Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 42
• að því sé veitt tækifæri til að menntast og dafna í starfi.
3. Stjórnun
Þjóðkirkjan vill leitast við stjómendur starfi í anda þeirra meginstefnu að veita
starfsfólki virka hlutdeild í stjórnun og ákvörðunum, í samræmi við hæfni þeirra og
eðli starfsins.
Stefnt skal að góðum og nútímalegum stjómunarháttum, sem m.a. felast í jákvæðu
viðhorfi til samstarfsmanna og virku upplýsingastreymi. Stjórnendur skulu jafnan
leitast við að hafa samráð við starfsfólk um málefni vinnustaðarins er það varðar og
beita sér fyrir sem víðtækastri sátt um þau. Akvörðunarvald og ábyrgð stjómenda
gagnvart starfsfólki skulu vera vel skilgreind og starfsfólki ljós. Stjórnendur eiga að
vinna að settum markmiðum og gera starfsfólki kleift að taka ffamforum. bæði
faglega og persónulega.
4. Samstarf og starfsandi.
Þjóðkirkjan vill stuðla að góðum starfsanda, þar sem ríkir traust, trúnaður og
hreinskilni milli alls starfsfólks.
Starfsfólkið skal temja sér kurteisi og háttvísi í ffamkomu og að hver sýni öðrum
tilhlýðilega virðingu, umburðarlyndi og jákvætt viðmót. Til að skapa góðan starfsanda
vill Þjóðkirkjan m.a. hvetja starfsfólk sitt til að ástunda og rækta fagleg samskipti sín
á milli, virða reglur um jafni'æði starfsfólks.
5. Upplýsingar, boðmiðlun og samskipti
Almennar upplýsingar um stefnu og starfsemi stofnana Þjóðkirkjumiar skulu ávallt
vera starfsmönnum aðgengilegar.
Setja skal einfaldar reglur um skilvirkar boðleiðir og upplýsingastreymi og tryggja að
þær séu aðgengilegar öllu starfsfólki. Slíkt styrkir samstöðu þeirra, eykur ábyrgð og
bætir samskipti. Stjórnendum ber skylda til að upplýsa starfsfólk um málefni sem
varða störf þeirra sérstaklega.
6. Jafnrétti, starfið og fjölskyldan
Þjóðkirkjan vill leitast við að búa starfsfólki sínu aðstæður til að samræma þær
skyldur sem starfið og fjölskyldan leggja þeim á herðar.
Starfsmönnum skal gefinn kostur á tímabundinni lækkun á starfshlutfalli og
sveigjanlegum vinnutíma vegna fjölskylduábyrgðar, eftir því sem kjarasamningar og
aðstæður leyfa og án þess að það hafi áhrif á starfsframa þeirra.
Þjóðkirkjan virðir jafnræði og beitir sér fyrir því að jafnræðisreglunni sé framfylgt og
vinnur samkvæmt jafnréttislögum og jafnréttisáætlun kirkjunnar.
7. Ráðning og starfsmannaþörf
Þjóðkirkjan vill ráða til sín og hafa í þjónustu sinni hæft, dugandi og heiðarlegt
starfsfólk.
Stefnt er að því að það þyki eftirsóknarvert að starfa hjá Þjóðkirkjunni, vegna
vinnubragða, starfsaðstöðu og starfsanda sem þar er, svo og þeirra kjara sem þar eru í
boði.
38