Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Síða 13
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 13 hafl því leitt til þess að fleiri fóstur- gallar greinist á kostnað færri fóst- urláta. Til stuðnings nefnir hann að árið 1995 hafi einn litningargalli greinst á hver tvö fósturlát. Árið 2005 hafi aftur á móti þrettán fóst- urgallar greinst á hvert eitt fóstur- lát. Hann segir auk þess hafa leg- ið fyrir að verðandi foreldrum yrði boðið upp á aukið val, en margir fósturgallar geti valdið verulegum líkamlegum vandræðum. Sigurður segir að þegar öllu sé á botninn hvolft byggist það á for- eldrunum sjálfum hvaða ákvörð- un sé tekin þegar fósturgalli greinist. Þar skipti mestu máli að þeir séu ekki beittir þrýstingi um að halda fóstrinu eða láta eyða því. „Mikilvægt er að foreldrar fái sem mestar upplýsingar. Nú er reynt að veita foreldrum upplýs- ingar eftir því sem kostur er. Par- ið fær að ræða við heilbrigðis- starfsmenn eða erfðaráðgjafa og svo er stundum reynt að leita eft- ir persónulegri reynslu. Stundum gerir fólk það að eigin frumkvæði en annars er það oft að búið er að ákveða framhaldið fyrirfram," seg- ir Sigurður. Unnur Helga Óttarsdóttir, for- maður Félags áhugafólks um Downs, segir ýmislegt mega bæta þegar kemur að upplýsingagjöf til verðandi foreldra og kallar eftir því að foreldrar geti fengið leiðsögn sem snúi meira að uppeldislegri hlið málsins en þeirri læknis- fræðilegu. Sigurður segir að ef- laust mætti bæta upplýsingagjöf- ina og að sjálfsagt væri að skoða hvort hægt væri að koma því við. „Þetta mál er erfitt siðfræðilega, en fólk á spítölum er mjög opið fýrir öllu hvað það varðar. Þarna er um að ræða einstaklinga sem eiga á hættu að ganga í gegnum mikla líkamlega erfiðleika á lífs- leiðinni," segir Sigurður. roberthb@ i „ÞAR VERÐUR AÐ HORFATILÞESS HVORT SKIMUNIN SKILIMEIRIÁVINNINGI EÐAÁHÆTTU FYRIR SAMFÉLAGIÐ. HVERJU ER FÓLK BÆTTARA EF ÞAÐ ÁKVEÐUR AÐ EYÐA FÓSTRIÞEGAR KEMUR UPP GALLI?" Fósturskimun Hulda Hjartardóttir yfirlæknir segir að ef allar konur gengjust undir fósturskimun myndi hún lelða í Ijós um 90 prósent fósturgalla á meðgöngu. inna galla eða vegna félagslegra aðstæðna. Fleiri gallar greinast, færri fósturlát Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að til grundvallar því að fósturskimun var tekin upp á íslandi árið 1999 hafi legið að hún takmarki verulega þann fjölda kvenna sem leiti í fósturgreiningu, sem sé áhættusöm aðgerð vegna hættu á fósturláti. Fósturskimun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.