Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 Ættfræði DV Stefán Örn Stefánsson vélaverkfræðingur Stefán fæddist í Traðargerði á Húsavík. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1958, fyrrihlutaprófi í verk- fræði frá HÍ1961 og vélaverkfræðiprófi frá DTH 1964. Stefán var véla- verkfræðingur við Olíuhreinsunarstöð Dansk Esso í Kalund- borg 1964-66, fram- kvæmdastjóri Síld- arverksmiðja ríkisins á Seyðisfirði 1966- 69, deildarstjóri tæknideild- ar Flugfélags fslands 1969- 72 og starfrækti síðan eigin verkfræðistofu frá 1972 og til ársloka 2000. Þá seldi hann stofuna og reksturinn en sinnti síðan verkfræðistörfum sem einyrki með vinnustöð á heim- ili sínu á árunum 2001-2005. Ásamt öðrum störfum endurskipulögðu Stefán og samstarfsmenn hans ýmsar af helstu fiskimjölsverksmiðj- um landsins og vann að þró- un framleiðslu hágæðafiski- mjöls. Á starfsferli sínum var hann auk þess ráðgjafi ýmissa erlendra fýrirtækja, s.s. bresks fyrirtækis sem starfrækti fiski- mjölsverksmiðjuskip úti fýrir Máritaníu og fyrirtækja sem starfræktu fiskimjölsverk- smiðjur í Skotlandi, á írlandi og á Suðureyjum. Þá hannaði hann og lét smíða hérlendis sem notaður var í fiskimjöls- verksmiðjur hér á landi sem og í Svíþjóð og í Noregi. Stefán var trún- aðarmaður Viðlaga- sjóðs við mat á tjóni á vélbúnaði fiskimjöls- verksmiðja, frystihúss, skipasmíðastöðvar og annars búnaðar vegna gossins í Vestmanna- eyjum og snjólflóðsins í Neskaupstað. Fjölskylda Stefán kvænt- ist 15.2.1961 Gunn- þórunni Rannveigu. Þórhalldóttur, f. 21.5.1941, húsmóður og aðstoðarmanni Stefáns. Börn Stefáns og Gunnþór- unnar, eru Stefán Geir Stefáns- son, f. 15.10.1961, deildarstjóri hjá Mest, búsettur í Hafnar- firði; Halla Stefánsdóttir, f. 1.12.1965, stuðningsfulltrúi, búsett í Reykjavík; Finnur Reyr Stefánsson, f. 14.10.1969, hag- fræðingur, búsettur í Garðabæ; Rebekka Stefánsdóttir, f. 9.5. 1971, viðskiptafræðingur, bú- sett í Garðabæ. Foreldrar Stefáns voru Stefán Halldórsson, f. 25.9. 1899, d. 9.11.1940, verkamað- ur á Húsavík, og k.h., Jónína Brynjólfsdóttir, f. 12.9.1906, d. 31.12. 2000, húsmóðir og síðar verkakona. Stefán og Gunnþórunn minnast tímamótanna með fjöfskyldu og vinum á heimiili sínu í dag frá kl. 16.00. Sigríður Bryndís Sigurjónsdóttir starfsmaður á Garðvangi Sigríður fæddist í Hafnarfirði en ólst upp á Reykjanesvita. Hún stundaði fiskvinnslu í Sandgerði í nokkur ár, stundaði síðan versl- unarstörf í versluninni Öldunni í tuttugu ár, vann við þvottahús og á hóteli hjá varnar- liðinu í nokkur ár en starfar nú í eldhúsi í Garðvangi í Garðinum. Fjölskylda Sigríður giftist 28.5. 1967 Gísla O. Ólafs- syni, f. 9.1.1946, vélstjóra. Hann er sonur Ólafs Gíslasonar vél- stjóra og Emmu Jóhannsdóttur húsmóður. Börn Sigríðar og Gísla eru ara a föstudag dóttir, f. 8.3.1966, d. 16.4. s.á; Emma Sig- fríður Gísladóttir, f. 17.5.1967, starfsmað- ur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar; Sigurjón Gíslason, f. 2.5.1969, kranamaður í Garðin- um; Alda Smith, f. 16.3. 