Són - 01.01.2014, Page 159
skáldskaparfræði frá 17. öld 157
eður svo sem af nokkurs konar sviplegu æði fanginn og hertekinn, og
þetta náttúrulag sést oftlega, jafnvel af ókenndum, með sérdeilis látæði
og við bragði, hvört að vér skáldvingl almennilega nefna gjörum. Nokkrir
eru þeir sem halda að vor skáldskapur hafi furðanlegan kraft og verkan
bæði um illt að gjöra og illu að afstýra, hvar kann ske dæmi megi til
finnast. Sama kraft tileignaði sá versunum sem ekki efaði sig að segja:
Carmina vel Cælo possunt deducere Lunam.12 Hvörs vegna að nokkrir
hyggnir menn af vorum gömlum forfeðrum hafa þetta orðtæki, svo sem
annað heilræði, eftir sig látið, að ei skuli skáld erja. Einninn er vitnað til
Sókratis13 ráðlagningar, að hvör sem vill hólpinn vera á heilsu og heiðri,
án hneisu og hniðrunar, hann skuli varast skáld sér ekki að óvin gjöra. Í
hvað miklum hávegum og virðingum vor gömlu skáld verið hafa hjá
fram andi kóngum, herrum og höfðingjum, sem á voru tungu máli nokk-
urt skyn bragð haft hafa, hvör vor skáld þeirra snilldarverk og frá bærar
frægðir hafa með kurteisum kveðlingum, dýrlegum drápum og fagur-
legum flokkum sínum eftirkomendum geymt og forvarað, þar af er aug-
ljóst að þeir hafa af þeim þegið gullhringa, gullrekin vopn, skarlats-
skikkjur og aðra þess háttar mikillega stórskenki, gáfur og gersemar, og
fyrst og fremst það yfir tekur þá hafa þeir sér forþénað sjálfra kóng anna
vild og vináttu, svo sem gamlar sögur og historíur allvíða votta og útvísa,
og svo að eg af mörgum fáa á nafn nefni. Sá loflegi kóngur Óláfur
Tryggva son Noregs kóngur hafði í sinni hirð og höllu á meðal annarra
Hall freð vandræða skáld íslenskan, hvörjum hann frá heiðnum sið sneri
til kristi legrar trúar, og í skírninni veitti hann honum guðsifjar, hvörjum
mann dráp í hans eigin höllu fremjandi herfilega, gaf hann honum líf sitt
aftur af góð vilja, að friðuðum og forlíktum frændum hins vegna, og
sæmdi hann þar til mörgum gjöfum. Um þennan Hallfreð segir svo í
sögu hans að eftir fráfall kóngsins hafi hann aldrei glaður verið, og er svo
sagt að elska til kóngsins hafi hin helsta orðsök til hans dauða verið.
Óláfur kóngur Haraldsson hafði og með sér í friði og stríði þrjá nafn-
kennda fylgjara vorum af landsmönnum sem skáld voru: Sigurð,14 Þor-
móð og Geirmund15 gullbrá. Um Sigurð er það skrifað að í sundurlausri
ræðu hafi hann málstaður verið en í kveðlingum hinn hraðasti og
12 Þetta er úr Hirðingjaljóðum Virgils eða Eclogae: „carmina vel caelo possunt deducere
lunam“ (í lauslegri þýðingu: Söngvar geta jafnvel dregið mánann niður frá himninum).
Sjá Virgil 1978:60.
13 Sókrates (469?–399 f.Kr.) var grískur heimspekingur.
14 Þ.e. Sighvatur (sbr. Jón Helgason 1955:34).
15 Þ.e. Gissur (sbr. Jón Helgason 1955:34).