Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008
Helgarblað PV
Sigurgeir Pétursson ók á hús foreldra sinna tveimur dögum fyrir brúökaup sitt. Hann hafði ferðast yfir hálf-
an hnöttinn til að giftast sinni heittelskuðu á íslandi, hinni velsku Söruh English. Sigurgeir gifti sig á hækjum
í Þingvallakirkju þar sem nánustu ættingjar voru viðstaddir, þar á meðal Linda Pétursdóttir, systir Sigur-
geirs. í veislunni sjálfri gæddu gestir sér á íslensku skyri.
Konunni leist í fyrstu
ekkert á að hafa skyr í
eftirrétt í brúðkaups-
veislunni en það gerði
stormandi lukku.
„Þetta sló alveg í gegn hjá útlend-
ingunum. Það var ekkert eftir," segir
Sigurgeir hróðugur
Á bakka Bláa lónsins
Þessa dagana taka hjónin því ró-
lega hér á Islandi. Blaðamaður náði
tali af Sigurgeiri þar sem hann sat og
horfði yfir Bláa lónið, ekki fjarri því
að þykja örlítið súrt í broti að geta
ekki farið ofan í með konu sinni og
ættingjum vegna umbúðanna.
Sigurgeir og Sarah eiga alls fimm
börn, hann á tvö en hún þrjú af fyrri
samböndum. Ekki er á dagskránni
að halda í hefðbundna brúðkaups-
ferð en stutt stopp verður gert á
ferðinni til Nýja-Sjálands í Los Ang-
eles þar sem börnin fá útrás í fjör-
legum skemmtigarði.
Fjölskyldan fer aftur heim 8. jan-
úar og á Sigurgeir pantaðan tíma
daginn áður þar sem hann vonast til
að losna við umbúðirnar.
Fjölskyldusæla Sarah og Sigurgelr
Pétursson ásamt börnum sínum fimm
viö athöfnina (Þingvallakirkju.
ert á að hafa skyr í eftirrétt í brúð-
kaupsveislunni en það gerði storm-
andi lukku," segir Sigurgeir. Skyrið
var þó í heldur fínni búningi held-
ur en aðeins með rjóma og sykri,
heldur var það bætt berjum og var
uppistaðan sem pönnukökufylling.
Saetar og saklausar Brúðarmeyj
arnar sinntu starfi s(nu af miklum
metnaði og slógu hvergi feilnótu.
Ósigrandi með hækjuna Sigurgeir
Pétursson lét vélsleðaslys og fjörutfu spor
ekki stoppa sig i að giftast elskunni sinni.
í;::
‘É Æ
f áM
ENDAÐIHNATTFERÐA
HÆKJUM í BRÚÐKAUPI
ERLA HLYNSDÓTTIR
bladamadurskrifar: erla@dv.is
Sigurgeir Pétursson athafnamað-
ur hefur búið á Nýja-Sjálandi í tvo
áratugi en kom hingað til lands fyr-
ir áramótin með unnustu sinni til
að ganga í það heilaga. Vélsleða-
slys tveimur dögum fyrir athöfnina
virtist þó ætla að setja strik í reikn-
inginn þegar Sigurgeir ók á hús for-
eldra sinna og endaði á sjúkrahúsi
þar sem sauma þurfti fjörutíu spor í
framanverðan vinstri fótlegg.
Bjargaði barninu
„Ég sá bara inn í bein," segir Sigur-
geir og rifjar upp síðasta fimmtudag
ársins. Foreldrar hans búa í Gríms-
nesinu og var Sigurður á vélsleða á
lóðinni þar í kring ásamt litlum fé-
laga sínum þegar ósköpin dundu
yfir. Þeir höfðu tekið nokkra hringi
og voru við það að nema staðar þeg-
ar annar hvor þeirra rakst í bens-
íngjöfina þannig að sleðinn klessti
beint á húsið. Sigurgeir setti vinstri
fótlegginn út til að verja drenginn
og slapp hann við meiðsl. Sjálfur var
hann ekki jafnheppinn.
fsland best í heimi
Sigurgeir hefur lengst af starfað
við sjávarútveg en undanfarið hef-
ur hann tekið að sér ýmis verkefni
fyrir sjávarútgerðir í Argentínu. Um
þrjú ár eru síðan hann kynntist eig-
inkonu sinni, hinni velsku Söruh
English sem í dag ber eftirnafnið
Pétursson. Ástir tókust með þeim á
Nýja-Sjálandi og sannfærði Sigur-
geir hana um að hvergi væri betra
að ganga í hjónaband en á Islandi.
Ættingjar Söruh eru flestir frá Bret-
landseyjum og því stutt að fara.
Hjónavígslan í limbói
Eftir slysið var um tíma tvísýnt
um hvort hjónavígslan gæti orðið á
tilsettum tíma en stóri dagurinn var
laugardagurinn 29. desember. Sig-
urgeir dvaldi á spítalanum aðfara-
nótt föstudagsins með styrka hönd
Söruh sér við hlið. Eftir saumana
fjörutíu voru settar umbúðir á fót-
legg Sigurgeirs og hann útskrifaður
á hækjum. Ljóst var að allt gat farið
fram samkvæmt áætlun.
Skyr í brúðkaupinu
Kristján Valur Ingólfsson Þing-
vallaprestur gaf skötuhjúin saman
í fallegu veðri að íslenskum hætti,
snjó og frosti. Alls voru um þrjátíu
manns viðstaddir og kunnu ensk-
ir ættingjar Söruh vel að meta jóla-
snjóinn þótt þeim væri hann alls
ekki ókunnur. Eftir athöfnina fór
fylkingin yfir í Valhöll þar sem gestir
gæddu sér á þríréttaðri veislumáltíð
sem Sigurgeir segir hafa verið lysti-
lega framreidda. f forrétt var borin
fram sjávarréttafantasía og íslenskt
íjallalamb var í aðalrétt. Lok máltíð-
arinnar komu hins vegar mörgum
á óvart. „Konunni leist í fyrstu ekk-