1972, kennari í Sand- gerði. Foreldrar Sigríðar voru Sigurjón Olafs- son, f. 29.8.1909, d. 12.10.1997, vitavörður á Reykjanesvita, og k.h., Sigfríður Konráðsdótt- ir, f. 15.5.1921, d. 29.8.1975, húsmóðir. Sigríður tekur á móti gestum á heimili sínu kl. 20.00 á föstu- dagskvöldið. Svanfríður Sigurðardóttir áætlunarbílstjóri Svanfríður fædd- ist á Gilsá á Jökuldal og ólst þar upp fyrstu fimm árin en síðan á M Skagaströnd. Hún var í Höfðaskóla á Skags- trönd. Svanfríður stundaði almenn verkamanna- störf frá því á ungl- ingsárum, sinnti síðan heimilisstörfum í tut- tugu og fimm ár. Hún lauk meiraprófi 2005 og hefur verið áætlunar- bílstjóri síðan, fyrst hjá Austfjarðaleið en ekur nú hjá 50 ára á laugardag Hópferðamiðstöðinni. Fjölskylda Sonur Svanfríðar er Patrik Ingi Heiðarsson, f. 5.4.1981. Foreldrar Svanfríðar eru Sigurður Magnús- son, f. 1.7.1930, lengst af vörubílstjóri í Blá- skógum í Breiðdal, og Ingibjörg Lárusdótt- ir, f. 12.7.1930, hús- móðir og verkakona á Hvammstanga. Svanfríður verður í vinnunni á afmælisdaginn. Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra (slendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sentinntilkynningarum stórafmæli á netfangið kgk@dv.is AFMÆLISBARN VIKUrVVAK: BJ0RN TH0R0DDSEN GÍTARLEIKARI Bjöm Thoroddsen gítarleikari, verður fimmtugur á morgun, laugar- dag. Björn fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Reykjavflc. Hann nam í þijú ár við tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar en hélt síðan til náms við Guitar Institute of Thechnology í Hollywood, Kalifomíu, brautskráðist þaðan árið 1982 og hefur sótt ýmis námskeið í gítarleik, bæði á megin- landi Evrópu og í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hefur kennt á slflc- um námskeiðum. Starfsferill Björn var stofnandi gítarskólans Gítar-Inn, 1983, ásamt Birgi Hrafns- syni, var stofnandi og skólastjóri Nýja Gítarskólans 1990-93, ásamt Friðriki Karlssyni, og stofnandi Nýja Músflcs- kólans, ásamt Stefáni S. Stefánssyni og Gunnari Hrafnssyni, 1994. Hann hefur kennt við tónlistarskóla FÍH frá 1982, kenndi við Pop og Jazz Conserv- atory í Helsingi 1996, á samnorrænu námskeiði Scanbeat 1996, hefur spil- að í gmnnskólum á íslandi í tengsl- um við verkefnið „Halla kerling" sem unnið er í samvinnu við „Tónlist fýrir alla" og var gestakennari við Univer- sity ofManitoba School ofMusic 2003 og 2004. Þá hefur hann samið þrjár kennslubækur í tónlist. Björn hefúr leikið með fjölmörg- um íslenskum hljómsveitum í sjón- varpi, útvarpi og á tónleikum, víðs vegar um land auk þess að starfrækja eigin hljómsveit. Tríó Bjöms Thor- oddsen, ásamt Agli Ólafssyni, var val- ið til að taka þátt í dagskránni „Reykja- vflc menningarborg Evrópu árið 2000". Undanfarin ár hefur hann stjómað hljómsveit í tengslum við fslands- kynningar vestanhafs í samstarfi við Iceland Naturally. Hann hefur leikið á Listahátíð með fjölmörgum erlend- um tónlistarmönnum, lék og hélt fyr- irlestur um tónlist Guitar Islancio á „Internatíonal Association for Jazz Educatíon" í Toronto 2003 en undan- farin fimm ár hefur hann verið mik- ið á tónleikaferðum um allan heim og leikið í ffægurn tónlistarsölum. Björn hefur lefldð með ýmsum þekktum tónlistarmönnum m.a. Ni- els - Henning Örsted Pedersen, Nig- el Kennedy, Steve Kirby, Will Bonn- es, Alex Riel, Philip Catíierine, Doug Raney, Jakob Fischer, Jorgen Svare, Dider Lockwood, Sylvian Loc, Leni Stern. Richard Gillis, Ben Perowsky og fleimm. Tónlistarhópurinn Guitar Islanc- io, sem Björn tilheyrir, var valinn Tón- listarhópur Reykjavflcur 2001-2002. Bjöm var valinn bæjarlistarmaður Garðabæjar 2002, fékk fslensku tón- listarverðlaunin sem djassflytjandi ársins 2003, fékk IAJE-verðlaunin 2003 fyrir framúrskarandi ffamlag til kennslu í djasstónlist, fékk fslensku tónlistarverðlaunin sem djasstón- skáld ársins 2005 og fékk gullplötu, ásamt félögum sínum í Guitar Islanc- io fýrir 5000 diskasölu 2003. Fjölskylda Eiginkona Björns er Elín Margrét Erlingsdóttir, f. 23.4. 