Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 23. MAf 2008 Helgarblað DV tímabils í iífi sínu þó að margt hafi gengið á. „Þetta var að mörgu leyti skemmtilegasta tímabil lífs míns. Fullt af góðum minningum og góðri tónlist sem lifir áfram og það skiptir líka miklu." Það hefur þó alltaf fylgt Jet Black Joe að sveitin hafi verið á barmi heimsfrægðar en rétt misst af lestinni. „Við vorum vissulega komn- ir með dreifingarsamninga og komu plöturnar út í Evrópu, Japan og víðar," en Páll segir aðalástæð- una fyrir því að þeir komust ekki lengra vera þá að ekki hafi verið staðið nægilega vel að hlutunum. „Við vorum bara ungir rokkarar og lifðum þannig en þeir menn sem áttu að sjá um þetta, útgáfustjórar og aðrir, stóðu sig ekki vel að mínu áliti. Þeir hugsuðu meira um sjálfa sig en okkur." Vitsmunlegt sjálfsmorð Á þessum tímapunkti hafði Páll fengið nóg af rokkinu og því lífi sem fylgdi því. „Ég er mjög trúaður maður og hef alltaf verið. Það hafði lengi blundað í mér að skipta yfir í þann geira og breyta alveg um. Framkvæma það sem margir myndu kalla vitsmunalegt sjálfsmorð." En sannfæring Páls var sterk og hann ákvað að fylgja henni. „Ég lét bara vaða og sé ekk- ert eftir því." Á þessum tíma var mikið tal um ákvörðun Páls og margir að- dáendur sveitarinnar voru ósátt- ir og undrandi. Jet Black Joe hafði eignast stóran aðdáendahóp sem átti kannski síst von á því að Rós- inkransinn sjálfur myndi „frelsast" eins og það er kallað. En sú varð raunin. „Ég varð fyrir trúarupplifun og öllum pakkanum. Þetta gaf mér kraft og hjálpaði mér mikið. Mér leið vel og þetta var góður tími í mínu lífi." Eins og margir sem hafa barist við Bakkus og leita í trúna fann Páll skjól í henni. „Ég drakk hvorki né reykti í fimm ár. Var bara hreinn og beinn og leið vel þannig." Páll segist svo hafa fundið jafhvægi í þessum málum og líði vel í dag. „Ég fæ mér alveg bjór og skemmti mér, en á annan hátt en áður." Leitaði í Krossinn Eins og frægt er orðið fór Páll frá því að vera aðalsöngvari vin- sælustu rokkhljómsveitar fslands yfir í að vera Guðs maður í Kross- inum og þótt mörgum það undar- legt. „Jú jú, maður heyrði oft tal- að um Palla sem er frelsaður og ruglaður," en sem fyrr segir minn- ist hann U'mans í Krossinum sem góðs tíma þar sem hann fann sjálf- an sig og ástina. „Eg kynntist þar góðri konu sem heitir Sigríður Margrét Ól- afsdóttir," og eins og oft áður í lífi Páls gerðust hlutimir hratt. „Við giftum okkur 12. desember 1998. Þá vorum við búin að vera sam- an í íjóra mánuði og hún komin fjóra mánuði á leið," segir Páll og skellir upp úr. Páll eignaðist svo Henríettu Hrefnu 1. júní árið eft- ir og hjónabandið gekk vel. Þetta var annað barn Páls en hann á líka 15 ára son, Helga Val, sem hann eignaðist 18 ára með þáverandi kærustu sinni. „Já ég var kallaöur heim af balli í Keflavík þegar hún átti að eiga." Bróöir Gunnars sveik Þó Páli líkaði lffið í Krossinum vel þá var það ekki allt dans á rós- um og babb kom í bátinn. „Nokkr- ir menn í Krossinum gáfu út plötu með mér árið 2000 sem hét No turning back." Platan seldist eins og