Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 Helgarblað PV # TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadur skrifar: trausti@dv.is „Ég hef það nú bara svona skít- sæmilegt. Síðustu vikur og mán- uðir hafa verið mér ansi erfiðir og sárir," segir Birna Sigurbjörnsdótt- ir, leikskólakennari og ekkja Birgis Vilhjálmssonar, sem lést nýverið í vélsleðaslysi, spurð um líðan sína. „Nú þegar Birgir er dáinn er nafnið mitt núll og nix, líkt og ég hafi aldrei verið hluti af hans lífi. Það er alveg ótrúlega sárt," bætir Birna við. Á síðustu þremur mánuðum hefur Birna misst þrjá nákomna ástvini; mág, móður og ástmann. Móðir hennar lést í febrúar síðast- liðnum. Mágur hennar, Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson, lést 22. mars síðastíiðinn og bróðir hans, Birgir Vilhjálmsson, maður Birnu, lét líf- ið viku síðar í vélsleðaslysi á Fjarð- arheiði. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Birna ekki aðeins þurft að syrgja ástvini sína og ástmann heldur glímir hún við kerfið vegna erfðamála og stendur í málaferð- um vegna fyrirtækis sem þau Birgir höfðu selt nokkru fyrir andlát hans. Birna berst hetjulegri baráttu við kerfið, svikara að hennar mati, og sorgina. Átakanlegur dagur Birgir fór með eldri bróður sín- um, Magnúsi Má, í vélsleðaferð á Fjarðarheiði laugardaginn 29. mars 2008. Báðir voru þeir vanir vélsleð- um, ekki síst Birgir sem þótti afar fær snjósleðamaður, en Birgir fór -- ■ júsÍ! ■ iMiitíM fram af snjóhengju á sleða sínum í afar slæmu skyggni og éljagangi, og lenti ofan í gili. Magnús, eldri bróðir hans, þurfti í angist sinni og veikri von um að Birgir héldi lífi að leita eftir hjálp en þegar læknir kom á staðinn var Birgir þegar látinn. Hann var 48 ára. Kvöldið fyrir slysið höfðu íjöl- skyldur bræðranna Birgis og Magn- úsar setið á heimili Birgis og Birnu við skipulagningu útfarar Vilhjálms bróður þeirra. Aðspurð gat Birna aldrei ímyndað sér hvað dagur- inn eftir ætti eftir að hafa í för með sér. „Bræðurnir ætíuðu að skreppa stutta ferð á sleðunum en kvöld- ið áður höfðum við borðað sam- an heima hjá okkur. Svilkona mín var hjá mér og vinkona mín, mik- il björgunarsveitarkona, kom líka í heimsókn á meðan þeir fóru í ferð- „Ég er ekki komin yfir áfallið og það verður senni- lega seint, ef nokkurn tímann, sem það verður. En líf- ið heldur áfram. Ég reyni að muna allar fallegu stund- irnar til að geta haldið áfram að lifa en ég veit að þeir eru ekki farnir langt frá mér. Það styttist í þá stund að ég hitti þá aftur fyrir handan," segir Oddrún Valborg Sigurðardóttir, áttræð húsmóðir á Egilsstöðum, sem hefur þurft að jarðsyngja 4 syni sína á lífsleiðinni. Tvo þeirra missti hún með nokkurra daga millibili í mars- mánuði og eiginmann sinn misstí hún fyrir áratug eft- ir erfið veikindi. Oddrún hefur alls eignast níu syni á lífsleiðinni og fimm þeirra eru lifandi í dag. Hún missti næstelsta son sinn, Jónatan Klausen, í bílslysi árið 1967. Annan son missti hún árið 1958 við fæðingu tvíbura en ann- ar þeirra fæddist andvana. Þriðji sonur Oddrúnar lést 22. mars 2008, Vilhjálmur Rúnar Vilhjálmsson. Fjórði bróðirinn, Birgir Vilhjálmsson, lét lífið viku síðar í vél- sleðaslysi. Oddrún á mjög erfitt með að rifja upp hinn örlaga- ríka dag og bendir á að kvöldið fyrir stysið hafi Birgir gengið frá Vilhjálmi, yngri bróður sínum, í líkklæði og komið honum í kistuna. „Daginn eftir voru þeir báð- ir synir mínir í líkhúsinu," segir Oddrún og brestur í grát. „Þetta var grár og þungur dagur þegar mér var til- kynnt um andlát Birgis. Þá hafði annar yngri sonur minn, sá næstyngsti, dáið fyrir nokkrum dögum og daginn áður hafði Birgir séð um að koma bróður sín Erfitl að lýsa sorginni „Sorglnni er erfitt að lýsa og þetta eru ansi stór högg sem ég hef þurft að þola. Það á