Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 Helgarblað PV Blaöamaður DV var á þvælingi í Japan og hitti sendi- herra íslands þar í landi, Þórð Ægi Óskarsson, á tón- leikum íslensku hljómsveitarinnar múm. Eftir inni- haldsríkt samtal við sendiherrann um þýðingu íslenskrar tónlistar erlendis var ákveðið að blaðamað- ur mundi heimsækja Þórð Ægi í sendiráðið og taka við hann viðtal. í sendiráðinu var vel tekið á móti blaðamanni sem fékk í leiðinni skoðunarferð um dýrasta sendiráð íslandssögunnar. Það er óhætt að segja að líf sendi- herra sé fjölbreytt. Þegar viðkom- andi ræður sig í embættið gengur sá hinn sami undir ákveðna flutn- ingsskyldu og getur því alltaf átt von á bréfi sem fyrirskipar flutning til annars lands. Þannig var það í tilviki Þórðar Ægis Óskarssonar og fjölskyldu hans. „Ég var áður í Vín í fimm ár ásamt fjölskyldu minni," en Þórður Ægir er giftur Sigurborgu Oddsdóttur og eiga þau tvær dætur. Kveið hinu óþekkta Aðspurður segir Þórður Ægir það ekki hafa reynst fjölskyldunni sér- staklega erfitt að rífa sig upp frá Vín þó að vissulega hafi kvíði gripið um sig í byrjun. „Ég er embættismaður og hlýði minni köllun. Það er það sem allir embættismenn gera, við fylgjum bara þvt sem ráðuneytið segir til um. En ég get alveg viður- kennt það að við vorum öll svolítið kvíðin fyrir hinu óþekkta. Við viss- um afskaplega lítið um Japan áður en við fórum en sem betur fer rját- laðist kvíðinn af flestum fljótt." Verndarvængur alþjóðlegra skóla Þórður segir það mjög algengt að börn sendiherra og annarra emb- ættismanna í útlöndum sæki al- þjóðlega skóla. „Bæði í Vín og nú hér í Tókýó hafa stelpurnar geng- ið í enskumælandi skóla. í þessum skólum myndast alltaf mjög sérstök tengsl milli barna því þau eru öll í mjög svipuðum aðstæðum þrátt fýrir ólíkan bakgrunn. Af þessum sökum blandast börnin umhverfinu ekki mikið. Það er auðvitað ákveð- inn galli en því fylgir líka kostur því að efvið foreldrarnir missum krakk- ana frá okkur getur það verið ávís- un á feikileg vandamál. Það er því mjög gott fyrir okkur foreldrana að hafa þetta svona. Við þekkjum ekki umhverfið, vitum ekki hvar þau eru og því geta krakkarnir hæglega lent í aðstæðum sem við höfum hrein- lega enga stjórn á." Oft mjög erfitt Þó svo að kvíðinn sem greip um sig hjá Þórði Ægi og fjölskyldu hans við flutningstilkynninguna hafi fljótt rjátlast af þeim er ekki þar með sagt að einfaldleikinn hafi blas- að við þegar á hólminn var kom- ið. „Þetta er ekkert einfalt. Það er mjög sérstök tilfinning að koma úr algjörlega ólíkum menningarheimi og finnst manni stundum að maður sé að brjótast inn. Það er mjög erf- itt að vera í samfélagi og tala ekki tungumálið. Þetta hefur verið tals- vert átak og oft mjög erfitt." Flóknar samskiptareglur Að sögn Þórðar er Japan mjög hefðbundið samfélag sem byggir á flóknum samskiptareglum. Það get- ur því oft reynst erfitt fyrir útlend- inga að aðlagast samfélaginu. „Jap- anir gera sér þó auðvitað grein fyrir SENDIHERRA ÍSLANDS ÍJAPAN Sendiherra íslands í Japan ÞórðurÆgir Óskarsson lætur vel afdvöl slnni (Japan sem hann segir mikið ævintýri þó stundum reyni á. „Eini dónaskapurinn sem þú verður var við hjá Japönum er á lestarstöðvunum. Efþeirrekast utan í þig þar biðja þeir ekki afsökunar en efþeir rekast á þig úti á götu fara þeir á hnén." því að útlendingar hafa sína siði og venjur en auðvitað verður að sýna ákveðna tillitssemi. Maður verð- ur að fara svolítið varlega þó þeir móðgist nú kannski ekki alvarlega ef reglur þeirra eru ekld virtar en þó eru þeir fljótir í vörn. Það eru hins vegar margir Japanir sem halda því fram að útlendingar geti ekld að- lagast og oft eru þeir ósveigjanlegir í samskiptum við útlendinga, fýrir utan þá staðreynd auðvitað að þeir tala ekld mikla ensku." Nafnspjaldið er andlitið Þegar Þórður Ægir er beðinn um að nefna nokkur dæmi um hvað beri helst að hafa í huga í samskipt- um við Japani segir hann: „Það eru auðvitað alls konar mítur um það