Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 Menning DV Steinunn þýddá frönsku Þótt ljóðabók Steinunn- ar Sigurðardóttur, Ástarljóð af landi, sé nýkomin út hefur franski þýðandinn Régis Boyer þegar tekið ákvörðun um að þýða hana. Boyer er prófessor við Sorbonne og að auki einn þekktasti og afkastamestí þýð- andinn sem þýðir á frönsku úr Norðurlandamálum. Hann hefur þýtt Ibsen og Strindberg og úr íslensku hefur hann þýtt íslendingasögur og ýmis verk eftír Halldór Laxness. Ástar- ljóð af landi verða einnig þýdd á dönsku en Mette Fanö, sem hefur tekið að sér verkið, hef- ur áður þýtt fimm skáldsögur Steinunnar á dönsku. Friðþæging íkilju IAN McEWAN FRIÐÞÆGING ~ t. Maður Friðþæging eftir Ian McEw- an er komin út í kilju hjá Bjarti í tilefni þess að kvikmynd eftir bókinni var ffumsýnd í íslensk- um kvikmyndahúsum í gær. Það er heit- R astidagur sumarsins 1934 þegar 13 ára strák- ur, Briony, sér systur sína, Cecili, afklæðast og baða sigútíí garði á sveitasetri þeirra. Robb- ie Turner, æskuvinur hennar, stendur og horfir á. Áður en næstí dagur rennur upp hefur líf þeirra þriggja tekið aigjöra kollsteypu. Friðþæging er í hópi meistaraverka hins virta breska rithöfundar Ians McEwans og hefur sópað tíl sín margvísleg- um viðurkenningum. Þýðandi er Rúnar Helgi Vignisson en bókin kom upphaflega út hjá Bjarti árið 2003. og elgur Bjartur hefur gefið út í kilju bókina Maður og elgur eftír Erlend Loe. Ungur maður, sem var að missa föður sinn, dettur á hjólinu sínu úti í skógi. Og ákveður að hefja nýtt líf í skógin- um. Á gamansaman, stundum súrreal- ískan hátt, segir bókin frá ungum manni í tii- vistarkreppu sem skoðar sjálfan sig og samfélag sitt með því að hefja nýtt líf í skóginum. Gagn- rýnandi Politíken sagði bókina þá skemmtílegustu sem hann hefði lesið lengi. Þýðandi er Hjalti Rögnvaldsson. ERLEND LOE IÉ* Bubbi og Stórsveitin Nýárstónleikar Bubba Morthens og Stórsveitar Reykjavíkur fara fram í Laugardalshöll i kvöld og annað kvöld. Bubba þarf ekki að kynna fyrir neinum en Stórsveit Reykjavikur var stofnuð árið 1992 og hefur fengið afbragðs dóma gagnrýnenda fyrir leik sinn, bæði heima og erlendis, og hlaut til að mynda fslensku tónlistarverðlaunin 2005 sem besti djassflytjandi ársins. Björn Hlynur Haraldsson leikstýrir uppfærslu Leik- félags Reykjavíkur á rokk- óperunni Jesus Christ Superstar sem frumsýnd var á dögunum. Kristján Hrafn Guðmundsson hitti Björn í vikunni og fræddist um hvernig það kom til að hann setti sýninguna upp, af hverju hann vildi losna við „hippafýluna“ og hvern- ig hin frekar neikvæða gagnrýni horfir við honum. Ekki nógu djúp? Björn Hlynur segist ekki hafa búist við góðum dómum um Superstar.„Sumum krítikerum af eldri kynslóðinni finnst við í Vesturportshópnum aldrei hafa verið nógu djúp einhvern veginn. Finnst við vera grunn og hugsa bara um umbúðir. Ég veit ekki hvernig þeir fá þetta út, ég bara kann ekki að útskýra það." „Ég ákvað fyrir svona ári að gera þetta. Ég ætlaði reyndar að gera þetta á minni stað en Borgarleik- húsið er en svo kom bara í ljós að það er eiginlega ekki hægt því það er engin fjárhagsáætlun sem gúdd- erar það," segir Björn Hlynur að- spurður hvernig það kom til að hann leikstýrir þessari uppfærslu á Jesus Christ Superstar. „Við enduð- um því í Borgarleikhúsinu og það er bara frábært. Þarna er allt til alls, þarna er gott fólk og við fengum að gera það sem við vildum og með minni áhyggjur en ella." Björn Hlynur svarar „bæði og" þegar blaðamaður