Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 29
Þingmannamál
Þá er ljóst að þingmannamál verða lögð fyrir Kirkjuþing eins og fram kemur í
málaskrá þingsins.
IV. Stofnanir á vegum Kirkjuráðs
Skálholt og Skálhoitsskóli
Kirkjuráð samþykkti að ráðast í viðbyggingu við Skálholtsskóla með 8 herbergjum.
Framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, ásamt vígslubiskupi og rektor mynda bygginganefnd.
Undirbúningur að verklegum ffamkvæmdum stendur yfir og er lagt allt kapp á að
vanda hann sem best. Framkvæmdasýsla ríkisins mun annast um verklega
framkvæmd og verður verkið boðið út. Nú er gert ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist
á vormánuðum 2002.
Rektor Skálholtsskóla sr. Kristján Valur Ingólfsson sagði starfi sínu lausu þegar leyfi
hans frá skólanum lauk. Dr. Pétur Pétursson sem leysti Kristján af lét af starfi rektors
frá sama tíma. Kirkjuráð réð sr. Bernharð Guðmundsson sem rektor Skálholtsskóla frá
og með 1. ágúst 2001. Við rektorsskiptin var ákveðið að taka skólann út þ.e. fjármál,
verkefnastöðu o. fl. í ljós kom að í rúml. 4 millj. kr. halla stefndi og hefur verið
brugðist við því. Að öðru leyti vísast í skýrslur í fskj. um málefni Skálholtsstaðar og
Skálholtsskóla.
Löngumýri
Lengi hefur staðið til að rífa gamla skólahúsið á Löngumýri. Um árabil hefur fé verið
lagt til hliðar í væntanlega nýbyggingu í stað hins eldra. Kirkjuráð og
Löngumýrarnefnd hafa rætt um hvernig best sé að standa að nýbyggingu í stað hins
eldra. Fjármagn til framkvæmdanna er um 32 millj. kr., þ.e. annars vegar
byggingarsjóður skv. framansögðu sem er um 22 millj. kr. og hins vegar vilyrði um
framlag úr Jöfnunarsjóði sókna að fjárhæð 10 millj. kr. Lögð var veruleg vinna í
greiningu þarfa og samráð haft við bygginga -og listanefnd. Fengnir voru arkitektar til
að teikna nýja tengibyggingu. Vinna við hönnun stendur enn yfir og verður verkið
boðið út skv. reglum um opinberar framkvæmdir.
Nýjar stjórnir stofnana skv. nýjum starfsreglum og nýir forstöðumenn
Kirkjuráð hefur skipað stjórnir Leikmannaskólans, Tónskólans og Fjölskylduþjónustu
kirkjunnar, sbr. starfsreglur sem settar voru á síðasta Kirkjuþingi. Haukur
Guðlaugsson söngmálastjóri lét at störfum á árinu, eins og kunnugt er, eftir áratuga
farsælt starf. Stjórn Tónskólans ákvað að ráða Kristin Örn Kristinsson
tónlistarkennara sem forstöðumann Tónskólans og framkvæmdastjóra stjómar til eins
árs, meðan stefnumótun fer fram. Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari lét af störfum
sem forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Starfsfólk stofnunarinnar skiptist
nú á um að sinna daglegri stjórn stofnunarinnar til tveggja ára í senn.
Skýrslur stofnana og önnur gögn eru lögð fram sem fylgiskjöl með skýrslu þessari en í
í 5. gr. starfsreglna um Kirkjuráð nr. 817/2000 segir:
"Kirkjuráð skal gera grein fyrir helstu ákvörðunum sínum og starfsemi frá síðasta
Kirkjuþingi hverju sinni, sbr. starfsreglur um Kirkjuþing. Með skýrslu Kirkjuráðs
skulu fýlgja skýrslur kirkjulegra stofnana og stjórna sem heyra undir ráðið eða
Kirkjuþing óskar eftir. Einnig skal leggja fram heildaryfírlit yfir íjármál
Þjóðkirkjunnar og fjárhagsstöðu sjóða og verkefna. Skylt er að leggja fram í
þingnefndum hverjar þær upplýsingar sem óskað er eftir á þingfundi eða í nefndum,
25