enginn að þurfa að jarða börnin sín, hvað þá fjögur þeirra, og það er ekki hægt að ímynda sér hversu sárt það er fyrr en maður upplifir það sjálfur," segir Oddrún. um af líkbörunum yfir í kistuna. Síðan var Birgir lát- inn daginn eftir," segir Oddrún titrandi röddu og tek- ur hlé á máli sínu. Er hún heldur áfram ræðir hún hina miklu sorg sem hún hefur þurft að glíma við á lífsleiðinni. „Ég missti þarna tvo syni á nokkrum dögum og það er skelfileg upplifun. Sorgin er ekki notaleg og það hefur verið mjög erfitt að glíma við hana. Tilvera mín er öll eins og opið sár og ég reyni að þrauka hvern dag fyrir sig," segir Oddrún. ina. Allt í einu fær vinkona mín út- kall vegna snjósleðasfyss," segir Birna. í algjöru áfalli „Þá sagði ég strax við vinkonu mína að láta mig vita hvort þetta væru strákarnir og svilkona mín fékk strax sjokk. Við vissum auð- vitað að það væru fleiri sleðar uppi á heiðinni og því ákváð ég bara að vera róleg því Birgir var mjög vanur á sleðanum og ekki vanur að vera með neinn fíflagang," segir Birna. „Svo þegar ég var við eldhús- vaskinn að undirbúa kvöldmatinn sé ég rauðan jeppa koma að hús- inu. Út úr bílnum steig Magnús, bróðir Vilhjálms, gjörsamlega í al- gjörulosti, ogþávissiég að eitthvað slæmt væri að gerast. Þegar ég kem út kallar Magnús á mig; Birna, Biggi er dáinn, Biggi er dáinn." Þá hafði Magnús horft á eft- ir Birgi bróður sínum ofan af snjó- hengju og þurfti hann að grafa sig niður að bróður sínum. Á leið- inni ofan í gilið rann hann fram af hengjunni og lenti í árfarvegi. Því næst þurfti hann sjálfur að koma sér til byggða til að leita eftir hjálp fyrir bróður sinn. Birna telur lækn- isaðstoð og lögregluhjálp hafa verið lengi að berast þeim eftir slysið. Bræður á líkbörum „Þetta var alveg ótrúlega erfið og sár upplifun. Við Birgir höfðum átt alveg yndislega páska saman þar sem við heimsóttum öll börnin okkar og barnabörn til útlanda. Við höfðum sem betur fer það mottó að kveðjast alltaf fallega þannig að áður en hann fór í ferðina tók hann utan um mig, kyssti mig og sagði mér hvað hann elskaði mig mikið," segir Birna. Birgir og Birna höfðu verið par frá unglingsárunum og eignuðust sitt fyrsta barn saman árið 1976. Þau ólu upp 4 börn saman, hið elsta 31 árs og hið yngsta 21 árs, sem öll eru við háskólanám. „Þetta var al- gjört sjokk. Það var ofsalega erfitt að hringja í börnin út og tilkynna þeim að Birgir væri dáinn. Ég bara grét og grét í símann," segir Birna og tekur hlé á máli sínu. „Ekki nóg með það að hafa misst móður mína stuttu áður heldur læt- ur mágur minn lífið stuttu síðar. Við Birgir vorum að vinna í því að ganga frá útför hans og koma honum í kistu kvöldið áður en Birgir sjálfúr lést. Allt í einu er Birgir, maðurinn minn, kominn við hliðina á látnum bróður sínum," bætir Birna við. Þarf að kaupa aftur eigur sínar „Þegar kemur að erfðamála- pakkanum hef ég aldrei vitað ann- að eins," segir Birna. Sökum þess að Birna og Birgir voru ekki gift erf- ir hún ekkert af eigum þeirra held- ur ganga þær allar til barna þeirra. Þrátt fyrir tilraunir reynist börn- unum óheimilt að afsala sér eign- unum og láta þær ganga til móður sinnar. Fyrir vikið þarf Birna nú að kaupa eigur þeirra aftur til sín með því að leysa börnin undan öllum sköttum og skyldum. „Við Birgir vorum búin að búa saman í 32 ár og höfðum verið samsköttuð alla tíð. Öll fjármálin höfðu aldrei verið neitt vandamál, ég gat alltaf tekið út af reikningum okkar, en núna skyndilega er það aðalmálið að við vorum ekki gift. Ég er í þeirri stöðu að þurfa að kaupa allar eigur mínar til baka. Auðvitað vorum við alltaf á leiðinni að ganga frá þessu og fíflaskapur að hafa ekki klárað þetta en maður er ekkert að spá í þessi erfðamál á hverjum degi," segir Birna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.