Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 25

Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 25
framangreindra laga. Sjálfseignarstofnunin sem slík yrði því sjálfstæður lögaðili sem ekki væri í eigu kirkjunnar þó tengslin við hana yrðu augljós og náin. í samræmi við þetta yrðu núverandi eigendur fasteignanna að afsala með formlegum hætti eignarétti sínum að þeim. ... Ætla verður að Kirkjuráð myndi hafa með stjórn sjálfseignarstofnunarinnar að gera og verður þá ekkert hagræði af myndun hennar. Ef stjóm hennar yrði með öðrum hætti er ljóst að togstreita gæti myndast á milli aðila og af því yrði einungis óhagræði. Miðað við það hve umræddar fasteignir og rekstur þeirra er tiltölulega smár í sniðum er að mati Ríkisendurskoðunar full mikið í lagt að mynda sjálfseignarstofnun um þetta verkefni sér í lagi í ljósi vafans um ávinning af slíku, sbr. það sem að framan er rakið“. Kirkjuráð fellst á þessa niðurstöðu fyrir sitt leyti og leggur til við Kirkjuþing að ekki verði mynduð sjálfseignarstofnun um fasteignir kirkjunnar í Reykjavík. Tillaga að starfsreglum um fastanefndir kirkjunnar og tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um Kirkjuþing nr. 729/ 1998 (4. og 18. mál) Málið var lagt fýrir Prestastefnu 2001 sem óskaði eftir að fá að fjalla um sérstaklega á Prestastefnu 2002 (sjá fylgiskjal nr. 6). Af þeim sökum er málinu frestað. Skýrsla prestssetrasjóðs og þingsályktunartillaga um kaup og sölu á prestssetrum (7. og 35. mál) Kirkjuráð hefur rætt við stjórn Prestssetrasjóðs um fjármál sjóðsins. Enn fremur um ráðningu framkvæmdastjóra fyrir sjóðinn. Kirkjuráð bauð stjóm Prestssetrasjóðs m.a. aðstoð í formi ábyrgðar á lánum sjóðsins. Stjórn Prestssetrasjóðs taldi ekki þörf á aðstoð að svo stöddu. Þá hefur Kirkjuráð að ósk stjómar Prestssetrasjóðs veitt umsögn um fyrirhugaða nýbyggingu prestsbústaðar á prestssetursjörðinni Glaumbæ í Skagafjarðarprófastsdæmi. Kirkjuráð dregur ekki í efa þörf fyrir nýbygginguna en í ljósi fjárhagsstöðu sjóðsins verði sjóðurinn að selja eignir á móti. Minnt skal á að í endurskoðunarskýrslu Ríkisendurskoðunar, sem fylgir 2. máli, er bent á að fjárhagsstaða Prestssetrasjóðs sé afar slæm og að “núverandi fyrirkomulag sýnist vart ganga lengur”. Nýr framkvæmdastjóri Prestssetrasjóðs verður ráðinn fljótlega. Starfsreglur um kosningu biskups Islands og vígslubiskupa (8. mál) Kirkjuráð hefur sent málið til kynningar og umsagnar sóknarnefnda, sóknarpresta og héraðsfunda. Umsagnir héraðsfunda eru að berast þegar þetta er skrifað. Þá hefur borist álit Eiríks Tómassonar, prófessors í lögum, á því hvaða svigrúm lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 og Þjóðkirkjulög nr. 78/1997 veita til setningar starfsreglna um biskupskjör að 5 ára skipunartíma liðnum. Niðurstaða Eiríks er sú að Kirkjuþing hafi ekki heimild til að skipa málum með öðrum hætti en kveðið er á um í framangreindum 1. nr. 70/1996. Kirkjuráð mun beina því til dóms - og kirkjumálaráðherra að verði sett fram rökstudd tillaga til ráðherra við lok fimm ára skipunartíma biskups um að biskupskjör fari fram verði slíku erindi vísað til áfrýjunarnefndar Þjóðkirkjunnar til mats og umsagnar. Kirkjuráð telur að öðru leyti hugmyndir um deildaskipt biskupskjör andstæðar meginreglum um jafnræði. Starfsreglur um fræðslu fyrir leikmenn innan kirkjunnar (13. mál) í tengslum við þetta mál kom ffam tillaga um skipun nefndar til að undirbúa stofnun Starfsmenntunarstofnunar Þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð vísaði málinu til nefndar er fjallar um símenntun og fylgir greinargerð hennar með (sjá hér að framan). 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.