heitar lummur eða í um 15.000 eintökum sem telst mjög gott á ís- lenskum markaði. „Þeir sviku mig um þann pening sem ég átti að fá fyrir plötuna og ég átti erfitt með að sætta mig við það. Mér fannst ég ekki njóta nægs stuðnings." Einn af þeim mönnum sem Páll segir hafa svikið sig er bróðir Gunnars Þorsteinssonar, leiðtoga Krossins. Páll segir Gunnar þó ekki hafa komið nálægt því máli og ber honum vel söguna. „Gunn- ar stendur fyrir margt sem aðrir þora ekki að tala um. Hann er án efa besti predikari landsins og klár í kjaftinum. Ég ber Gunnari vel söguna og hann hefur kennt mér margt." Erfiður skilnaður og ástin á ný Páll var giftur Sigríði í sjö og hálft ár og gekk hjónabandið vel en á endanum héldu þau í sína áttina hvort. „Eins og gerist svo oft í samböndum þá bara stefndu leiðir okkar í ólfkar áttir og við ákváðum að skilja." Páll segir að skilnaðurinn sé vissulega ein af erfiðustu raunum h'fs hans. „Að ganga í gegnum skilnað er alltaf erfitt en það er gott á milli okkar í dag og það skiptir mestu máli að mínu mati." Eins og Páll orðar það sjálfur heldur lífið áfram og í dag hefur Páll kynnst annari konu. „Ég er búinn að kynnast yndislegri konu í dag sem heitir Rut Róberts. Hún er falleg og góð," segir Páll og af svipnum á honum að dæma er greinilegt að hann er hugfanginn afRut. Rut og Páll eru búin að vera saman í hálft ár en hittust fyrst fyr- ir rúmum 15 árum. „Ég sá Rut fyrst á Rósenbergkjallaranum þegar ég var svona 18, 19 ára og þá hafði ég. nú bára aldrei séð annað eins. Síð- an hitti ég hana ekkert aftur fyrr en 3. nóvember síðastliðinn niðri í bæ," og þau hafa verið óaðskilj- anleg sfðan. „Við bara smullum svona saman," en Rut og Páll búa saman í dag. „Það er nú yfirleitt þannig í mínu lífi að þegar hlut- irnir gerast þá gerast þeir mjög hratt. Það dembist yfir mann sem verða skal." Selur eins og mjólk Eftir allt sem gengið hafði á hjá Páli var ævintýrið bara að byrja. Páll fór að gefa út sínar eigin plöt- ur og átti eftir að koma fram með Jet Black Joe á ný. Allar plötur sem Páll gefur út seljast eins og mjólk þó lítið fari fyrir honum í fjölmiðl- um. „Já, plöturnar mínar hafa selst nokkuð vel. No turning back seldist í um 20.000 eintökum og „EGERMJOG TRÚAÐUR MAÐ- UR OG HEF ALLTAF VERIÐ. ÞAÐ HAFÐI LENGIBLUNDAÐ ÍMÉRAÐSKIPTA YFIR í ÞANN GEIRA OG BREYTA ALVEG UM. FRAMKVÆMA ÞAÐ SEM MARGIR MYNDU KALLA VITSMUNALEGT SJÁLFSMORÐ." Your song sem kom út 2001 seld- ist í meira en 20.000 eintökum. Það verður að teljast bara nokk- uð gott," segir Páll, en samtals má ætla að kappinn sé búinn að selja hátt í 200.000 stykki hér heima ef allt er teldð saman. Páll er þó með skýringu á reið- um höndum um hvers vegna hann selur svona mikið og það án mikilla erfiðleika eða auglýsinga. „Ég spila rosalega mikið, Ekki bara með Jet Black Joe heldur fyrir fólk í veislum við öll tækifæri, í brúð- kaupum og við jarðarfarir líka. Þar spila ég mikið af þessum lögum og það virðist ná til breiðs hóps," en þegar mest er að gera syngur Páll fyrir þúsundir manna á mánuði. Páll segir það fi'nt að hann fái ekki athygli miðað við