Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 96
ályktaði að frumvarpinu skyldi vísað til ráðgjafamefndar um kenningarleg málefni og
prestastefnu til álits og umsagnar. A prestastefnu, sem haldin var í júní sl. var
frumvarpið rækilega kynnt og það var síðan tekið til mjög ítarlegrar umræðu. Ekki
kom til atkvæðagreiðslu um málið á prestastefnunni, en ljóst var þó að meiri hluti var
fylgjandi þeirri varfæmislegu leið að málinu skyldi slegið á frest, þar sem ekki væri
tímabært að stíga þetta skref.
í málinu liggja fyrir nokkur álit, m.a. álit dr. Páls Sigurðssonar, lagaprófessors og álit
guðfræðideildar Háskóla Islands. Alitin ber öll að sama brunni um að hvorki séu fyrir
hendi lagaleg né guðfræðileg rök er mæli gegn því að breytingin nái fram að ganga.
Þá hefur ráðgjafamefnd um kenningarleg málefni fjallað um málið og komist að þeirri
niðurstöðu, að það snerti ekki guðfræðilegan grundvöll embættis evangelisk-
lutherskrar kirkju.
Hér er því eingöngu um formlega breytingu að ræða sem hefur ekki í för með sér hina
minnstu breytingu á réttarstöðu þeirra sóknarpresta, sem skipaðir verða eftir að lög
hér að lútandi taka gildi. Hér er aðeins verið að færa eðlilegt hlutverk yfirstjórnar
Þjóðkirkjunnar til hennar sjálfrar í ljósi þeirrar stefnumörkunar sem ákveðin var með
Þjóðkirkjulögunum að veita Þjóðkirkjunni meira sjálfstæði.
Þess skal getið að í frumvarpi því sem flutt var á sl. ári, var jafnframt fólgin breyting
er laut að því að fella brott 51. gr. laganna. Samþykkti Kirkjuþingið þá breytingu fyrir
sitt leyti, og í kjölfar þess var lagt frumvarp þar að lútandi fyrir Alþingi, sem síðan var
samþykkt sem lög nr. 19/2001.
Að tillögu löggjafarnefndar afgreiddi Kirkjuþing frumvarpið með eftirfarandi
ÁLYKTUN
Kirkjuþing telur að ekki sé tímabært að breyta fyrirkomulagi á skipun sóknarpresta ffá
því sem nú er.
92