Són - 01.01.2014, Qupperneq 156
154 Þórunn sigurðardóttir
fjölmenniligur, liðligur og lífligur, ávallt þó heill og fullkomligur, og
sem eg skyldi sagt hafa, óspilltur og sómasamligur. Sumir vilja öld ungis
burt skúffa sumum rímnanna smáskreytum sem hingað og þangað eru
inn slettar eður inn færðar, svo sem rímnanna rógsemdar óverð ugar, og
þeirra vegna gjöra þeir skáldin fyrir lygi að skulda. Mjög rang snúinn
dómur mundi verða um það sem hingað og þangað er dregið og til fært
af ýmsum skáldum í aðskiljanlega rímnaflokka, og grun sam legt kann
mörgum virðast ef vér skyldum þess vegna það ei fyrir satt halda, eður
minnsta kosti líklegt, af því það er ekki líkt vorum alkunn um hlutum,
siðum og háttum, né heldur sýnist sam bjóða vorum lystum og vits-
munum, og ef vér einninn fastlega keppum að vér öngu öðru trúa eigum
en því vér auðveldlega skiljum, og með hugferði einu begrípum. Það er
og ei án orsaka tilheyrilegt að vér umlíðum og tilhliðrum við skáldin
þó þau skeiki og skeiki nokkuð af sannleikans stigum, sérdeilis þá þau
skrifa og samantaka gamlar menjar og forn fræði. Því hvað helst sem
vér segjum eður tölum um skáldin þá á það svo að upptakast að vér þar
til huga rennum og þess minnustum að þeir menn séu, og strax þá ei
af virðum þó þeir með nokkri skreytni og ýkjum megi blanda nokkuð,
því svo sem einn sjódropi kann ekki lítinn læk (enn síður stór vatns föll)
saltan að gjöra, svo kann og ekki heill rímna flokkur lyginn að segjast,
þó að nokkuð skreytt megi þar inn smeygjast. Já, að sönnu, það kann ei
að ske að vér ei stundum tælunstum í því sem langt er verandi frá voru
minni, sérdeilis í efnum framandi þjóða, og varla heyrist nokkuð það
skáld til vera hvörju að ekki nokkrar ýkjur, svo sem annað kám eður
flekkur, við loði. Þar fyrir kann varla nokkuð það skáld að finnast sem
ei nokkuð ýki eður upp skrökvi, en ekki megum vér þar af álykta að vér
skulum þess vegna allar rímur og kveðlinga frá fælast. Slíkar og þvílíkar
fundinga skreytur og gamanýkjur gefur nóglega af sér vor gamla og al-
kunnuga íslenska Edda af Snorra Sturlusyni lögmanni anno 1215 saman
skrifuð, hvör bók að er margháttaðra menja gamalla hin gagnauðugasta
hirsla og hand raði, hvörri greindri Eddu önnur hefir þó verið miklu
eldri, sem þeim gamla Óðin hefur eignuð verið, svo vér höfum varla
eftir hundrað asta part hennar, utan sjálft nafnið, og það vér höfum hefði
öld ungis forfallið hefði greindur Snorri Sturluson ei nokkurn lit ágjört
hennar skugga þó heldur en sjálfum bolnum uppi að halda.11
11 Þessi efnisgrein er tekin úr bréfi Brynjólfs biskups Sveinssonar til Stephaniusar 1641
sem var prentað í Notæ uberiores 1645 (sbr. Jón Helgason 1955:34).