Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Síða 17
DV Umræða FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 17 RÚVfærmínusinnaðþessu sirmi fyrir að láta Leikskóla Reykjavikur borga sjálfa framleiðslu á kynningarefni um leikskóla i Stundinni okkar. ^ SPURNINGIN HEFURÞÚ ENGATRÚÁ FJÁRSJÓÐSLEITAR- MÖNNUNUM? „Ég hef mikla trú á þeim. Þetta er skemmtileg og áhugaverð leit að hinum heilaga kaleik. Hvað kaleikur- inn er og að hverju þeir leita er svo önnur spurning. Maður vill ekki detta í sömu gryfju og í Indiana Jones- myndinni. Annars óska ég þeim alls hins besta," segir Þórhallur Heimisson prestur. DVFYRIR 25ÁRUM MYNDIN Eldtungur Nýársbrennan í Laugardalnum tók á sig dularfullar myndir og mátti þar ýmist greina sæhest eða dreka í eldtungunum. DV-MYNDÁsgeir Hvenær fæ ég fálkaorðu? Orðuveitingar forseta Islands eru sígilt þrætuepli sem þjóðin fær að narta í í upphafi hvers árs og svo aft- ur á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Af hverju fékk þessi orðu en ekki hinn? Sumir fá heiðursmerkið fyrir óeig- ingjarnt starf í þágu annarra, jafnvel fyrir að stefna eigin lífi í hættu um leið og svo eru alltaf nokkrir sem fá fálka- orðu fyrir að hafa verið duglegir að mæta í vinnuna hjá hinu opinbera. Forseti vor tók á mótí góðum gest- um á nýársdag. Fólki úr öllum áttum á ýmsum aldri. Einn gesturinn var verseraður ráðuneytisstjóri sem fékk stórriddarakross fýrir störf í opinbera þágu. Hin fengu riddarakross. Auðvit- að er ekkert að því að fólk, bjúrókratar sem og aðrir, fái klapp á bakið fyrir að mæta vel í vinnuna og sinna henni. Endalaust má hins vegar spyrja sig hvort æðstu heiðursmerki þjóðarinn- ar séu viðeigandi í þessu sambandi. Að þessum tiltekna ráðuneytisstjóra ólöstuðum hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort ítrekaðar orðuveitingar fyrir opinber störf dragi ekki úr virðu- leika heiðursmerkisins og jafnvel glæsileika þeirra sem þiggja þær. Ef við viljum á annað borð vera að hengja orður á fólk ættu þær að vera nældar á stórt fólk sem getur bor- ið þær með reisn. Hvemig eigum við hin, sem aldrei nennum að lyfta litía putta til að hjálpa náunganum, að bera virðingu fyrir þessum heiðurs- merkjum þegar þeim er dritað á víxl á alvöru hvunndagshetjur, listamenn sem rembast við að auðga menningu okkar og svo skylduræknar skrifstofu- blækur og pólitíkusa sem eyða starfs- ævinni í að ota eigin tota á fullum Að þessum tiltekna ráðuneyt- isstjóra ólöstuðum hlýtur maður að velta þvi fyrir sér hvort ítrekaðar orðuveitingar fyrir opinber störfdragi ekki úr virðuleika heiðursmerkisins og jafnvel glæsileika þeirra sem þiggjaþær? ÞORARINN ÞORARINSSON ritstjóri skrifar launum frá ríkinu? Eru þá ekki allir íslendingar yfirleitt slíkt sómafólk að þeim beri að fá heiðursmerki fyrir það að vera til og vakna til vinnu á morgn- ana? Sjálfur kippti ég mér aldrei upp við fréttir af þessum orðuveitingum fyrr en ég vaknaði upp við vondan draum fyrir allnokkrum árum þeg- ar ein æskuhetjan mín nældi heið- ursmerki í aðra. Á meðan þeir voru í pólitík, Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson, voru þeir uppá- haldstöffararnir mínir. Flugmælsk- ir og vígreifir refsivendir auðvalds- ins sem gátu kastað af sér hinni yfirborðskenndu og fölsku kurteisi pólitíkusanna þegar íhaldið gekk of langt í ögrunum sínum. Hvernig átti ég að geta trúað á hugsjónirnar til vinstri og drauminn um bræðra- lag og jafnrétti öilum til handa þeg- ar andlegir ieiðtogar mínir höfðu gengið hefðarveldinu á vald og tek- ið þátt í orðumambói hefðarveldis- ins og jafnvel þegið fálkaorðu fyrir að standa vaktina? Er ekki ráð að veita alvöru afreks- fólki orður, þannig að við plebbarn- ir getum borið virðingu bæði fyr- ir heiðursmerkjunum og þeim sem hljóta þau? Bjúrókrötunum og upp- gjafastjórnmálamönnum er svo bara hægt að hygla með gullúri og vænum eftirlaunatékka með þökk- um fyrir vel unnin störf í eigin þágu (aðallega) og ríkisins. Sandkassinn MIKIÐ HEFUR VERIÐ RÆTT um Áramótaskaupið eins og alltaf. Flestir sem ég hef rætt við hafa verið nokk- uð eða mjög óánægðir með það en ég vil ekki taka jafn djúpt í árinni. Mér fannst það ekki alslæmt ef ég á að segja alveg eins og er. Ég var reyndar orðinn vel við skál þegar kom að því en ég hló nokkuð mikið á köflum. Það sem var hins vegar fáránlega langs- ótt var þetta Lost-þema. Hvort tveggja vita ekkert allir hvað Lost er eða um hvað þættirnir snúast og þá er Lost líka „algjör- lega 2005", eins og litla frænka mín sagði. ÞAÐSEM MÉR FANNST samt drep- fyndið í þessu Skaupi var lands- þing bloggara þar sem Jörund- ur Ragnarsson var mjög góður. Þá var líka gott þegar Jón Gnarr lék Bubba í B&L-auglýsingunni auk þess sem innskotin með Árna Johnsen voru fín. Ég hló líka mikið þegar ég sá Benedikt Erlingsson í hlutverki Gumma í Byrginu en ég hefði viljað sjá meira til hans og fá meira út úr því gríni. Þá er enginn betri en Flilmir Snær í að leika Austur- evrópubúa á skopsaman hátt. ÉG TÓK EFTIR EINU þegar ég horfði á glæsilega flugeldasýn- ingu Kýndils í Mosfellsbæ á nýársdag. Undanfarin ár hefur verið mikil fram- för í þessum skottertum svokölluðu og sú nýjung að tertur skjóti ekki bara beint upp í loftið er geggjuð. Þó þetta sé kannski ekki nýjung í ár þá tók ég sérstaklega eftir þessu núna. Að stundum var eins og skotið væri flugeldum úr vélbyssu sem er hreyfð til hægri og vinstri. Sem er bara geggjað. Það er fátt sem gleður þennan litla Jónsson meira en góð flugeldasýning. Þess vegna get ég ekki beðið eft- ir þrettándabrennunni í Mosó sem er sú flottasta á landinu. Því henni fylgir alltaf skuggalega öfl- ug flugeldasýning. Áfram Mosó og gleðilegt nýtt ár! 30 to óoo -hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.