Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Síða 41
PV Helgarblad
FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 41
„Þetta er búinn að
vera mjög góð-
ur tími, alla vega
áhugaverður, þó svo
að stundum verði
maður mjög frústrer-
aðuryfir öllum seina-
ganginum"
„Þetta er ekkert einfalt.
Það er mjög sérstök til-
finning að koma úr al-
gjörlega ólíkum menn-
ingarheimi og finnst
manni stundum að mað-
ur sé að brjótast inn
stöðug leit að alls kyns samskipta-
flötum milli íslands og Japans."
Mikill áhugi á íslandi
Þórður Ægir segir leitina að
samskiptaflötum milli landanna
tveggja í rauninni frekar einfalda.
„fsland hefur ákveðinn tón sem
fellur vel að þeirra heimsmynd. Við
getum nefnt eldfjöllin, jarðskjálfta,
fiskinn og svo eru þessar þjóðir
auðvitað báðar eyríki. Þetta höfðar
mjög til þeirra og þeim þykir ísland
mjög spennandi. Ahuginn er mjög
mikill og við gætum haldið fyrir-
lestra hér í sendiráðinu daglega ef
við kæmumst yfir það. Þetta snýst
auðvitað líka mikið um peninga og
núna höfum við svona um það bil
tvær til þrjár kynningar í mánuði."
Friðarsúla Yoko Ono
ísland fær töluverða athygli í
Japan, að sögn Þórðar Ægis. „At-
hyglin sem við fáum fer stigvax-
andi og við höfum fengið mjög
góða pressu. Það er talsvert skrifað
um okkur í blöðunum og þá aðal-
lega um umhverfismál. Friðarsúla
Yoko Ono fékk til dæmis töluverða
athygli. Við erum svolítið öfunduð
af þessari athygli af öðrum litlum
aðilum hérna sem þurfa að berjast
um að koma sér á framfæri," segir
Þórður, greinilega mjög sáttur við
þann áhuga sem landinu er sýnd-
ur.
Bestu „fórnarlömbin"
Árlega sækja um sex þúsund
Japanir fsland heim og þannig hef-
ur það verið í þó nokkurn tíma. „En
það hefur gengið frekar hægt að
fjölga heimsóknum og er kannski
meginástæðan sú að við höfum
ekki beint flug. Það stóð til að bæta
flugsamgöngur milli þessara landa
og um tíma var leiguflug, alveg þar
til síðasta haust. En við erum engu
að síður mjög ánægð með að heim-
sóknum hefur ekki fækkað," og
Þórður bætir því við að það sé meira
um að eldra fólk komi til íslands
enda fara Japanir frekar snemma á
eftirlaun, eða um sextugt.
„Japanir ferðast mikið í hópum
eins og fólk hefur eflaust tekið eftir
en það er nú að breytast með yngri
kynslóðum og eru þeir nú í aukn-
um mæli farnir að voga sér einir í
ferðalög. Þó svo að meirihluti jap-
anskra ferðamanna sé í eldri kant-
inum er þetta að breytast og við
sjáum okkur leik á borði og reyn-
um markvisst að fara í skóla og ná
til þessara ungu krakka. Þau eru
í rauninni bestu „fórnarlömbin"
því það mun vafalítið skila sér eitt-
hvað í framtíðinni. En ísland er al-
veg nýtt í þessu landi, sendiráðið
hefur aðeins verið hér í sex ár, svo
við erum enn að finna leiðir til að
brjótast inn í samfélagið."
Viðskiptatengslin ekki mikil
Viðskiptatengsl íslands og Jap-
ans eru ekki mikil enn sem kom-
ið er. Fiskurinn hefur jú samein-
að þjóðirnar að einhverju leyti og
einhverjar þreifingar eru á öðrum
sviðum. „Viðskiptalífið er á fullu
hér eins og í Kína en það virðist
ekki vera jafnmikill áhugi hjá við-
skiptalífmu heima á Japansmark-
aði og er á Kínamarkaði. Kerfið hér
í Japan er venjubundið kerfi, kapi-
taliskt eins og í Evrópu. Það er líka
svolítið erfitt að koma sér á fram-
færi og tryggja sig á markaðinum.
Þá komum við aftur að því að þeir
eru svo fastir í sínu, þannig að það
þarf svolítið mikið til."