1963, ráðgjafi. Foreldar hennar em Erlingur Kristj- ánsson, f. 10.11. 1941, kennari við Iðnskólann í Reykjavík, og k.h., Anna Sigurðardóttír, f. 31.12. 1943, banka- ritari. Böm Bjöms og Elínar eru Erling- ur Óttar Thoroddsen, f. 27.4. 1984, nemi í bókmenntafræði í Minneapol- is í Bandarflcjunum; Stefán Atíi Thor- oddsen, f. 29.1. 1987, nemi við HÍ; Steinunn Erla Thoroddsen, f. 13.3. 1991,nemivið MH. Systkini: Sigríður Thoroddsen, kennari í Reykjavík; Vignir Thorodd- sen, aðstoðarforstjóri HAFRÓ; Freyja Akeson, hjúkmnarffæðingur í Sví- þjóð. Foreldrar Bjöms: Stefán Thorodd- sen, f. 12.6.1922, d. 15.3.1997, útibús- stjóri Búnaðarbankans, og k.h., Erla Hannesdóttír, f. 4.5.1923, húsmóðir. Ætt Stefán var bróðir Magdalenu, móður Ólínu Þorvarðardóttur þjóð- fræðings. Stefán var sonur Olafs Thoroddsen, b., skipstjóra og kenn- ara í Vatnsdal við Patreksfjörð, bróð- ur Guðrúnar, móður Kristins Guð- mundssonar, ráðherra og sendiherra, og ömmu Tómasar Karlssonar sendi- herra. Ólafur var sonur Einars Thor- oddsen, hreppstjóra á Látmm og í Vatnsdal Jónssonar Thoroddsen, b. á Látmm Þóroddssonar, bróður Þórðar beykis, föður Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns, afa Emils Thorodd- sen tónskálds. Móðir Einars var Guð- rún Amfinnsdóttír, systír Ingibjargar, ömmu Bjöms Jónssonar, ritstjóra og ráðherra, föður Sveins Björnssonar forseta. Móðir Ólafs var Sigríður Ól- afsdóttir, frá Sviðnum á Breiðafirði Teitssonar, og Bjargar Eyjólfsdóttur, eyjajarls Einarssonar sem er forfaðir Hjálmars Ragnarssonar, tónskálds og skólastjóra Listaháskólans, og Snorra Hjartarsonar skálds. Móðir Stefáns var Ólína, syst- ir Magdalenu, móður Halldóm Þor- varðardóttur, prests í Fellsmúla. Önn- ur systír Ólínu var Vigdís, móðir séra Sigurjóns Einarssonar á Kirkjubæj- arklaustri. Ólína var dóttir Andrésar, b. á Efra-Vaðli á Barðaströnd Bjöms- sonar, b. á Grænahóli Sigurðssonar. Móðir Ólínu var Jóna Einarsdóttír, vinnumanns á Siglunesi Guðbrands- sonar. Erla er systir Páls, fyrrv. hrepp- stjóri í Bíldudal. Erla er dóttir Hann- esar Stephensen, verslunarstjóra á Bíldudal og síðar forstjóra, bróður Ragnheiðar, móður Jóns Leifs. Bróð- ir Hannesar var Böðvar, faðir Bjama hljómsveitarstjóra, föður Ragga Bjarna söngvara. Hannes var sonur Bjama, óðalsb. á Reykhólum Þórðar- sonar. Móðir Erlu var Sigríður, systír Páls í Þúfum, afa Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, dómara í Gettu betur-þáttunum. Syst- ir Sigríðar var Guðrún, móðir Þórðar Þ. Þorbjamarsonar borgarverkfræð- ings, og Kristínar, móður Sigurðar Guðmundssonarlandlæknis. Sigríður var dóttír Páls, prófasts í Vatnsfirði Ól- afssonar, alþm. og prófasts á Melstað Pálssonar, pr. í Guttormshaga Ólafs- sonar. Móðir Páls var Helga Jónsdótt- ir „eldprests" Steingrímssonar. Móðir Ólafs á Melstað var Kristín, systir Þur- íðar, langömmu Vigdísar Finnboga- dóttur, fyrrv. forseta. Kristín var dótt- ir Þorvaids, prófasts og skálds á Holtí undir Eyjafjöllum Böðvarssonar, pr. í Holtaþingum Presta-Högnasonar, á Breiðabólstað Sigurðssonar. Móðir Sigríðar, dóttír Péturs Egg- erz, verslunarstjóra á Borðeyri, og Jakobínu Pálsdóttur Melsteð, systur Ragnheiðar, langömmu Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar. Björn var með heljarinnar afmæl- istónleika og gestamóttöku í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi, fimmtudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.