Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 57
1. kafli. Prestssetur
Við gerð samnings milli ríkis og kirkju um réttar- og eignarstöðu
prestssetra eru eftirfarandi áhersluatriði sett fram, sem væntanlegt samkomulag
þarf að ná til:
1. Viðurkenning á eignar- og réttarstöðu prestssetra eins og lagður er grunnur
að í álitsgerð kirkjueignanefndar frá 1984 og staðfest var með kirkjujarða-
samkomulaginu 1997 og samþykkt var á Kirkjuþingi og Alþingi sama ár. í ijórðu
grein þess samkomulags segir: " Aðilar líta á samkomulagþetta um eignaafhendingu
og skuldbindingu sem fullnaðar uppgjör þeirra vegna þeirra verðmæta sem
ríkissjóður tók við árið 1907. " Þá voru ríkinu afhentar til eignar á móti ákveðinni
skuldbindingu "kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir sem þeim fylgja, að frátöldum
prestssetrum ogþvísemþeim fylgir." (l.gr.)
I lögum um prestssetur nr. 137/1993 og í athugasemdum með því frumvarpi til
laga er ekki kveðið á um eignarhald prestssetranna. Þau lög geta því ekki breytt
eignarstöðu prestssetra miðað við lögin 1907, enda sérstaklega tekið fram í
kirkjujarðasamkomulaginu 1997, sem var gert fjórum árum síðar, að það væri
fullnaðar uppgjör vegna verðmæta sem ríkissjóður tók við 1907, að frátöldum
prestssetrum og því sem þeim fylgir.
Um prestssetrin og það sem þeim fylgdi, þ.e.a.s. ítök, hlunnindi, hjáleigur,
nýbýli og önnur réttindi þeirra hefur Þjóðkirkjan ekki enn gert neitt samkomulag við
íslenska ríkið. Hljóta þau því að vera enn eign Þjóðkirkjunnar með því sem þeim
fylgdi og taka mið af árinu 1907 eins og kirkjujarðasamkomulagið gerði, nema þær
hafi verið seldar eða afhentar í samræmi við ákvæði laga hverju sinni. Kemur þá til
uppgjörs vegna þessara seldu prestssetra eða hluta þeirra, þegar gengið verður frá
samkomulagi milli íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar vegna þeirra..
Með lögum nr. 46/1907 og 50/ 1907 tók ríkissjóður ábyrgð á þeim hluta
eignasamsteypu kirkjunnar, sem kölluðust kirkjujarðir og voru óskoruð eign einstakra
lénskirkna og bændakirkna. Af arði og afgjaldi þessara jarða höfðu prestsembættin um
aldir haft framfærslu sína að stærstu leyti. Undanskildar í þessum lögum voru m.a.
prestssetursjarðirnar. Þær voru í sameiginlegri umsjón kirkjumálaráðuneytis, biskups
og viðkomandi prófasts og sóknarprests. Þær gegndu skýrt afmörkuðu hlutverki sem
hluti af embættishlunnindum prestsins og voru sem slíkar "heimatekjur" prestsins.
Breyting á því var ekki framkvæmd nema með sérstakri löggjöf í samkomulagi við
Þjóðkirkjuna. Þegar prestssetursjarðir voru seldar var það gert með lögum og í
samkomulagi við biskup og voru rökin alltaf þau, að um flutning prestsseturs væri að
ræða vegna breyttra aðstæðna og var þá söluverðið nýtt til að kaupa aðra
prestssetursjörð eða til þess að reisa prestsseturshús á nýjum stað.
2. I 7. grein laga nr. 137/1993 er tekið fram í 4. tölulið, að einn af tekjuliðum
prestssetrasjóðs sé söluandvirði prestssetra. Ljóst er því, að löggjafmn lítur svo á, að
prestssetrasjóður eignist fýrrverandi prestssetur með sölu þeirra. Til þess að sala sé
heimil þarf hverju sinni samþykki frá Alþingi og Kirkjuþingi. Þegar ný prestssetur eru
keypt í stað eldri prestssetra, þá verða þau þar af leiðandi eign prestssetrasjóðs.
I athugasemdum með frumvarpinu að þessum lögum er vitnað orðrétt í
álitsgerð kirkjueignanefndar frá 1984 um prestssetrin, þar sem sagði:
"Prestsseturshúsin voru óumdeilanleg eign prestakallanna (embættanna) og hlutverk
þeirra var að gera starf kirkjunnar mögulegt á viðkomandi stað. Húsin voru hluti af
þeirri heild, sem embœttunum tilheyrði ogþeirri grundvallarstöðu hefur aldrei verið
breytt með lögmœtum hætti. Samhliða nytjarétti báru þeir (prestar) fulla ábyrgð á
þeim ogfjárhagsskyldur, en var líka gert að tryggja stöðu þeirra eins og annarra
53