Són - 01.01.2014, Qupperneq 157
skáldskaparfræði frá 17. öld 155
[Magnús Ólafsson í Laufási]
Um sama efni
Ef eg segði að vor íslenskur skáldskapur yfirgengi eður yfirgnæfði að list,
snilli, krafti og verkan allra annarra þjóða og tungumála ljóð og lagyrði,
kvæði og kveðlinga, þá mundi eg ekkert ófimlegt eður ósnoturlegt þar
um herma, eður fram bera, og ef eg meinti, sem eg mér í hug festi, að
vor greindur íslenskur skáldskapur etjaði kappi við annarra skáldskap, þá
kann ske að sá hinn sami héldi mig ekki villt fara sem í vorum skáldskap
væri frægur og forfarinn, sem og einninn hann fullkomlega með snilld
og snoturleika kynni og numið hefði. Því að svo mörg mennta blómstur,
fíguru mál, margbreyttar hlutanna nafngiftir og kenningar af gömlum
dæmisögum, liðlega, breytilega og myrkvu máli nákvæmlega tildregnar,
hefur þessi vor skáldskapur, að eg meina það kunni ekki eður varla
nokkr um framandi eður ókenndum að útskýrast. Hvað um, sjálfir
íslenskir sem ekki hafa skáldskapargáfu nokkra þegið af gömlum ljóða-
menjum og Eddurökum kunna það ekki að nema eður skilja, né heldur
nokkra grein á að gjöra. Og þess háttar skáldskap, sem er annarlegur og
frákynja almennilegu málfæri, hafa þeir gömlu ásamál kallað, sem þó er
vort málfæri en þó dulinn og hulinn, myrkur og vandvafinn fyrir vorum
skiln ingi. Þessi er nú orsökin hvar fyrir jafnvel vellærðum mönnum,
hvörjum vort tungumál er ókunnigt, sérdeilis þar sem vér skulum í
Eddu kenn ingum þeirra útlegging brúka, þá kunnum vér þeim eigi þar
úti að samsinna, jafnvel þó að Eddu málfæri, margháttaðar og langt að
dregnar hlutanna kenningar, kunni á latínu að útsetjast. Samt sem áður
orð anna prýði, vigtug orðsnilli og réttur og sannur eiginlegleiki, eftir því
sem vort tungumál hljóðar, kann öngvaneginn að auðsýnast né útbýtast
af meiri losta og lystisemi, verður hér af sjálfum brunninum vatnið
drukkið og útsopið. Þar með og einninn er Edda saman skrifuð til gagns
og nytsemda í voru tungumáli, og allra helst þeim sem sérdeilis
skáldskapargáfu þegið hafa, meinandi hana þeim framar öðrum henti-
sam legast og hagfelldast hugaða vera. Svo mörg eru ljóð, drápur, rímur
og bragarhættir í vorum íslenskum skáldskap að það kann ekki að
framteljast eður uppreiknast, svo margvíslega og snillilega svara sér
innbyrðis bókstafanna, atkvæðanna og orðanna samhljóðendur að þeir
sem þar uppá heyra og til hlýða hýrast og hressast þar af með yndi og
eftirlæti furðanlega, ef gaumgæft er grandvarlega að óbrjálaðri fylgispekt
þriggja sérdeilis höfuð hljóðstafa, í hvörri erindishendingu jafnmörg