Peningamál - 01.02.2002, Qupperneq 9

Peningamál - 01.02.2002, Qupperneq 9
8 PENINGAMÁL 2002/1 hefur e.t.v. gert það að einhverju leyti nú þegar, því hlutfall erlends og innlends verðlags virðist leita jafnvægis þótt með nokkurri töf sé. Gerist það ekki má halda því fram með sterkum rökum að verð inn- fluttrar matvöru sé orðið óeðlilega hátt miðað við erlent verðlag og gengi. Sveiflur í verðbólguvæntingum Verðbólguálag ríkisskuldabréfa hefur sveiflast tölu- vert frá byrjun nóvember sl., þegar Peningamál voru síðast gefin út. Í byrjun nóvember var verðbólguálag ríkisskuldabréfa með um tveggja ára líftíma 3,6% og 3% á bréfum með um 5 ára líftíma. Í nóvember og byrjun desember hækkaði verðbólguálag ríkisskulda- bréfa nokkuð. Samkomulag aðila á vinnumarkaði um endurskoðun kjarasamninga á árinu 2002 sem undir- ritað var 13. desember dró hins vegar verulega úr óvissu í launa- og verðlagsmálum sem skilaði sér í lægri verðbólguvæntingum. Frá 10. desember, þegar fréttir höfðu borist af væntanlegu samkomulagi, og til ársloka minnkaði verðbólguálag ríkisskuldabréfa með u.þ.b. tveggja ára líftíma úr tæplega 4,0% í 3,2% og úr 3,4% í 2,7% á bréfum með u.þ.b. fimm ára líf- tíma, eða um 0,7 prósentustig í hvoru tilviki. Í janúar jókst svo verðbólguálag ríkisskuldabréfa og náði hámarki 14. janúar þegar vísitala neysluverðs fyrir janúar var birt en hækkun hennar milli mánaða var langt umfram væntingar markaðsaðila. Síðan þá hefur verðbólguálag lækkað aftur og var 25. janúar 3,2% og 3,0% á bréfum með tveggja og fimm ára líftíma. Launahækkanir umfram kjarasamninga stærstu launþegahópa Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um rúmt 1% milli 3. og 4. fjórðunga ársins 2001. Nær tvo þriðju hluta þessarar hækkunar má rekja til launahækkana í opinbera geiranum og hjá bankamönnum og þriðjung til launahækkana í einkageiranum að bankakerfi undanskildu. Hækkanir í opinbera geiranum má að mestu rekja til kjarasamninga við nokkra smærri launþegahópa hjá hinu opinbera. Í einkageiranum er að mestu eða öllu leyti um launaskrið að ræða, þ.e.a.s. hækkanir umfram ákvæði kjarasamninga stærstu launþegahópa. Milli 4. ársfjórðunga áranna 2000 og 2001 mældist launaskriðið 3,4%. Kaupmáttur launa á vinnumarkaðnum í heild jókst um 0,8% á milli 4. ársfjórðunga áranna 2000 og 2001. Þar af jókst kaupmáttur hjá opinberum starfs- mönnum og bankamönnum um 3,5% en kaupmáttur á almenna vinnumarkaðnum minnkaði um 1,1%. Að óbreyttu gengi hafa verðbólguhorfur 2003 versnað Gengi krónunnar þann 21. janúar var 3,3% hærra en þegar síðasta verðbólguspá bankans var gerð í október síðastliðnum. Jafnframt hafa komið fram sterkari vísbendingar um slökun spennu í þjóðar- búskapnum. Verðbólga er hins vegar enn mikil og óvissa ríkir um framhaldið. Í eftirfarandi spá er gert ráð fyrir að verðbólgan hjaðni hratt á næstu mánuð- um og verði nokkru minni yfir árið 2002 en áður var spáð. Spáin felur í sér að í maí gæti vísitala neyslu- verðs orðið eitthvað fyrir ofan verðlagsmarkmið samkomulags aðila almenna vinnumarkaðarins þótt frávikið verði að líkindum lítið. Það þýðir ekki að útilokað sé að markmiðið náist heldur að eitthvað þarf að koma til umfram þær forsendur sem spáin byggist á, t.d. hækkun á gengi krónunnar á næstunni, sem forsendur virðast til, og/eða marktæk áhrif sér- tækra aðgerða til að halda niðri verðlagi. Slíkar aðgerðir geta stuðlað að lægra verðlagi um hríð eða flýtt áhrifum hærra gengis. Þær hafa hins vegar ekki umtalsverð áhrif á verðbólgu til lengri tíma nema að svo miklu leyti sem þær verða til að tryggja að launa- lið kjarasamninga verði ekki sagt upp. Spáin bendir til þess að lengri tíma taki að ná verðbólgumarkmiðinu en hingað til hefur verið gert ráð fyrir í spám bankans. Markmiðið um 2½% verð- bólgu fyrir árslok 2003 mun t.d. ekki nást að gefnum 2002 1998 1999 2000 2001 okt. nóv. des. jan. 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 8,0 % Verðbólguvæntingar 1998-2002 Tölur í lok mánaðar janúar 1998 - sept. 2001. Daglegar tölur 1. okt. 2001 - 25. janúar 2002. Verðbólguálag m.v. 2 ár Verðbólgu- væntingar almennings Verðbólguálag m.v. 5 ár Heimild: Seðlabanki Íslands. 2001 Mynd 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.