Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
SWDKORX
■ Líkur eru á að ekkert verði
af því að Friðrik Sophusson,
forstjóri Landsvirkjunar, láti
af starfi til að flytja tii konu
sinnar í Afríku. Sigríður
Dúna Krist-
munds-
dóttir,
eiginkona
hans, er
sem kunn-
ugt er
sendiherra
í Suður-
Afríku og
sagði Friðrik fyrir nokkru að
hann kynni að láta af starfi til
að flytja til hennar. Nú kann
hins vegar að fara svo að ekk-
ert verði af því, því heyrst
hefur að Sigríður Dúna sé á
faraldsfæti og þegar búið að
velja arftaka hennar í Suður-
Afríku, ekki er þó ljóst hver
það er.
■ Davíð Oddsson seðla-
bankastjóri er bæði frægur
fyrir skemmtileg tilsvör og
líka þekktur fyrir að víkja sér
undan þegar hann vill ekki
svara. Fundarmenn í Seðla-
bankanum kynntust þessu í
gær þegar einn fréttamann-
anna spurði
Davíð
hvernig
hann mæti
stöðu Vil-
hjálms Þ.
Vilhjálms-
sonar eftir
vandræði
síðustu
daga. Sagan hermir að Vil-
hjálmur hafi leitað ráða hjá
Davíð og spurning hvort það
hafi haft áhrif á svarið sem
fréttamaðurinn fékk: „Hvern-
ig metur þú stöðu Hudders-
fields?" Þar með var málið
nokkurn veginn úr sögunni.
■ Guðni Ágústsson virðist
heldur betur vera að setja
mark sitt á Framsóknarflokk-
inn eftir að hann tók við for-
mennsku. Hér áður fyrr var
flokkurinn helsti varðmað-
ur kvóta-
kerfisins
en nú flytja
þingmenn
stjórnar-
skrárfrum-
varp um
auðlindir
sjávar sem
þjóðareign,
nokkuð sem hefur verið eitur
í beinum kvótasinna. Ekki
nóg með það heldur segir
hann núna að frekari stór-
iðjuáform séu óráð. Einhver
hefði einhvern tíma haldið
að framsóknarmaður þyrfti
að vera með óráði til að segja
þetta. Enda stóriðja helsta
baráttumál flokksins um
langt árabil.
■ FL Group tapaði meiri pen-
ingum á síðasta ári en það
græddi næstu tvö ár á undan.
Tapið núna nam 67 milljörð-
um króna en hagnaðurinn
næstu tvö ár á undan nam 60
milljörð-
um króna.
Tapið hjá
FL Group
hefði orðið
enn meira
á þessu ári
ef félag-
ið hefði
ekki feng-
ið endur-
greidda skatta vegna afkomu
félagsins. Það er breyting
frá fyrri árum þegar félagið
græddi 60 milljarða og borg-
aði nær enga skatta, um 100
milljónir á sfðasta ári eins
og lesa mátti í DV fyrir ári.
Öldugangurinn var því mik-
ill þann tíma sem Hannes
Smárason var forstjóri.
^ gfékkeittsinnþaðverkefniaðyrkja
níð um einn mesta hrokagikk þjóð-
arinnar og þegar kom að því að gera
launakröfur fyrir viðvikið sagðist
ég ekki geta hugsað mér að fá eina
einustu krónu. Ég hafði nefnilega notið þess
níða skóinn af mannkertinu og ég vildi auk
þess axla ábyrgð. Ég vildi njóta verka minna
og helst hefði ég viljað fá kæru - svona til að
staðfesta mátt orðanna.
Auðvitað er það ljótur leikur að ráðast að
vanvita stjórnmálamönnum með oddi og egg
orðræðunnar. En stundum verður bara ekki
hjá því komist. Það er einhvern veginn eins
og þessi villuráfandi, óábyrga vitleysingja-
hjörð haf! þá hugsun eina að komast hjá því
að vinna verkin sem loforð fengu fyrir kosn-
ingar.
Nú er það svo, í okkar ágætu borg, að blá-
bjánamir em vemdaðir af reglum um sveit-
arstjórnir. Og í ljós hefur komið að í þeim
reglum er réttur hins almenna borgara að
engu hafður. Við verðum bara að þola það að
hvert lygavefurinn á fætur öðmm sé spunn-
inn um þá vitgrönnu menn sem með málin
fara. Við verðum að sætta okkur við það að
borgarstjóri kann einungis eina klisju sem
hann notar sem svar við öllum hugsanlegum
spurningum. Og við verðum að sætta okk-
ur við það að í nánustu framtíð verður du-
stað rykið af enn einu gáfnaljósinu, því verð-
ur stillt upp á blaðamannafundi og ætlað að
axla þá ábyrgð að vera laust við ábyrgðartil-
finningu.
Bráðum kemur Villi litli út úr skápnum og
þá fær hann fyrirgefningu synda um leið og
menn munu keppast við að reka honum rýt-
inga í bak. Þeir munu láta sig hverfa - bak-
dyramegin til að auðsýna leiðtoganum lítils-
virðingu. Þessi mesti reynsluboltí í íslenskri
sveitastjórnarpólitík er svoyfirgeflnn að hann
er ekki einu sinni með sjálfum sér. Hann er
hokinn af reynslu en skortir skilning.
Kæru borgarbúar. Það er akkúrat svona
sem málin fara úrskeiðis ef við öxlum ekki
ábyrgð, ef við sýnum sjálfum okkur þá litils-
virðingu að kjósa flokksbókstaf - vitandi það
að roðhænsni og moðhausar búa að baki fal-
legri ímynd flokksins.