sölutölur. „Ég hef ekki áhuga á að vera enda- laust á síðum blaðanna. Frekar forðast það, nema kannski til að minna á mig einstaka sinnum." Páli finnst margir fara offari í því. „Maður getur varla opnað blað án þess að sjá myndir af sama fólkinu aftur og aftur. Ég hugsa þetta bara öðruvísi. Ég lifi góðu lífi og það gengur vel. Þannig að ég þarf ekk- ert að vera ota mínum tota of mik- ið. Það er í raun ekki minn karakt- er," segir Páll og blaðamaður tekur undir enda búinn að falast eftir viðtali í nokkra mánuði. Ekki í bleikan gaila Páll tók þátt í undankeppni Eurovision í ár í þáttunum Laug- ardagslögin og var einn þeirra átta sem náðu í úrslit. Eins og svo margir aðrir sem tóku þátt í keppninni framan af vissi Páll ekki að hann væri að keppa um farmiða til Serbíu. „Gummi Jóns spurði mig hvort ég væri til í að syngja lag fyrir hann í sjónvarps- þætti og ég sá nú ekkert að því. En ég vissi ekkert um þetta Euro- vision-dæmi enda var þetta ekkert kynnt þannig til að byrja með." Páll segist ekki sjá eftir því að hafa ekki komist alla leið. „Eins og ég sagði á tónleikunum með Jet Black Joe í Höllinni á fösmdaginn vildi ég ffekar vera staddur þar en í Serbíu." Páll útilokar þó ekki að hann muni stíga á Eurovision-sviðið. „Ég gæti kannski hugsað mér að fara einhvern tímann út með gott lag en ég myndi ekki vera í bleik- um galla. Ég myndi vilja vera með hljómsveit á sviðinu og flytja gon lag. Þetta er orðið svo mikið euro- popp, trommuheiladansrugl eiu- hvað. Ég á ekkert heima í því." Nýtt efni með JBJ og blús Eftir að Jet Black Joe kom aftur saman á Eldborgarhátíðinni 2001 hafa Gunnar Bjami og Páll verið að vinna saman, með hléum þó. Árið 2006 kom svo út fjórða breið- skífa sveitarinnar Full circle og nú gæU verið von á þeirri fimmtu. „Við emm að vinna að nýju efni og ætlum að spila í sumar. Við telj- um okkur aldrei hafa verið betri þannig séð," segir Palli og glott- ir. „Það er engin pressa á okk- ur með eitt né neiu og við ætlum bara að spila þetta eftir hjartanu og sjá hvert það leiðir okkur. Finna gamla neistann og gefa út það sem við emm sáttir við." Páll segist líka eiga mikið eftir að gera sjálfur þótt hann sé eklá byrjaður að vinna í neinu eins og er. „Ég hef hlustað á blús síðan ég var átta ára og á alltaf eftir að gefa út blúsplötu. Kannski djass líka. Ég tel mig bæði vera nokkuð fjölhæf- an og geta skilað því vel." Páll ÚU- lokar ekki að gera jafnvel sálma- plötu líka. „Maður þarf að syngja fýrir Guð líka." Meö Guö í hjarta sér Þegar Páll er spurður hvar Guð sé í lífi hans er hann ekki lengi að svara. „Guð er í hjarta mínu. Jesú sagði að himnaríki væri innra með þér." En Páll virðist hafa fundið stöðugt og sanngjamt samband við Guð. Páll segist ekki vera í neinum söfnuði eins og áður þó hann fari oftar.í ldrkju en flestir. „Ég er ekki í neinum sérstökum söfnuði en ég syng mikið í kirkju. Á tónleikum í Fíladelfíu, við jarðarfarir og brúð- kaup og öllu Ulheyrandi. ÆUi mað- ur sé þá ekki oftar í kirkju en flesUr aðrir," segir Páll að lokum. asgeir@ dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.