Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Qupperneq 68

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2008, Qupperneq 68
 68 FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2008 Helgarblað DV 4 BUBBI BRJÁLAÐUR Bubbi Morthens hraunar allharka- lega yfir blaðamennina Dr. Gunna og Dóra DNA á spjalltorginu á bubbi.is. Blaðamennirnir hafa báðir lýst yfir vonbrigðum sínum með nýjan þátt kóngsins; Bandið hans Bubba. „Sá sem skrifar í Dv hefur urmið sér það til fræðgra að vera útþynt gen komið Frá Nóbelsskáldinu og er svona einskonar vonabí eithvað en hefur þó ekki náð lengar en að skrifa um kvimyndir og bandið hans Bubba hinn hjá Fréttablaðinu er greindur beiskur maður sem fýrir margt löngu síðan voru bundnar miklar vonir við en því miður Rættist bara ekki úr honum og hann virðist gera sér grein fýrir því hann og Jónas kristjánsson eiga það sameiginlegt fullir af grefti segir Bubbi - og er greinilega heitt í hamsi. mww ■ DAGURTIL NEWYORK í dag heldur kvikmyndagerðarmað- urinn Dagur Kári Pétursson til New York en brátt hefjast þar æfingar fyrir nýjustu kvikmynd hans, The Good Heart. Kvikmyndin gerist í New York og að sögn Dags Kára munu tökur fara þar ffam að hluta til en allar inni- tökur fara ff am hérlendis. Tökurnar hefjast í apríl en í aðalhlutverkum eru leikarinn Paul Dano sem þekktastur er fýrir hlutverk sitt í Little Miss Suns- hine og There Will Be Blood og Brian Cox sem nú síðast sást í kvikmynd- inni Zodiac. Leikararnir eru væntan- legir til íslands í maí til að kiára tökur á myndinni og mun The Good Heart verða frumsýnd snemma á næsta ári. Valgeir Sigurðsson tónlistarmaður er um þessar mundir að leggja lokahönd á tónlist sem hann er að semja fyrir nýja spennuþætti sem fara í loftið um páskana. Þættirnir, sem verða sýndir á RÚV, heita Mannaveiðar og þeim er leikstýrt af Birni Brynjúlfi Björnssyni ogbyggjast á skáldsögunni Afturelding eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Valgeir var í óða önn að mixa tónlistina þegar DV náði tali af honum í hljóðveri hans, Gróðurhúsinu í Breiðholti. Þar hefur hann verið að hljóðrita strengjasveit og blásara, ofan í eigið spilirí og má því ætla að hér sé öllu tjaldað til. „Ég held að það sé dálítið mikið lagt í þetta prójekt þannig að ég var bara mjög spenntur að taka þátt í þessu," segir Valgeir. „Þetta eru fjórir þættir og ég er að semja fyrir þá alla." Hvernig tónlist er þetta? „Vonandi eitthvað spennandi. Þetta er svolítill svona draugadrungi. Þarna eru dularfull morð og spennó stemning sem þarf að túlka í tónlistinni." Á vel við þig að skora svona sjónvarpsþætti? „Já, mér finnst þetta skemmtilegt. Ég fæ mjög frjálsar hendur og þótt það sé ákveðin lína sem ég fýlgi fæ ég líka að segja söguna eða túlka hana á minn hátt. Mér var bara treyst tif að gera það sem mér þætti viðeigandi. Þarna eru líka hörkuleikarar á ferðinni, þetta er alvöru glæpasería," segir Valgeir. Ætlar þú að búa þessa tónlist til útgáfu? „Það hefur hvarflað að mér, en ég veit það ekki. Ég er á lokasprettinum með þetta núna og ætfa bara að sjá til þegar ég er búinn að koma þessu frá mér. Ég þarf smá fjariægð á þetta til þess að sjá hvort þetta stendur eitt og sér." Valgeir rekur útgáfufyrirtældð Bedroom Community ásamt bróður sínum Míó og tóniistarmönnunum Ben Frost og Nico Muhly. Fyrirtækið gaf nýverið út plötu með bandaríska þjóðlagasöngvaranum Sam Amidon, „All is Well" og er að undirbúa útgáfu nýrrar plötu með Nico. Sjálfur sendi Valgeir frá sér sína fyrstu breiðskífu, „Ekvilibríum" á dögunum en þá gafst enginn tími tíl að fylgja henni eftir með tónieikahaldi þar sem hann var þá búinn að lofa sér í tvö önnur verkefni með söngkonunum Ane Brun og Camille sem hann dembdi sér í. Á vordögum hyggst hann þó bæta úr því og halda í Evróputúr ásamt hljómsveit sinni og Sam Amidon. GILLZENEGGER LOFAR KRAFTI í ÚRSLITUNUM: LOFAR FULLUM KRAFTINÆST „Við gerðum bara það sem við þurftum til þess að komast áfram," segir Egill Gillzen- egger Einarsson, forsprakki The Mercedes Club, um flutning lagsins Hey, Hey, Hey, We Say Ho, Ho, Ho í Laugardagslögunum um síðustu helgi. Lagið, sem var af flestum tal- ið það sigurstranglegasta, var ekki jafnöflugt í flutningi og það var upphaflega og misstu margir trú á Gillz og félögum. Gillz segir ástæðu þess að lagið hljómaði kraftlítið ein- falda. „Áf hverju að splæsa í allt proppsið og allan kraftinn í undanúrslitum? Ég skil ekki þessa umræðu. Menn þurftu bara að losa sig við smá skrekk, sem er nú farinn. Þetta var alveg eins og við æfðum það," segir Gillz og bendir á að flutningurinn hefði ekld ver- ið nema upphitun fyrir úrslitakvöldið sem haldið verður 23. febrúar. „Þá verður allur krafturinn settur í gang og kóngurinn mun springa af Smáralindartíllanum, því get ég lofað," segir Egill, en úrslitakvöldið verður haldið í Smáralindinni. Gillzenegger Segir The Mercedes Club hafi aðeins verið að hita upp um síðustu helgi. VALGEIR SIGURÐSSON TÓNLISTARMAÐUR: MIKI & LAGT IMANNAVEIÐAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.