spyr hvort það hafl verið gamall draumur að setja upp þessa heimsþekktu rokkóperu Andrews Lloyds Webber og Tims Rice sem frumsýnd var fyrir hart- nær fjórum áratugum. „Ég hef allt- af fílað þessa tónlist. Svo langaði mig bara að gera einu sinni svona sýningu. Ég hef ekki mikið vera að taka þátt í svona sýningum og lang- aði bara að gera þetta einu sinni og taka þá bara það besta." Upphaf- lega stóð til að frumsýna síðast- liðið sumar. „En sumarið er erfitt," segir Björn Hlynur. „Sérstaklega þegar þú ert með gott sumar, sólar- sumar. Þá vill fólk bara standa við grillið og það var raunin í sumar. Ég var því feginn að við fórum ekki af stað." Vildi ekki gera gay-versjón Björn Hlynur sagði í viðtali á dögunum að hann vildi losna við hippafýluna af Superstar. „Já, mér heyrist sumir hafa orðið svolítíð móðgaðir út af því," segir hann. En hvers vegna vildir þú taka hippastemninguna úr verkinu? „Ég vildi frekar gera þetta svona eins og seventísrokk frekar en hipparokk sem er pínulítið annað, ekki bara „peace, love and happiness", held- ur aðeins dimmara og þyngra. Sag- an finnst mér heldur ekki endilega vera um útviðar buxur og friðar- merki." Skoðaðir þú mikið aðrar upp- færslur á verkinu? „Ég horfði á myndina og mér finnst hún ferlega hallærisleg. Svo horfði ég líka á aðra uppfærslu sem er tíl sem sett var upp í Bretlandi. Það var mjög furðu- legt að horfa á hana því mér leið allt- af eins og Jesús og Júdas væru gay sem þeir eiga held ég ekki að vera. Þá vissi ég að þetta var eitthvað sem ég þyrftí að forðast því ég vildi eklci gera gay-versjón af Superstar. Síðan skoðaði ég náttúrlega Jóhannesar- guðspjallið því þetta er unnið mikið upp úr því. En annars fleyta Webb- Gallimard keypti réttinn á Himnaríki og helvíti. Framhald í smíöum: Eitt af stærstu nöfnum Evrópu? Franska stórforlagið Gallimard hefur ákveðið að kaupa nýjusm bók Jóns Kalmans Stefánssonar, Himna- ríki og helvítí, sem fékk afar lofsam- lega dóma hjá gagnrýnendum fyr- ir jólin. Ritstjóri hjá forlaginu var gestur Bókmenntahátíð- ar í Reykjavík í haust og heyrði Jón Kalman lesa þar kafla úr bókinni og heillaðist gersamlega. Hann bað um að fá bókina hraðsenda um leið og hún kæmi úr prentsmiðju og var svo BÆKUR ekki lengi að ákveða að þessi höfund- ur ætti heima á glæstum útgáfulista Gallimards, að því er segir í tilkynn- ingu frá Bjartí, útgefanda Jóns hér á landi. í bréfi Gallimards til Bjarts segir meðal annars: „Jón Kalman er höf- undur sem á heima á útgáfulista okk- ar. Hann er frábær viðbót fyrir okk- ur, fyrirtæki sem getur státað af að hafa gefið út helstu risa heimsbók- menntanna. Nú er komið að Jóni Kalmani Stefánssyni. Þegar við hjá Gallimard tökum höfund um borð, þá er það til að fara í langa og skemmtí- lega siglingu. Útgáfan okkar er eins og glæst lystísnekkja. Forlagið siglir ekki í höfn fyrr en við höfum látíð alla lesandi borgara Frakklands og helst allan heiminn vita að Jón Kalman er eitt af stærstu nöfnum evrópskra nú- tímabókmennta." Við þetta má bæta að Jón er byrjaður á bók sem að hans sögn er eins konar framhald af Himnaríki og helvítí. f samtaii við DV kvaðst hann ekkert geta sagt til um hvenær von væri á þeirri bók á markað. „Þetta er svo óvíst ferðalag alltaf. Maður veit ekkert hvenær og hvernig og hvað," sagði Jón og bætti við aðspurður að nafn á verkið væri langt í frá í heim borið. „Það er í svo miklum fjarska að ég sé það ekki. Þetta er bara byrjun- arstíg."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.