Gerðir kirkjuþings - 2001, Blaðsíða 62
án samráðs við kirkjustjórn),. Framleiðsluréttur: 71.736 lítrar. Er prestssetur
samkvæmt lögum nr. 62/1990 og síðan staðfest áffam í starfsreglum Kirkjuþings.
Prestssetrasjóður leigir íbúðarhús fyrir sóknarprestinn á Selfossi.
4. Sauðlauksdalur í Patreksfirði í íeigu í umsjón I .r., sbr. einnig tilvísun í 19. tl. í 3.
kafla.
5. Staður í Súgandafirði, í umsjón d/k.r. Fyrir liggur sérstök samþykkt ríkisstjórnar frá
27.5.1982 um að jörðin verði ekki seld, "nema að fengnu samþykki
kirkjumálaráðherra og biskups ", sbr. einnig tilvísun í 22. tl. í 3. kafla.
6. Tjörn á Vatnsnesi í ábúð og í umsjón l.r., sbr. einnig tilvísun í 25. tl. í 3. kafla.
7. Staðarfell í Köldukinn í eyði og í umsjón l.r.
6. kafli. Niðurlögð prestssetur á tímabilinu 1907-1993 sem hvorki prestssetur né
prestsseturshús hefur komið í staðinn fyrir í umsjón ráðuneyta.
Þau prestssetur, sem lögð hafa verið niður frá 1907, sbr. lög um prestaköll nr.
45 1907, til 1. janúar 1994, sbr. lög um prestssetur nr. 137/1993, án þess að ný
prestssetur hafi komið í þeirra stað, eru eftirfarandi:
í Norður-Múlaprófastsdæmi: l)Hofteigur á Jökuldal í umsjón l.r. og í ábúð.
(Hofteigur I og Hofteigur II, sem var byggt út úr Hofteigi 1955 og síðan sameinað
aftur 1977), í Þingeyjarprófastsdæmi 2)Sauðanes í umsjón l.r. og í ábúð með lax- og
silungsveiði og æðarrækt og nýbýlinu Sauðanes 2, sem skipt var út úr jörðinni.
Framleiðsluréttur: 670,8 ærgildi. Sauðanes kom á móti íbúðarhúsi á Þórshöfn, sbr.
bréf biskups þar um, sem eru ekki ásættanleg jöfn skipti og því talin með hér.
í Skaftafellsprófastsdæmi: 3) Sandfell í Öræfum í umsjón l.r. og í eyði.
í Borgarfjarðarprófastsdæmi: 4) Staðarhraun í umsjón l.r. og í ábúð.
í Snæfellsnes- Dalaprófastsdæmi: 5) Breiðabólsstaður á Skógarströnd. Jörðin seld
31.1.2001 og 6) Hvammur í Dölum, í umsjón d/k.r.
í Barðastrandarprófastsdæmi: 7) Brjánslækur I í umsjón l.r. og í leigu. 8)
Brjánslækur II í umsjón l.r. og í ábúð með nýbýlinu Seftjöm í umsjón l.r. og í ábúð
byggt úr Bránslæk 1953 og hjáleigunni Moshlíð í umsjón l.r. og í eyði. 9)Flatey í
umsjón l.r. og í leigu.
í ísafjarðarprófastsdæmi: 10) Hrafnseyri í umjón f.r. 11) Núpur í umsjón m.r.
12)Hvítanes ? 13)Staður í Aðalvík í eyði og í umsjón 1. r. 14) Staður í Grunnavík í
eyði og í umsjón 1. r.
í Húnavatnsprófastsdæmi 15) Kollafjarðarnes í ábúð og í umsjón 1. r. 16) Tjörn á
Vatnsnesi í ábúð í umsjón 1. r. 17) Auðkúla í ábúð og í umsjón l.r.
í Skagafjarðarprófastsdæmi: 18) Hvammur í Laxárdal ? 19) Barð í Fljótum í
umsjón l.r. og í ábúð.
í Eyjafjarðarprófastsdæmi: 20) Miðgarðar í Grímsey í umsjón l.r. og í leigu
Varðandi Miðgarð í Grímsey, þá er settur fram sá fyrirvari að komi til
afhendingar þessa prestsseturs á móti skuldbindingu, þá verði það ekki selt vegna
hugsanlegra breytinga á prestakallaskipun, sem kalli á makaskipti eigna ríkis og
prestssetrasjóðs.
Samtals 20 prestssetur, sem eru í dag í umsjá ráðuneyta og hafa ekki verið seld
með lögmætum hætti og enginn prestssetursbústaður eða jörð komið í staðinn fyrir.
Þessi prestssetur hljóta að fá samsvarandi meðferð og kirkjujarðasamkomulagið kvað
á um, að ríkissjóður fái þessi prestssetur til eignar gegn ákveðinni
íjárhagsskuldbindingu, sbr. þó framsettan fyrirvara um jörð nr. 20.
58