Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Síða 35
DV Sport íáSTUPAGUR 15. FEBRÚAR 2008 35 Einn allra besti knattspyrnumaður allra tíma, Brasilíumaðurinn Ronaldo, meiddist alvarlega á miðvikudaginn þegar hann féll skringilega í teig Livorno í italska boltanum. Ronaldo hefur áður glímt við erfið hnémeiðsli á sínum ferli og nú er óttast að The Phenomenon eða undrið hafi leikið sinn síðasta knattspyrnuleik. RONALDO KVEDU VIÐURKENNINGAR RONALDOS Leikmaður ársins hjá FIFA: 1996, 1997, 2002 Knattspyrnumaðurársins: /996, 1997,2002 Besti leikmaður Evrópu (Gullknötturinn): 1997,2002 Onze cl'Or: 1997,2002 Mikilvægasti leikmaður UEFA:/998 Gullskórinn: 1997 Markahæsti leikmaðurCopa America 1999 Markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar: 1996-1997, 2003-2004 Markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar: 1994-1995 STÓRA Ronaldo Luis Nazário de Lima, betur þekktur sem Ronaldo, er einn af bestu framherjum allra tíma. Hann er kallaður „The Phenomenon1' og nefndi sjálfur Pele hann sem einn af 125 besm knattspymumönnum allra tíma. Ronaldo hefurunnið allt semhægt er að vinna á knattspyrnuvellinum. Tvisvar sinnum hefur hann orðið heimsmeistari 1994 og 2002 og er markahæsti leikmaður HM frá upphafi með 15 mörk. Hann hefur þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður heims 1996,1997 og 2002 og er ásamt Zinedine Zidane eini maðurinn sem unnið hefur þann titil þrisvar sinnum. Ronaldo fæddist í Bento Ribeiro, fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíu. Eins og margir Brassar hóf hann að leika knattspyrnu á götunum í hverfinu. Eftir að hafa verið uppgvötaður hélt hann í víking til Evrópu og sló í gegn með PSV þar sem hann lék með Eið Smára Guðjohnsen nokkra leild. Þaðan fór hann til Barcelona og skoraði 34 mörk í 37 leilcjum í deildinni. Mörg hver stórglæsileg. Hann var keyptur til Inter Milan þar sem hann dvaldi í erfiðum meiðslum og lék aðeins 68 leild á fimm árum. Engu að síður skoraði hann 49 mörk. Eftir Heimsmeistarakeppnina í Japan og Suður-Kóreu árið 2002 söðlaði Ronaldo um og gekk í raðir stjömuprýdds liðs Real Madrid. Ekld vom allir sáttir með þá álcvörðun og varð hann aldrei vinsæll meðal stuðningsmanna ReaJ vegna tengsla sinna við Barcelona. Ferill hans hjá Real lauk skyndilega í janúar og fór hann þá aftur til ítalíu og aftur til Milano en gekk í raðir AC. Á miðvikudag lauk hans ferli að öllum líkindum. Hann féll til jarðar inni í teig Livomo og var borinn af velli sárþjáður og kvalinn. HEIMSMEISTARAKEPPNIN Markahæsti leikmaðurfra upphafi 15 mork i 19 leikjum 2006 Bronsskórinn 3 mörk 2002 Gullskórinn 8 mörk 1998 Besti leikmaðurinn 1998 Silfurskórinn 4 mork Meiðslasagan 21. nóvemb erl999íleikmeðlnter Milan gegn Lecce féll Ronaldo við og þurfti að yfirgefa völlinn. Eftir skoðun var ákveðið að senda hann í aðgerð. í apríl 2000 eftír aðeins sjö mínúma leik lá Ronaldo í grasinu, sárþjáður og ferlinum ógnað vegna alvarleika meiðslanna. Hann fór í tvær aðgerðir og var ff á í 20 mánuði og flestir vom búnir að afskrifa hann. Svo kom HM 2002 og át Ronaldo gagnrýnisraddimar í morgunmat. Hann ffemur en aðrir í liði Brasilíu var maðurinnábakviðheimsmeistaratitil 2002. Hann vildi fara frá Inter eftir sífeld rifrildi við Hector Cuper þjálfara og var seldur til Real Madrid. Hann lék samt ekki með Real Madrid fýrr en í október vegna meiðsla en skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik. Hann fór til AC Milan fyrir ári og skoraði 7 mörk í 14 leikjum. Hann hafði aðeins spilað 60 mínútur með AC Milan á þessu tímabili og mildð verið ffá vegna meiðsla. Hann kom inn á sem varamaður á miðvikudaginn gegn Livomo þar sem hann meiddist. Þetta em sömu meiðsli og héldu hon- um ff á knattspymuiðkun í 20 mánuði frá 2000 til 2002. Peleog Zico eru einu Brasilíumennirnirsem hafa skorað meira en Ronaldo í gula buningnum. Ronaldo meiddist alvarlega á miðvikudagskvöld gegn Livorno. SVIÐIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.