Són - 01.01.2014, Side 157

Són - 01.01.2014, Side 157
skáldskaparfræði frá 17. öld 155 [Magnús Ólafsson í Laufási] Um sama efni Ef eg segði að vor íslenskur skáldskapur yfirgengi eður yfirgnæfði að list, snilli, krafti og verkan allra annarra þjóða og tungumála ljóð og lagyrði, kvæði og kveðlinga, þá mundi eg ekkert ófimlegt eður ósnoturlegt þar um herma, eður fram bera, og ef eg meinti, sem eg mér í hug festi, að vor greindur íslenskur skáldskapur etjaði kappi við annarra skáldskap, þá kann ske að sá hinn sami héldi mig ekki villt fara sem í vorum skáldskap væri frægur og forfarinn, sem og einninn hann fullkomlega með snilld og snoturleika kynni og numið hefði. Því að svo mörg mennta blómstur, fíguru mál, margbreyttar hlutanna nafngiftir og kenningar af gömlum dæmisögum, liðlega, breytilega og myrkvu máli nákvæmlega tildregnar, hefur þessi vor skáldskapur, að eg meina það kunni ekki eður varla nokkr um framandi eður ókenndum að útskýrast. Hvað um, sjálfir íslenskir sem ekki hafa skáldskapargáfu nokkra þegið af gömlum ljóða- menjum og Eddurökum kunna það ekki að nema eður skilja, né heldur nokkra grein á að gjöra. Og þess háttar skáldskap, sem er annarlegur og frákynja almennilegu málfæri, hafa þeir gömlu ásamál kallað, sem þó er vort málfæri en þó dulinn og hulinn, myrkur og vandvafinn fyrir vorum skiln ingi. Þessi er nú orsökin hvar fyrir jafnvel vellærðum mönnum, hvörjum vort tungumál er ókunnigt, sérdeilis þar sem vér skulum í Eddu kenn ingum þeirra útlegging brúka, þá kunnum vér þeim eigi þar úti að samsinna, jafnvel þó að Eddu málfæri, margháttaðar og langt að dregnar hlutanna kenningar, kunni á latínu að útsetjast. Samt sem áður orð anna prýði, vigtug orðsnilli og réttur og sannur eiginlegleiki, eftir því sem vort tungumál hljóðar, kann öngvaneginn að auðsýnast né útbýtast af meiri losta og lystisemi, verður hér af sjálfum brunninum vatnið drukkið og útsopið. Þar með og einninn er Edda saman skrifuð til gagns og nytsemda í voru tungumáli, og allra helst þeim sem sérdeilis skáldskapargáfu þegið hafa, meinandi hana þeim framar öðrum henti- sam legast og hagfelldast hugaða vera. Svo mörg eru ljóð, drápur, rímur og bragarhættir í vorum íslenskum skáldskap að það kann ekki að framteljast eður uppreiknast, svo margvíslega og snillilega svara sér innbyrðis bókstafanna, atkvæðanna og orðanna samhljóðendur að þeir sem þar uppá heyra og til hlýða hýrast og hressast þar af með yndi og eftirlæti furðanlega, ef gaumgæft er grandvarlega að óbrjálaðri fylgispekt þriggja sérdeilis höfuð hljóðstafa, í hvörri erindishendingu jafnmörg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.