Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Umræöa DV ts/Mtífnorföh1HaUir ^ ^ 11 wulffmorgonthalcr.com By Mikael Wulff & Anders Morgenthaler HVAÐ BAR HÆST í VHOJNNI? Hetjurá Langjökli „Hinn sorglegi dauðdagi Benazir Bhutto í Pakistan rétt fyrir áramótín vakti mann til umhugsunar um það hve lánsöm íslenska þjóðin er að vera laus við vandamál af því tagi sem Pakistan, Kenía og fjölmörg þriðja heims lönd þurfa að glíma við. Á með- an sitjum við að veisluborðum hér uppi á Islandi og eigum ástsælan forseta. Það er fagnaðaefni að hann hyggist sitja í forsæti enn um sinn. Annað umhugsunarefni hversu þolin- móðir fslendingar eiga að vera gagnvart fólki sem vísvitandi teflir sjálfu sér og börn- um sfnum í lífsháska á borð við þá glæfraför sem 11 manns lögðu í á Langjökul um ára- mótin þrátt fyrir viðvörunarspár Veðurstof- unnar. Björgunarmönnum var stefnt í lífs- hættu í 100 metrum á sekúndu einu mesta hvassviðri sem mælst hefur á fslandi." Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður Óveðurog hlaupabóla „Að fá svona mikið óveður einu sinni enn hefur eflaust sett strik í reikninginn fyrir alla um áramótin, gerði það hjá mér. Barnið mitt fékk líka hlaupabólu núna fyrir nokkrum dögum. Það er ekki skemmtíleg bóla og setti dálítið strik í reikninginn líka. Annars bar það líka hæst að leikmyndin fyrir La Traviata var að koma í hús og erum við í Óperunni mjög spennt að sjá hana. Óperan verður frumsýnd áttunda febrúar. Einnig fannst mér merkilegt að Ólafur Ragnar skuli bjóða sig fram aftur. Við sem erum ung þekkjum bara tvo forseta á ævi okkar, hann mun þá sitja í að minnsta kosti sextán ár lfkt og Vigdís Finnbogadóttir. Ég held að það sé ekki algengt. Spennandi að sjá líka hvort einhver bjóði sig fram á mótí honum." Inga María Leifsdóttir, kynningarstjóri Nýkominn frá Kaupmannahöfn „Það er auðvitað fjölskyldan sem bar hæst í þessari viku. Var um síðustu helgi í Kaupmannahöfn þar sem ég hélt upp á litlu jólin með fjölskyldu og litlu systrum sem búa þar. Við hjónin fórum líka með yngstu dætur okkar á Gosa. Það er alltaf eitthvað sérstakt við það að fara með ung böm í leikhús. Það er svo mikil innlifún í gangi hjá þeim. Svo er gamlárskvöld stærsti viðburðurinn. Það var mikið at á Landa- kotstúninu, þrátt fyrir rokið. Svo er jólaball- ið í dag. Nóg að gera. Svo reyni ég að vera alvörugefinn á milli og lesa ævisögu Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóra Banda- ríkjanna. Ég sofna jafnóðum út ffá henni. Eiga hátíðarnar ekki bara vera svoleiðis?" Helgi Hjörvar, þingmaður Brá í brún í vikunni „Mér fannst áramótagreinar forsætísráðherra mjög góðar. Eins umræðan um það hvort takmarka eigi setu forseta í embættí við ákveðinn árafjölda. Það sem bar einnig hæst þessa vikuna voru áramótin. Ég var með alla stórfjölskylduna í mat heima hjá okkur hjónum og var það afskaplega ánægjulegt að hafa nokkrar kyn- slóðir saman komnar tíl að gleðjast. Það var auðvitað skotíð upp flugeldum og þóttí mér gaman að sjá hversu margir tóku þátt í að fagna, þó veðrið hefði mátt verið betra. Árið var mjög viðburðaríkt og vona ég að nýja árið verði okkur landsmönnum gott. Svo á líka yngri sonur minn afmæli í dag, hann er 29 ára. Ég verð að segja að mér brá dálítið í brún því það þýðir að ég er að eldast líka. Ég get líka látíð mig hlakka til því ég á von á öðru barnabarni á árinu." Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.