Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.2008, Qupperneq 39
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2008 39 GeirJón Þórisson, yfirlögregluþjónn Geri [)að strax sem ég ætla '3 „Nei, það eru mjög mörg ár síðan ég gerði það síðast. Ef ég ætia mér að gera eitthvað geri ég það bara strax. Ég þarf ekki að bíða eftir tímamótum til að byrja á einhverju nýju, geri það bara núna. Þetta snýst um að stilla sig af í hausnum. Þannig að ég strengi engin áramóta- heit" Búi Bendtsen, útvarpsmaður Halda sínu striki „Það var eitthvað lítið um þau þessi áramótin. Bara að halda áfram á beinu brautinni. Halda mínu striki og taka því sem kemur. Þetta var viðburðaríktárog ég lét ioig' það duga. Annars hef ég aldrei verið mikið í því að strengja áramótaheit þó að það sé góð og gild hefð." Xd Atli Bollason, ritstjóri og hljómborðsleikari Áramótaheitin óþörf „Nei, ég gerði það reyndar ekki. Ég held að ef fólk er svona sæmilega agað og sátt við sjálft sig þurfi það ekki á svona heitum að halda. En á hinn bóginn ef þetta hjálpar fólki að losna við ósiði set ég þumlana upp, en annars eru áramótaheit ekki fyrir mig," segir Atli Bollason, sem skemmti sér konunglega í góðra vina hópi í Austurbæ Reykjavíkur um áramótin. Auðunn Blöndal, skemmtikraftur Ætlar að losna við óþverrann „Njahh, ég ætla reyndar að reyna að losa mig við einn ávanabindandi óþverra á þessu ári. Það er kominn tími á það held ég. Ég vil helst ekki segja hver sá óþverri er en fólk getur giskað í eyðurnar." m CurverThoroddsen, listamaður Áramótaheitin svekkja mann bara „Nei, ekki að þessu sinni. Ég hætti því fyrir svona tveimur til þremurárum og hef í rauninni ekkert pælt í þessu síðan. Maður átti það til að brjóta þessi áramótaheit strax á fyrstu dögunum. í staðinn fyrir að vera að svekkja sig á því að hafa brotið þau ákvað ég bara að reyna að setja mér markmið jafnt og þétt yfir áriö." ( Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Strengi heit daglega „Nei, ég er löngu vaxin upp úr því. Mín reynsla er sú að þau falla yfirleitt á fyrstu vikunni. Einhvern tímann stengdi ég til dæmis það áramótaheit að hætta að drekka kaffi, það gekk reyndar ágætlega í byrjun eftir að ég áttaði mig á því hversu mikið eitur kaffið er. Þegarég hafði ekki drukkið það í þrjá daga fékk ég hvilikan höfuðverk að ég hélt ég væri að fá heilablóðfall. Annars má segja að ég strengi daglegt áramótaheit sem felst í því að gera betur á morgun en ég gerði í dag." Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Markmið sem ég geymi með sjálfri mér „Ég strengdi ekkert beinlínis áramótaheit en setti mér markmið sem ég geymi bara með sjálfri mér. Ég hef ekki vanið mig á að reyna að gerbreyta einhverju lífsformi, enda er ég mjög ánægð með lifið eins og það er. Þetta er meira svona það sem mig hefur alltaf langað til að gera, en hef ekki verið dugleg við. Það kemur bara í Ijós hvort mér tekst að gera þetta," segir Margrét og hlær. I l(i Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Reyklaus eftir kosningaheit „Ég hef ekki lagt í vana minn að strengja áramótaheit og gerði það því ekki heldur að þessu sinni. Mér hefur aldrei fundist áramót vera nein sérstökástæða til að stíga á stokk og strengja heit. Gallinn við að strengja heit er að það er ekki alltaf sem maður nær að standa við þau. Þá er best að hafa ekki verið með neinaryfirlýsingar. Fyrir löngu strengdi ég hins vegar kosningaheit. Þá vartalið nokkuð öruggt að ég kæmist ekki á þing og ég hét því að hætta að reykja ef af því yrði. Ég taldi því litlar líkur á að ég þyrfti að standa við heitið en úrslitin voru nú þannig að ég komst á þing og er reyklaus enn þann daginn i dag." Regína Ósk Óskarsdóttir, söngkona Ætlarað beitasér ígóðgerðarmálum „Já, reyndar. Mitt heit er að þessu sinni tvfþætt. Ég ætla að hlúa að fjölskyldunni og reyna að beita mér aðeins í góðgerðarmálum. Það tilheyrir þessum tímamótum að líta fram á við og velta þvi fyrir sér hvernig ár maður vill eiga í vændum. Það er nauðsynlegt að hugsa vel og vandlega um það sem maður vill gera öðruvísi og það á við um allt sem maður gerir - á hvaða tímapunkti sem er. Þá er maður betur undirbúinn fyrir breytingar. Það þýðir ekkert að ana út i hlutina því þá verður maður oft fyrir vonbrigðum með sjálfan sig." Árni Pétur Guðjónsson, leikari Ætla að vinna bæði Edduna og Grímuna „Ég strengdi fullt af áramóta- heitum. Ég ætla að sjálfsögðu að verða betri maður og betri leikari. Einnig stefni ég að því að vinna bæði Edduna og Grímuna. Ég ætla að fá æðislega flottan og stæltan líkama og svo ætla ég að hætta að reykja. Síðasta ár var besta ár ævi minnar og ég stefni einfaldlega að því að þetta verði betra. Ég er að fara að ferðast heilan helling með Vesturporti og er einfaldlega ofboðslega spenntur og jákvæður fyrir árinu. Ég segi þó ekki að þetta takist allt hjá mérenda ligg ég ennþá uppi ( rúmi og er með sigarettu í kjaftinum og varla byrjaður að taka til eftir áramótin sem voru yndisleg." J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.