Payne tilgreinir eru:
1. Fylgismenn nýsöguhyggju líta á menninguna eins og tákn kerfi
eða net tákna.
2. Þess vegna eru þeir andsnúnir því að fræðasviðin hafi fræði legt
for ræði, en telja þver fagleg vinnubrögð mikil væga leið til þess að
skapa nýja þekkingu.
3. Þeir eru sannfærðir um að sagan sé bæði það sem gerðist forðum
(til teknir atburðir) og sú grein sem gerð er fyrir atburð unum
(í frásögn); sögulegur sannleikur sprettur fram í gagn rýn inni
íhugun um það hvort sú saga sem sögð er geti talist viðunandi.
4. Sagan er þess vegna í fyrstu eins konar orðræða, en í því felst ekki
að tilvist raunverulegra atburða sé hafnað.1
Skýrasta dæmið um söguhyggju á nítjándu öld er væntanlega í kenn ing-
um Karls Marx sem víðkunnar eru. Þegar Marx setti fram kenningar sínar
um efna hagsmál og eignarhald á atvinnu tækjum var hann að bregðast
við hug mynda fræði kapítalismans um náttúrulegan rétt hinna sterkari
sem mótast hafði á fyrri hluta aldarinnar. Spyrja má hvort varanlegur
áhugi nítjándu aldarmanna á sögu skilningi sé ekki líka nátengdur þeim
nýju hug myndum sem þá fara eins og eldur í sinu yfir samfélagið.
Maðurinn telur sig þar og þá æ mikilvægari stærð í þeim veruleika sem
hann skynjar og í réttu hlut falli eykst áhuginn á röksamhengi mann-
1 1. „New historicists think of culture as a semiotic system, as a network of signs. 2.
They, therefore, are resistant to disciplinary hegemony, finding in inter discipli narity
an important means of generating new knowledge. 3. They are persistently aware that
history is both what happened in the past (a set of events) and an account of those events
(a story); historical truth arises from a critical reflection on the adequacy of the story
that is told. 4. History is, therefore, initially a kind of discourse, which is not a denial
that there are real events“ (Payne 2005:3).