Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 HelgarblaB DV Gjaldþrotum fjölgar mikið. Bæði fyrirtæki og einstaklingar virðast eiga erfiðar uppdráttar en áður. Tregða bankanna til að lána fólki fé er farin að birtast þeim sem vinna með illa stöddu fólki. „Þegar bankarnir vilja ekki lána meira fé eiga skuldugir einstæðingar oft erfitt um vik,“ segir Ásta S. helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. ÞRJU GJALDÞROT A DAG BALDUR GUÐMUNDSSON bladamadur skrifar: Hátt í helmingi fleiri einstakling- ar urðu gjaldþrota á síðasta ári en árið á undan. Gjaldþrotum einstakl- inga fjölgaði um 38 prósent milli ár- anna 2006 og 2007. í fyrra urðu 149 einstaklingar gjaldþrota samanborið við 108 árið áður. 26 urðu gjaldþrota í desember á síðasta ári en það er mesti fjöldi gjaldþrota einstaklinga á einum mánuði. Mun fleiri fyrirtæki urðu gjald- þrota í fyrra en árið á undan, alls hlutu 660 fyrirtæki þau örlög á síð- asta ári. Það er 21 prósent fjölgun frá árinu 2006. Þegar heildarfjölda gjaldþrota er skipt niður á fjölda virka daga á einu ári kemur í ljós að þrjú gjaldþrot verða á hverjum ein- asta virka degi ársins. Einstæðingar í fjárhagsvanda Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna, segist finna fyrir því að bankarnir eru farnir að halda að sér höndum. „Þeir sem koma til okkar eru oft komnir í þrot vegna skatta- og meðlagsskulda. Þegar bankarnir vilja ekki lána meira fé eiga skuldugir ein- stæðingar oft erfitt um vik," segir hún en bætir við að hún hafi ekki fund- ið fyrir mikilli fjölgun þeirra sem til Raðgjafastofunnar leita undanfarið. „Algengast er að einstæðar mæður leiti til okkar. Þær eru stærsti hóp- urinn, þó við höfum reyndar fundið fyrir því að einhleypir karlar eru farn- ir að leita til okkar í auknum mæli." Langt ferli f DV í vikunni kom fram að toll- stjórinn í Reykjavík hótaði 700 fyrir- tækjum því að starfsemi þeirra verði innsigluð, geri þau ekki upp skuldir sínar. Öll þessi fyrirtæki skulda meira en hálfa milljón í opinber gjöld. Páll Björnsson sýslumaður á Höfn í Hornafirði segir vandamál einstakl- inga og minni fyrirtækja oft snú- ast um fjármálaóreiðu. „Fólk skil- eru árangurslaus. Þá kemur til gjald- þrotaskipta sem er heldur ekki alltaf endastöð hjá einstaklingum," segir hann. „Þetta ferli getur tekið langan tíma en Páll segist ekki finna fyrir því í sínu umdæmi að gjaldþrotum hafi fjölgað undanfarið. Margir kunna ekkert Ásta segir miður hve margir virð- ast illa að sér í fjármálum. „Fjöl- VERKTAKAR Eruð þið að taka að ykkur verk fjarri heimastöð og þurfið byggingar til viðhalds tækja og geymslu efnis, meðan á verki stendur. SPRUNG fj ölnotahygging er lausnin. Verðdæmi: Bygging sem er 2200 m3 með 6,0 metra lofthæð og stórum innkeyrsludyrum kostar um 7,3 milljónir án VSK komin á byggingarstað. Innifalið er fullkomið loftræstikerfi Byggingartími frá upphafi til notkunnar er um fjörutíu vinnustundir. Jafnfjótlegt er að taka bygginguna niður, en einnig er hægt að færa hana í heilu lagi innan vinnusvæðis. Byggingarnar eru viðhaldsfríar. Möguleikar eru á endurkaupum að loknu verki. Allar frekari upplýsingar fást hjá okkur jS3yEJESJgLAJUnE^_eljj^_J>miðjuveg 4A, sími 564-3220 f- Ráðagjafarstofa um fjármál heimilanna Einhleypir karlar leita til stofunnar í auknum mæli. ar oft og tíðum ekki mánaðarlegum gjöldum sem þarf að skila. Þá koma áætlanir sem oft eru mun hærri en hin raunverulega skuld. Skuldirn- ar geta svo verið fljótar að hlaðast upp en þrátt fyrir það líða stundum mörg ár þangað til fyrirtæki leggja upp laupana. Sýslumenn og toll- stjórinn í Reykjavík sitja upp með að reka þessi mál og það kostar pening. Framkvæmd eru Qárnám sem oft margir sem til okkar koma bera fyr- ir sig vankunnáttu í fjármálum. Þetta er eitt af stærstu verkefnum lífsins og vankunnátta af þessu tagi getur haft mikil áhrif á líf fólks. Margir sem reka litil fyrirtæki kunna lítið sem ekki neitt í fjármálum og sitja því stundum uppi með mjög háar van- skilaskuldir," segir hún og bætir við að fólk leiti sér oft hjálpar of seint. „Það er best að koma til okkar áður en fjármálin eru komin í óefni. Þeir sem sjá ffarn á minni tekjur eða auk- in útgjöld sem þeir mega ekki við, er velkomið að leita sér hjálpar hjá okk- ur. Það er auðveldara að vinna sig út úr erfiðleikum þegar þeir eru á byrj- unarstigi fr ekar en þegar allt er kom- ið í óefni. Það getur verið mjög erfitt að horfast í augu við fjármálin þeg- ar fasteignir eru komnar á nauðung- arsölu og slíkt. Það er dýrt að skulda og upphæðirnar geta verið fljótar að hækka þegar erfiðlega gengur að greiða af þeim skuldum sem fyrir eru," segir hún. Skuldir í mörgum bönkum Ásta segist vita til þess að fólk skuldi í mörgum bönkum. „Sumir ganga á milli banka og fá yfirdrátta- lán, sérstaklega þegar gott er í ári fjár- „Margirsem reka lít- il fyrirtæki kunna lítið sem ekki neitt í fjármál- um og sitja því stund- um uppi með mjög háar vanskilaskuldir." hagslega. Þá er tilhneigingin sú að fólk skuldsetur sig í botn en getur svo ekki staðið í skilum þegar harðnar í ári. „Þetta reddast" er allt of algengt viðhorf" segirÁsta. Aðspurð hvaða skuldir fari verst með fólk segir hún, „Skattaskuld- ir geta verið mjög erfiðar viðfangs. Sumir skulda mjög mikla skatta en það er auðvitað lögbrot. Atvinnurek- endum ber að taka allt að 75 prósent af launum fólks sem skuldar skatta og því getur leiðin inn á atvinnumarkað- inn verið skuldsettu fólki erfið," segir Ásta. Henni finnst umhugsunarvert hve ríkið er strangur kröfuhafi. „Ríkið er erfiðasti kröfuhafinn og mér finnst að yfirvöld ættu að skoða leiðir til að koma til móts við fólk í fjárhagsvanda. Sér í lagi ef gildar og eðlilegar ástæður eru fyrir vanskilunum. Ásta S Helgadóttir forstöðumaður Ráðagjafarstofu um fjármál heimilanna Seqir fólk leita sér aðstoðar of seint. m \7; RAÐGJAFARSTOFA HEIMILANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.