hvernig á að hegða sér í Japan og menn virðast ekki þreytast á því að skrifa bækur um það. En það er þó ágætt að hafa eitt og annað í huga eins og það að Japanir leggja mikla áherslu á nafnspjöld. Nafnspjaidið er andlitið þitt og það eru ákveðnar reglur í kringum þessa nafnspjalda- menningu. Nafnspjald er alltaf af- hent með báðum höndum og það verður líka að taka við því með báð- um höndum. Það er líka mjög mik- ilvægt að lesa það mjög vel og það má alls ekki setja það strax í vasann og hvað þá að skrifa á það! Það þyk- ir sýna mikla vanvirðingu og ef um viðskiptasamband er að ræða er hætt við að slíkt bindi enda á það samband," segirÞórðurÆgir. Ótrúlega tillitssamir „Japanir eru lítið fyrir líkamlega snertingu," útskýrir Þórður Ægir. „Ef þeir rétta þér ekki höndina skaltu ekld sækja hana og hneigja þig frekar." Þórður segist hafa ver- ið mjög fljótur að aðlagast þessum sið og segir frá því að þegar þegar hann kemur til Islands hneigi hann sig beigi að hætti Japananna. Það er áberandi þegar gengið er um götur Tokýó hversu marg- ir eru með grímur - svona eins og Michael nokkur Jackson er gjarnan með. „Já, það er nú eitt dæmið um það hversu tillitssamir Japanir eru. Fólk sem hingað kemur heldur oft að þetta sé vegna mengunarinnar en þetta er bara tiiiitssemi. Þetta er nefnilega fólk sem er með kvef og vill ekki smita aðra. Þeir kjósa að hafa vessana inni og því telst það til kurteisi að sjúga upp í nefið fremur enn að snýta sér." Dónar á lestarstöðvum Vesturlandabúar verða margir mjög hissa þegar þeir koma til Jap- ans enda um mjög svo ólíka menn- ingu og siði að ræða en við erum vön. Kurteisi innfæddra er þar mjög ofarlega á lista enda leitun að kurteisari þjóð. „Eini dónaskapur- inn sem þú verður var við hjá Jap- önum er á lestarstöðvunum. Ef þeir rekast utan í þig þar biðja þeir ekki afsökunar en ef þeir rekast á þig úti á götu fara þeir á hnén. Borgin er stór og því er mun fljódegra að nota lestir en bíla. Á álagstímum er því gríðarlegur fjöldi og mikið öng- þveiti á lestarstöðvunum." Öruggur í stórborginni Tókýó er ein af stærstu borgum í heimi með íbúatölu yfir átta millj- ónir manna. En ef allt Tókýó-svæð- ið er talið með, úthverfin Chiba, Kanagawa og Saitama líka, fer sú tala upp í yfir þrjátíu og fimm millj- ónir manna og er það því stærsta stórborgarsvæði í öllum heimin- um. „En þrátt fyrir fólksfjöldann er maður ótrúlega öruggur í þessari borg. Þú getur farið næstum hvert sem er hvenær sem er sólarhrings- ins án þess að vera hræddur við að vera rændur." Skuggalega há sjálfsmorðstíðni „Það er afar lítil glæpatíðni hér í borg. Það er reyndar mjög fræg mafía hér og það eru dæmi um að þeir takist á og drepi hver annan en það er þó bara innbyrðis." Þórð- ur Ægir segir mjög háa sjálfsmorð- stíðni í Japan. „Þeim hefur tekist mjög illa að höndla þennan vanda. Það er mjög algengt að fóik fremji sjálfsmorð í hópum, fólk sem rottar sig saman á netinu. Þetta er gífur- legt áhyggjuefni hér í borg." Aðspurður segist Þórður ekki vita hvort sjálfsmorð séu tengd menningunni á einhvern hátt. „Hluti af ástæðunni er eflaust sá að í svona stóru borgarsamfélagi á fólk oft á hættu að einangrast mikið. Svo er það nú þannig að virðingin skiptir fólk hér miklu máli og ef fólk tekur spor af réttu brautinni tap- ar það auðveldlega heiðrinum og þá er þetta oft údeiðin. Ég held að það séu um fjörutíu þúsund manns sem fremja sjálfsmorð árlega." Ekki bara glamúr Margir sjá starf sendiherrans sem nautnalíf mikið með tilheyr- andi glamúr og fíneríi. Veisluhöld eru vissulega fylgifiskur þar sem mikið er af mannamótum en þar með er ekki öll sagan sögð. „Þetta er í rauninni mjög búrókratísk vinna. Ég skrifa mikið af skýrslum til að miðla upplýsingum heim og greini með því hvað er að gerast hér al- mennt. Þetta eru þá aðallega frétt- ir af viðskiptalífinu og pólitíkinni almennt. En líka af menningar- og ferðamálum. Starfið er í rauninni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.