Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 86
Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun líka
og líkbrennslu
23. mál, flutt af dóms- og kirkjumálaráðherra
(Lagt fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001-02.)
1. gr.
Við 3. mgr. 7. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Kirkjugarðsstjórn getur
affnarkað almennan reit í kirkjugarði, þar sem ösku látinna \’erði komið fyrir, án þess
að grafarnúmers í reitnum sé getið, en nöfn hinna látnu skulu færð í legstaðskrá, sbr.
1. mgr. 27. gr.
2- gr.
Við 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. bætist: sbr. þó 4. mgr.
3. gr.
4. mgr. 7. mgr. hljóði svo:
Dóms- og kirkjumálaráðherra getur heimilað, samkvæmt nánari reglum er
hann setur, að ösku verði dreift utan byggðar eða væntanlegrar byggðar, enda liggi
fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi. Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn
stað.
4. gr.
í stað orðsins “Utanþjóðkirkjusöfhuðum “ í 1. mgr. 9. gr. komi: Skiúðum
trúfélögum, öðrum en Þjóðkirkjunni.
5. gr.
11. gr. laganna orðist svo:
Kirkjugarðaráð hefur yfirumsjón með kirkjugörðum landsins, svo sem nánar er
mælt fyrir um í þessum lögum. I því eiga sæti biskup íslands eða fulltrúi hans,
þjóðminjavörður eða fulltrúi hans, einn fulltrúi frá Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófastsdæma, einn fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra
sveitarfélaga. og einn fulltrúi kosinn af Kirkjuþingi. Skipunartími nefndarinnar er
fjögur ár. Biskup íslands er formaður nefndarinnar. Ef atkvæði falla jöfn í ráðinu
ræður atkvæði biskups.
Kirkjugarðaráð ræður framkvæmdastjóra kirkjugarða og setur honum
erindisbréf. Hann skal vera sérfróður um gerð og skipulag kirkjugarða. Laun hans og
annar starfskostnaður, svo og kostnaður við störf kirkjugarðaráðs, greiðist úr
Kirkj ugarðasj óði.
Kirkjugarðaráð er jafnframt stjóm Kirkjugarðasjóðs og fer með málefni hans, sbr.
40. gr.
6. gr.
I stað orðanna “skipulagsnefnd kirkjugarðanna” kemur: kirkjugarðaráð, í
viðeigandi falli, í eftirfarandi greinum og málsgreinum laganna:
7. mgr. 16. gr., 3. mgr. 16. gr., 2. mgr. 17. gr., 1. mgr. 18. gr., 1. mgr. 20. gr., 1. mgr.
27. gr., 3. mgr. 27. gr., 2. mgr. 28. gr., 1. mgr. 31. gr., 4. mgr. 31. gr., 32. gr., 1. mgr.
33. gr., 36. gr., 43. gr. og 51. gr.
82