Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 67

Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 67
sækja eftir hinni fornu lagahefð. Prestssetur, sem enn eru kirkjulén eru hluti embættis viðkomandi prests sem hefur sérstakar skyldur við prestssetrið og þá kirkju. Eignir lénskirknanna fylgja prestssetrunum, eins og rakið er í álitsgerð kirkjueignanefndar frá 1984, bls. 40 til 45 og bls. 111 til 123, en þar er fjallað um eignarréttarstöðu lénskirkjunnar. Vísast um það til þeirrar umíjöllunar. Niðurstöður Staðamála (Sáttargjörðin í Ögvaldsnesi í Noregi 1297) festu fyrirkomulag lénskirknanna í það form sem verið hefur síðan. Þá færðust þeir staðir, sem kirkjan átti að meirihluta, undir forræði biskups en prestarnir fengu eignirnar til forsjár sem nokkurs konar sjálfseignarstofnanir sem þeir höfðu framfærslu sína af. Þar urðu til kirkjulénin (benificia), sem um aldir stóðu að mestum hluta undir kirkjustarfi í landinu. Þau voru óskerðanlegar eignasamsteypur með bundnu hlutverki. Fjárhagur prestanna og prestssetranna fór saman um aldir. Þeir báru ábyrgð á viðhaldi lénskirknanna og höfðu til þess tekjur embættisins. Þær voru auk arðs af fasteignum ýmsir skattar og kvaðir, s.s. lausamannagjald og offur, ásamt lambsfóðri og skyldudagsverki þeirra sem voru fyrir innan skiptitíund. Þetta voru sóknartekjur allt til þess er þær voru settar í annan farveg með lögum nr. 40/1909.1 7. kafla nefndarálits með frumvarpi því er varð að lögum nr. 40/1909 er rætt um þessi gjöld til presta og kirkna og lagði nefndin til að tekið yrði upp ákveðið persónugjald í stað 12 tegunda af sköttum og 5 mismunandi niðurjöfnunargjöld. Þetta persónugjald skyldi nema kr. 2.25 og skiptast þannig að til prestsins skyldi renna 1.50 og 75 aurar til kirkjunnar. Sóknarnefnd átti að innheimta persónugjaldið og skila prestshlutanum til prestslaunasjóðs og hélst svo allt til 1941, þegar prestagjaldið var lagt niður með lögum nr. 72/1941. Löggjöf um umsjón og fjárhag kirkna nr. 3/1880, 13/1882 og 22/1907 gerði kleiff að færa hald bænda- og lénskirkna til safnaðanna, án þess að jarðir eða aðrir fornir tekjustofnar þeim tengdir væru afhentir söfnuðunum til að tryggja byggingu og viðhald kirkna. Þess í stað var ákveðið með lögum nr. 46/1907 að kirkjujarðirnar stæðu á bak við laun presta, en kirkjujarðasamkomulagið 10. janúar 1997 framlengdi þá skipan með eignaafhendingu á móti skuldbindingu ríkisins. Til þess að bæta söfnuðum fjárskort til byggingar og viðhalds kirknanna var sóknarnefndum heimilað með lögum nr. 40/1909, 7. gr. að leggja á sérstakt aukagjald eftir niðurjöfnun til viðbótar við sóknargjöld. Ákvæði þetta var einnig í lögum nr. 36/1948. Þegar lög nr. 91/1987 um sóknargjöld ofl. voru undirbúin, þótti það óeðlilegt að sóknarnefndir um allt land færu með þessum hætti með vald til að leggja á skatta, sem Alþingi einu bæri. Var þessi heimild því numin úr gildi en söfnuðunum bætt þetta úrræði í 2. kafla laganna um Jöfnunarsjóð sókna í 5. til 7. gr. Þannig má halda því fram að lagaákvæðin um hlutverk jöfnunarsjóðsins standi á grunni eigna lénskirknanna. Nauðsynlegt er að tryggja þetta með tvíhliða samkomulagi milli ríkis og Þjóðkirkju. Laun presta stóðu undir rekstri prestssetranna ef á þurfti að halda eftir að þau komu í staðinn fyrir lénstekjurnar fornu. Því var stofnaður prestlaunasjóður með lögum 46/1907 til samtryggingar og jöfnunar milli presta. Hann var jöfnunarsjóður með þeim hætti að ef tekjur presta af jörðunum yrðu umfram launin, ættu umframlaunin að renna í prestlaunasjóðinn ásamt vöxtum af inneign í kirkjujarðasjóði, en ef þau næðu ekki viðmiðun átti prestlaunasjóðurinn að bæta upp launin. Þá voru einnig sett sérstök lög um laun prófasta nr. 47/1907 og ellistyrk presta og eftirlaun nr. 48/1907, sem byggðu á sama grunni. Með lögum nr. 98/1933 var stofnaður sérstakur prestakallasjóður þar sem var ákveðið að ef prestakall stæði óveitt, skyldu þau laun sem spöruðust renna í sjóðinn. Sjóðurinn var á ábyrgð Kirkjuráðs, sem átti að veita úr sjóðnum til kirkjulegrar starfsemi. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.