Beðinn um að telja upp ástæð-
ur þess hve erfitt er að koma sér á
framfæri á Japansmarkaði tekur
Þórður Ægir dæmi af Ikea. „Þeir
reyndu að koma hérna inn fyrir
sex til átta árum en það féll fljótt
allt eins og spilaborg. En nú er fyr-
irtækið komið aftur, opnaði í fyrra
og nú gengur þetta alveg glimrandi
vel. Taktíkin sem þeir beittu í byrj-
un var hreinlega vitlaus. Þeir átt-
uðu sig ekki á því að það þurfti að
laga sig að ólíkum stærðarhlutföll-
um og svo var markaðssetningin
hreinlega vitlaus."
(slenskt vatn og skyr í Japan
„Við erum nú að reyna að koma
skyri á markað hjá stærsta mjólkur-
framleiðanda Japans. Þetta er enn
á frumstigi en lofar engu að síð-
ur mjög góðu. íslenskt vatn er líka
komið á markað en það er Japans
Tobaco sem selur," segir Þórður
Ægir þegar hann er spurður hvaða
vörum sé verið að reyna að koma á
markað.
„Það er hins vegar svolítið flókið
að koma sér upp samböndum í Jáp-
an. Það tekur tíma að vinna traust
manna. En um leið og þú mynd-
ar samband við Japani myndast
móralskt samband sem þú þarft að
muna að rækta og sýna virðingu."
Hægagangur í viðskiptalífinu
Þetta kemur íslenskum við-
skiptajöffum vafalítið spánskt fyr-
ir sjónir enda einkennist okkar
samfélag af miklum hraða þar sem
svona lagað mundi tefja ferlið um
of. „Það má til dæmis aldrei byrja
fundi strax á erindinu. Það verður
að byrja á smá spjalli og gefa því
svona fimm mínútur. Þetta gildir
um allt. Viðskiptalífið gengur mjög
hægt fýrir sig," segir ÞórðurÆgir.
„Það erýmislegt svona sem hafa
þarf í huga. Til dæmis ef haldið er
boð, þá er ótal margt sem þarf að
íhuga áður en boðskortin eru send
út. Þú þarft að fara vel yfir öll þau
nafnspjöld sem þér hafa verið af-
hent - það má enginn gleymast. Ef
það gerist lætur fólk okkur stund-
um vita, sendir ábendingu um að
þessi og hinn megi ekki gleymast
og ef þú gleymir einhverjum - þá
er sambandið búið og það virkar
mjög neikvætt út á við."
íslensk tónlist - góð land-
kynning
í tíð sinni sem sendiherra í Jap-
an hefur Þórður Ægir tekið á móti
mörgum íslenska tónlistarmann-
inum þar í landi og mætt á allflesta
tónleikana. Það má líka eflaust full-
yrða að fáir menn í hans stöðu hafa
jafnmikla þekkingu og hann á ís-
lenskri tónlist. Þórður segist vera
sannfærður um mikilvægi íslenskr-
ar tónlistar þegar kemur að því
að kynna land og þjóð. „Hér er til
dæmis kennd fslenska við einn há-
skólann og ég veit að slatti af þessu
fólki er að læra íslensku út af tón-
listinni sem frá (slandi berst. Tón-
listin kveikir svo mikinn áhuga,
eins og til dæmis Björk og Sigur
Rós. Það er fullt af fólki sem ferðast
til íslands út af tónlistinni því það
vill vita hvaðan þessir tónlistar-
menn koma. Þannig var þetta líka
þegar ég var í Austurríki. Af þess-
um sökum tel ég mjög mikilvægt
að nota tónlist meira til að kynna
ísland og ná þannig til yngri kyn-
slóðarinnar."
Líklega á heimieið
Þórður Ægir gerir ráð fyrir því að
fá tilkynningu nú í sumar frá utan-
ríkisráðuneytinu sem flytur honum
þær fréttir að nú sé komið gott, nú
eigi hann að fara heim. „Ég er bú-
inn að vera svo lengi. Nú líður á mitt
fjórða ár hér í Japan sem er oftast
það sem miðað er við. Það er ekki
talið gott að vera of lengi því þá er
hætt við að fólk samsami sig samfé-
laginu um of og gleymi hvað það er
að gera þarna. Fólk hættir að vera á
tánum fýrir því að kynna samfélag
sitt og lífið færist í of mikla rútínu.
Þetta er búinn að vera mjög góð-
ur tími, alla vega áhugaverður, þó
svo að stundum verði maður mjög
frústreraður yfir öllum seinagang-
inum," segir Þórður Ægir Óskars-
son, þessi vinalegi maður, og kveð-
ur blaðamann með handabandi og
hneigingu.
bergimd@dv.is