íflokki sem er bara blár
og boðar orðagjálfur
er Villi litli vœnn ogklár
en veit það ekki sjálfur.
Matarkarfan verður dyrari
Matvælaverð á (slandi hefur þokast
upp á við að undanförnu. Ekki er
útlit fyrir að það lækki á næstunni.
Einar K. Guðfinnsson segir að
ekki verði gerðar neinar kollsteyp-
ur af hálfu stjórnvalda þrátt fyrir
að verð á matvælum hafi hækkað
mikið. Jóhannes Gunnarsson hjá
Neytendasamtökunum kallar eftir _
lækkun tolla og því að innflutning-
ur á matvælum verði gefinn frjáls.
íslensk stjórnvöld horfa til nýrrar
löggjafar frá Evrópusambandinu
sem lögfest verður á þessu ári um
lækkun matvælaverðs.
MATVÆLAVERÐ
á matvælum gefinn frjáls, svo lengi
sem varan uppfylli heilbrigðiskröf-
ur. „Þetta er aðgerð sem stjórnvöld
geta gert þegar þau vilja. Að mati
Neytendasamtakanna er mjög mik-
ilvægt að tollar verði lækkaðir og
innflutningur gefinn frjáls."
Þrátt fyrir kröfur Jó-
hannesar og Neytenda-
samtakanna virðast
stjórnvöld ætla að fara
sér hægt í breytingum.
Þannig er ekki fyrirsjá-
anlegt að stjórnvöld muni
afnema tollkvóta sem Jó-
hannes segir að séu sam-
keppnishamlandi
og hækki verð.
Útboð á toll-
kvótum fer
þannig fram
að ákveð-
ið magn af
vöru er flutt
inn á lægri
tollum en
gengur og
gerist. „Við
höfum
farið vel
í gegnum
þessa um-
ræðu og
niðurstaðan varð sú að halda áfram
útboði á tollkvótum."
Hæstu tollar í heimi
Tollar á matvælum á fslandi
eru með því hæsta sem gerist í
heiminum. Þannig erum við
á sama stalli og Norðmenn,
Svisslendingar, Japanir og
Suður-Kóreubúar. Jóhannes
segir að þrátt fyrir að tollar
séu með því hæsta sem ger-
ist hafi verð hækkað óeðli-
lega mikið miðað við geng-
ishækkanir.
Hækkanirn-
ar hafa ver-
ið allt að 80
prósent hér
á landi en í
Noregi hafa
þær mest
verið um
33 pró-
Engar kollsteypur Elnar segist
ekki búast við því að kollsteypur
verði gerðar í tollamálum
matvæla á næstunni.
sent. Neytendasamtökin hafa ósk-
að eftir því við Samkeppniseftirlitið
að gerð verði úttekt vegna hækkan-
anna sem að þeirra mati, hafi verið
óeðlilega miklar.
Bíða átekta
Islensk stjórnvöld horfa til nýrr-
ar löggjafar frá Evrópusambandinu
sem búist er við að verði lögfest á
þessu ári. „Við vonumst til þess að
þessi löggjöf verði til þess að verð
lækki. Með þeirri löggjöf er gert ráð
fyrir að hægt verði að flytja inn mat-
vörur frá viðurkenndum löndum og
innflutningur þannig gerður frjáls,"
segir Einar.
Jóhannes segir að einn af grund-
völlunum fyrir lægra matvælaverði
sé lægri tollar og afnám tollkvóta.
Sem fyrr segir verða ekki gerð-
ar verulegar breytingar á því fyrir-
komulagi í nánustu framtíð en Ein-
ar segist hafa fulla trú á þeirri aðferð
sem nú er beitt. „Ég breytti því fyr-
irkomulagi sem hafði verið við lýði.
Það stuðlaði að því að lækka veru-
lega tollana af þessum vörum sem
fluttar eru inn á grundvelli tollkvóta.
Á grundvelli núverandi aðferðar tel
ég að það sé hægt að lækka tollana
enn frekar þar sem það hefur tek-
ist."
EINAR ÞÓR SiGURÐSSON
blaðamadur skrifar: ein
„Það verða engar kollsteypur gerðar
í þeim efnum af okkar hálfu," segir
Einar K. Guðfinnsson landbúnað-
aðarráðherra aðspurður hvort til
greina komi að lækka tolla á inn-
flutt matvæli.
Miklar verðhækkanir eiga sér
stað um þessar mundir og eru fs-
lendingar ekki þeir einu sem finna
fyrir því. Verðhækkanirnar koma
til af þremur ástæðum. f fyrsta lagi
hefur kaupmáttur í tveimur fjöl-
mennustu ríkjum heims, Kína og
Indlandi, aukist mikið. í öðru lagi
hefur árað illa á ýmsum landbún-
aðarsvæðum og ýmist verið þurrkar
eða flóð. í þriðja lagi hefur korn sem
er undirstaðan í mörgum fæðuteg-
undum verið í vaxandi mæli not-
að til að framleiða lífrænt eldsneyti
sem eykur eftirspurn og hækkar þar
með verð.
Frjáls innflutningur
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir að það
sé mjög mikilvægt að tollar verði
lækkaðir verulega og innflutningur
Að axla ábyrgð
SKALDIÐ SKRIFAR
KRISTJAN HREINSSON SKALD SKRIFAR.
„Hann er hokinn af féynslu en skortir skilning."