Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 8

Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 8
óttinn og örvæntingin grípur um sig. í Jesú Kristi tekur Guð sér stöðu með lífinu og með fómarlömbunum, með því varnarlausa, særða og bugaða. Þaðan lét Guð kraft upprisunnar og endursköpunarinnar brjótast fram. Hinn krossfesti og upprisni Kristur er von heimsins. Hið eina sem læknað getur undir manns og heims, leyst viðjar óttans og ranglætisins, og rofið hlekki hatursins, það er andi og áhrif Jesú Krists, náð og líknin hans. Og þeirri náð og líkn erum við helguð. Að vera kristin er að láta þann anda leiða sig. Það er afar mikilvægt að náðst hefur samstaða á alþjóðavett\'angi um að uppræta hermdarverk og hegna hryðjuverkamönnum. En það er lífsnauðsyn að efla samstöðu um upprætingu þeirra aðstæðna sem eru gróðrarstía hefndarhugar og ofbeldisverka. Rjúfa verður hinn skelfilega vítahring fátæktar, örbirgðar, himinhrópandi ranglætis. Eg hvet íslensk stjómvöld til að beita sér fyrir því meðal bandalagsþjóða okkar. Ofbeldi getur af sér ofbeldi, örvæntingarfullar aðstæður leiða til örþrifaráða. Við tökum undir áhyggjur alþjóðlegra kirknasamtaka sem vara alvarlega við hemaði. Eg vísa til ályktunar Alkirkjuráðsins sem hér liggur frammi. Hryðjuverk eru glæpur og ofbeldismaðurinn á ekki að fá að setja leikreglur og ráða viðbrögðum siðaðra samfélaga. Þjóðkirkjan er með Hjálparstarfi kirkjunnar þátttakandi í alþjóðlegu hjálpar- og þróunarstarfi, þar á meðal í Afganistan. Ríkisstjórn íslands hefur affáðið að styrkja neyðaraðstoð þar sérstaklega um hendur Hjálparstarfs kirkjunnar og Rauða krossins. Til viðbótar við framlag ríkisins hefur Hjálparstarfið ákveðið að verja 1 milljón króna af sínum sjóðum til þessa verkefnis og efna til símasöfnunar í samstarfi við Rauða kross Islands. Við skulum bregðast vel við. Starf Hjálparstarfs kirkjunnar miðar að því að styðja til sjálfsbjargar, hamla gegn örbirgð, efla menntun - ekki síst kvenna - og vinna að réttlátari skiptingu gæðanna. Það ætti að vera okkur sérstakt metnaðarmál nú að styðja starf Hjálparstarfsins á vettvangi sóknanna og efla hlut þess erlendis. A ferð minni á Indlandi s.l vor, þar sem ég heimsótti samstai'fsaðila okkar kirkju, sá ég berum augum hve gríðarlega mikilvægt og margþætt þetta starf er. Hér heima skulum við sem helguð erum Kristi gera það sem í okkar valdi stendur til að sýna muslimskum nágrönnum og sveitungum skilning og umburðarlyndi og hamla gegn því að reiði og hatur yfir voðaverkum illmenna beinist gegn saklausu fólki. Það er ekki islam sem er sökudólgurinn heldur ólíðandi ofstæki. Og það er víða að finna. Höldum á lofti sýninni um frjálst og opið samfélag sem byggir á umburðarlyndi, umhyggju, réttlæti og helgi mannlífsins. Jesús Kristur vissi að boðorðið forna “Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn” myndi um síðir gera alla blinda og tannlausa. Því benti hann á betri leið, sem er leið kærleikans, umhyggjunnar, friðarins. Þá leið ber okkur að feta í nafni hans. Á vettvangi sóknanna og safnaða Þjóðkirkjunnar verður þjónustan að miða að því að móta nærsamfélag um trúariðkun, þar sem trúin á Jesú Krist er sýnileg, þar sem náðin er veruleiki, og kærleikurinn er ekki mynd á vegg heldur lífsafstaða, lífsmáti. Iðkun og þjónusta sem eflir trú á lífið og líf í trú. Guðs orð hvetur okkur til að velja lífið okkur sjálfum, náunganum og komandi kynslóðum til handa: "Eg kveð í dag bæði himin og jörð til vitnis móti yður, að ég hefi lagt fyrir þig lífið og dauðann, blessunina og bölvunina. Veldu þá lífið, til þess að þú og niðjar þínir megi lifa." (5 Mós. 30.19). Nýr siðferðisvandi Á morgni 21. aldar stendur mannkyn frammi fyrir nýjum siðferðisvanda sem það hefur ekki áður þekkt. Það eru hinar stórstígu framfarir í læknavísindum og 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.