Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Fréttir DV ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST í VIKUNNI DAUÐSFALL Á NÝÁRSNÓTT Skemmtanahaldi á ný- ársnótt lauk með sorg- legum hætti þegar nítján ára piltur skilaði sér ekki heim. Hann hafði síðast sést skammt frá skemmtistaðn- um Broadway um klukkan hálf sex að morgni fyrsta dags ársins en þegar fólk fór að lengja eftir piltinum unga á nýársdag var hafin leit að honum. Á annað hundrað björgunarsveitarmanna og kafarar tóku þátt í leit að piltinum sem náði frá Broadway að heimili hans í Ártúnsholti og reyndar víðar. Björgunarsveitarmenn leituðu víða og þræddu meðal annars Eiliðaár. Auk leitar á landi og í legi mátti sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar sveima yfir svæðinu við leit úr lofti. Þegar komið var fram á kvöld annars dags nýja ársins fannst lík piltsins í smábátahöfn Snarfara. '-•w_ BORGA FYRIREFNI í STUNDINA OKKAR ■ Reykjavíkurborg fékk inni í Stundinni okkar fyrir innslög til að kynna starf- semi sína og Sjónarhóls. Fyrir þetta greiðir Reykja- víkurborg 400 þúsund krónur í kostnað við gerð innslaganna. Markmið borgaryfirvalda með innslögunum er að sýna hversu gott starf sé unnið á leikskólun- um og að unnið sé á jákvæðan hátt. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri grænna, lýsti áhyggjum af því að sífellt algeng- arayrði að Ríkisútvarpið færi í sameiginlega framleiðslu með utanaðkomandi fyrirtækjum, samtökum og stofhunum. Þetta þykir henni til marks um aukna wiww*"*'" markaðsvæðingu í starfsemi stofnunarinnar eftir að Páll Magnússon tók við starfi útvarpsstjóra. Þorgrímur Gestsson, formaður Hollvinafélags RÚV, sagði þetta þó í lagi þar sem málstaðurinn væri góður. {TAKAST A JöMAUD í BERJAST UM SJÓÐINA Félagar í starfsmanna- félagi ESSO höfnuðu fýrir skemmstu tillögu um að félagið samein- aðist starfsmannafélög- um annarra fýrirtækja sem sameinuðust ESSO undir nafninu Nl. Starfsmannafélag ESSO hefur safnað miklum sjóðum á löng- um starfstíma sínum og nema eignirnar hundruðum milljóna króna. Hin starfsmannafélögin eru sum eignalítil og eru félagar í starfsmannafélagi ESSO ósátt- ir við að eignirnar renni allar inn í nýtt starfsmannafélag Nl. Það telja þeir að yrði til þess að aðrir fengju það sem þeir hefðu byggt upp en að sjálftr bæru þeir skarðan hlut frá borði. YNGSTU BROTAMÖNNUM FJÖLGAR MIKIÐ Tölur lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu fýrir síðasta ár sýna að yngstu afbrotamönnunum hefui fjölgað á sama tíma og þeim eldri virðist hafa fækk- að. Á fáeinum árum hefur hand- tökum barna undir fimmtán ára aldri fjölgað um 650 prósent. Næ fimm hundruð mál sem tengjast ungum afbrotamönnum voru kærð til lögreglu á síðasta ári. Aigengustu brot ungra afbrota- manna eru líkamsárásir, innbroi og eignaspjöll. HITTMALIÐ Halldór Örn Rúnarsson, dreifingar- og markaðs- fulltrúi, er sár út í tannlækninn sinn: Erfiðaðgerð FormaðurTann- læknafélags Islands segir rótfyllingu við endajaxl áhættusama aðgerð þar sem borinn geti brotnað. TANNLÆKNAB0R IMUNNIITV0AR TRAUSTI HAFSTEINSSON bladcimadur skrifar: trausti@dv.is Halldór Örn Rúnarsson, dreifing- ar- og markaðsfulltrúi, hefur gengið með brotinn tannlæknabor í munn- inum í tæp tvö ár. Bornálin var skil- in eftir í tönn númer 38 við endajaxl eftir rótfýllingu. Halldór uppgötvaði í sumar að eitthvað var að eftir að mikill verkur greip um sig í millilandaflugi til Sví- þjóðar. Skömmu eftir flugið leitaði hann til sænsks tannlæknis sem úr- skurðaði samstundis að rótíýlling- in væri ófullnægjandi. „Strax eftir flugið var ég alveg að drepast í tönn- inni og byrjaði allur að bólgna upp í kjaftinum. Deyfifyf virkuðu ekkert á sársaukann og því þurfti ég að leita strax til tannlæknis," segir Halldór. Rétti reikninginn Sænski læknirinn útskrifaði Halldór að lokinni skoðun og leysti hann út með sýklalyfjum. Við kom- una heim til íslands pantaði hann sér tíma hjá öðrum tannlækni, ekki þeim sem hafði framkvæmt rót- fyllinguna, og sá uppgötvaði eftir myndatöku að tannlæknabor væri lokaður inni í tönninni. Halldór skilur ekki hvernig svona lagað geti komið fýrir hjá sérfræð- ingum. „Tannlæknirinn virðist hafa brotið borinn inni í tönninni og síð- an lokaði hann bara fyrir. Ég hefði haldið að sem fagmaður tæki mað- ur eftir því að sjálfan borinn vantaði á græjuna og að hann hafi orðið eft- ir í tönn skjólstæðingsins. Nei, það gerði hann ekki heldur lokaði bara fyrir og rétti mér reikninginn," segir Halldór. Alltaf áhætta Sigurjón Benediktsson, formað- ur Tannlæknafélags Islands, þekkir fleiri tilvik þar sem bor hefur brotn- að í tönnum enda segir hann rótfyll- „Nei, það gerði hann ekki heldur lokaði bara fyrir og rétti mér reikn- inginn" ingu í rauninni áhættusama aðgerð, sér í lagi nærri endajöxlum. „Þetta kemur stundum fýrir og það er ekki gaman að lenda í þessu, sjálfur er ég hættur að rótfylla aftarlega í munn- inum. Það er bara svo erfitt að kom- ast að og nálarnar geta brotnað. Yf- irleitt kemur þetta hins vegar ekki að sök en það er alltaf áhætta að skilja nálina eftir. í þessu tilviki er það ekki nógu gott að tannlæknir- inn lét sjúklinginn ekki vita," segir Sigurjón. Aðspurður sér Halldór ekki enn fyrir endann á vandræðunum þó svo að tannlæknirinn sem skildi borinn eftir í tönninni hafi boðist til að leiðrétta mistökin. Hann ótt- ast að mistök læknisins eigi eftir að kosta sitt og segist enn í dag vera bólginn í munninum út af bornum. „Mér fannst ansi skítt að fá þau svör frá tannlækninum að svona lagað geti alltaf gerst. Nú þarf ég að berj- ast fyrir því að fá þetta lagað og von- andi kemur ekki til þess að ég þurfi að fara í meiriháttar aðgerð út af þessu," segir Halldór.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.