Peningamál - 01.02.2002, Síða 37

Peningamál - 01.02.2002, Síða 37
36 PENINGAMÁL 2002/1 Núverandi fyrirkomulag frumsölu Ýmsir valkostir eru mögulegir í aðferðum við frum- sölu. 1. Sala með áskrift eða pöntun með fyrirframgefna ávöxtun (e. fixed price public subscription tec.) 2. „Kranasala“ þ.e. sala yfir borðið hvenær sem er (e. tap issue techniques). 3. Uppboð (e. auction techniques). 4. Lánasamningar við stórfjárfesta (e. private place- ment). 5. Sambland af fyrrnefndum söluaðferðum. Hornsteinn núverandi fyrirkomulags í sölu ríkis- verðbréfa hér á landi eru regluleg uppboð sem einkum eru ætluð bönkum, verðbréfasjóðum og öðrum stofnanafjárfestum en eru þó opin öðrum aðilum og einstaklingum. Það er sú söluaðferð sem hvað mest er notuð meðal þeirra þjóða sem hafa virkan fjármagnsmarkað. Velja má milli tveggja meginleiða um aðgang að frumsölu ríkisverðbréfa með uppboðsfyrirkomulagi; annars vegar þar sem aðgangur að uppboðum er bundinn tilteknum fjölda fjármálafyrirtækja, svokallaðir aðalmiðlarar (eins og það form sem tíðkast nú með ríkisvíxla), og hins vegar þar sem aðgangur er opinn og takmarkanir miðast við ákveðnar lágmarksfjárhæðir og öðrum aðilum en fjármálafyrirtækjum jafnframt heimilað að leggja fram tilboð með tilvísun í meðalvexti þeirra samkeppnistilboða sem er tekið. Samhliða reglu- legum uppboðum er á vissum tímum einnig boðið upp á skipti- eða endurfjármögnun. Lántökuform ríkissjóðs eru kynnt einu sinni á ári með tvennum hætti. Annars vegar gefur Lánasýslan út dagatal með upplýsingum um fyrirhuguð útboð og hvaða tegund verðbréfa ríkissjóður hyggst selja á tilteknum dögum. Hins vegar er gefin út áætlun sem sýnir væntanlegt umfang lántöku ríkissjóðs á árinu og hversu mikið er fyrirhugað að taka að láni innan- lands af heildarlánsfjárhæðinni. Upplýsingar um ein- stök uppboð, bæði hvað varðar flokka sem í boði verða og fyrirhugaða lántökufjárhæð, eru gefnar út 3 til 4 dögum fyrir uppboð. Eftirmarkaður Eins og áður hefur komið fram þá hefur form eftir- markaðar breyst verulega. Frá því að skuldabréf gengu kaupum og sölu fyrir stríð hefur mikið vatn runnið til sjávar. Fyrstu verðbréfamiðlararnir urðu til og síðar varð skipulegt viðskiptakerfi til með stofnun Verðbréfaþings Íslands. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti mega eingöngu fjármálastofnanir með tilskilið leyfi hafa milligöngu um verðbréfaviðskipti (miðlun, sölu og ráðgjöf). Umsjónarmaður verðbréfaviðskipta verður að hafa staðist próf fyrir verðbréfamiðlara sem haldið er á vegum prófnefndar sem skipuð er af viðskipta- ráðuneyti.4 Erlend fyrirtæki verða að vera löggiltir verðbréfamiðlarar í heimalandinu til að geta fengið leyfi til viðskipta á Íslandi. Sem stendur má 21 fjár- málastofnun á Íslandi hafa milligöngu um verðbréfa- viðskipti. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starf- semi þeirra. Allir bankar á Íslandi (viðskiptabankar, sparisjóðir og fjárfestingarbankar) hafa heimild til verðbréfaviðskipta. Fjárfestir sem hyggst eiga viðskipti með skráð verðbréf og nota sér í þeim tilgangi viðskiptakerfi Verðbréfaþings Íslands þarf að snúa sér til þing- aðila.5 Þingaðili getur fyrir hönd fjárfestis sett inn til- boð í viðskiptakerfi þingsins. Sett eru fram kaup- eða sölutilboð á nafnverði6 ásamt upplýsingum um verð (gengi) bréfa sem ætlunin er að kaupa eða selja. Við- skipti eru rafræn og geta átt sér stað hvenær sem er innan viðskiptadagsins. Mikill meirihluti viðskipta á sér stað „á markaði“, þ.e. gengið er að kaup- eða sölutilboði sem sett er fram á eftirmarkaði. Verð- bréfaþing Íslands er opið frá klukkan 10:00 til 16:00 alla virka daga. Verðbréfaþing Íslands er meðlimur í NOREX- samstarfi norrænna kauphalla. NOREX-samstarfið er einstakt að því leyti að það er hið fyrsta til að taka upp sameiginlegt kauphallarkerfi fyrir hlutabréfavið- skipti og samræma reglur og kröfur á milli kauphalla með tilliti til viðskipta og aðildar. Verðbréfaþing tók upp SAXESS-viðskiptakerfið 30. október 2000. 4. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti luku um 303 aðilar á Íslandi prófi í verðbréfaviðskiptum á árunum 1991 til 2001. 5. Skilyrði fyrir aðild að þinginu eru byggð á kröfum í ýmsum tilskipun- um Evrópusambandsins. Þeim er lýst í reglum um aðild sem Verðbréfa- þing setur. Aðild er heimil lánastofnunum, verðbréfafyrirtækjum og verðbréfamiðlunum sem hafa leyfi til verðbréfaviðskipta frá viðskipta- ráðuneyti að fengnu mati Fjármálaeftirlitsins. Í árslok 2001 voru þing- aðilar 21. 6. Öll verðbréf sem gefin eru út hljóða upp á ákveðna fjárhæð sem er köll- uð nafnverð bréfsins. Nafnverð bréfs þarf ekki endilega að segja til um hvert verðmæti bréfsins er á markaði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.