Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 15
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 15 Haraldur Johannessen I kjölfar uttektar Rikisendurskoðunar sagði Haraldur i Morgunblaðsgrein að fjármálastjórn hjá embættinu væri styrk og starfsemin skilvírk. Sérsveit óánægð Sérsveitarmenn ríkislögreglu- stjóra eru ósáttir við hugmyndir um að embættið verði lagt niður. „Það er einfaldlega ekki fótur fyrir um- ræðu um að embættið hafi þanist út á kostnað almennrar löggæsluseg- ir Runólfur Þórhallsson, varðstjóri í sérsveitinni. Hann hefur farið yfir dagbækur sveitarinnar og bendir á að á síðasta ári hafi verkefni sveitar- innar verið nær sex þúsund af öllum gerðum um allt land. „Það lítur út fyrir að menn skorti innsýn í störf sérsveitarinnar og hér sé einhver misskilningur á ferð- inni," segir Runólfur. Hann hefur skrifað þingmönnum opið bréf fyrir hönd sérsveitarinnar þar sem hann greinir frá því að sérsveitin geri út merkta lögreglubíla með sérsveit- armönnum sem sinni verkefnum sem spanni alla flóruna. „Við eigum þarna við umferðarlagabrot, veggja- krot, brot á lögreglusamþykktum, heimilisófrið, líkamsárásir, fíkni- efnamál og margt fleira," segir hann. í bréfinu telur Runólfur upp að sér- sveitin aðstoði einnig lögregluemb- ætti á landsbyggðinni á álagspunkt- um. „Það er enda skilgreint hlutverk Ríkislögreglustjóraembættisins að veita aðstoð og stuðning," segir Run- ólfur. Baugsmálið erfitt „Jarðvegurinn hefur samt verið þannig að það er auðvelt fyrir menn að stíga fram og gagnrýna embætt- ið," segir Runólfur og minnist sér- staklega á málverkafölsunarmálið og Baugsmálið. „Það verður nátt- úrlega að gæta að því að lögreglan sætir oft gagnrýni, málin geta verið bæði erfið og umdeild og embættin eiga oft erfitt með að svara fyrir sig." Lögreglan nái hins vegar góðum ár- angri í fjölda mála. Þar megi meðal annars nefna svokallað Pólstjörnu- mál, þar sem einn stærstí fíkniefna- farmur íslandssögunnar var gerður upptækur í Fáskiúðsfjarðarhöfn síð- astliðið haust. Þau mál sem Ríkislögreglustjóra- embættið hefur sætt hvað mestri gagnrýni fyrir hafa flest heyrt und- ir efnahagsbrotadeildina. Auk mái- verkafölsunarmáls og Baugsmálsins má þar nefna mál gegn Gunnari Erni Kristjánssyni, sem var endurskoð- andi fýrir lífeyrissjóð lækna þegar upp komst að sjóðsstjórinn hafði dregið sér milljónir. Mál Gunnars sætti rannsókn í þrjú ár. Málinu var að endingu vísað frá Hæstarétti. Gunnar rekur nú skaðabótamál á hendur ríkinu fyrir héraðsdómi. Embættið var einnig gagnrýnt fyrir rannsókn á verðsamráði olíu- félaganna og því var haldið fram að ekld fengju allir sambærilega máls- meðferð hjá ríkislögreglustjóra. „Þetta hefur skaðað embættið og trúverðugleika þess," segir Lúðvík Bergvinsson. 180 prósenta hækkun Gagnrýni á þenslu ríkislögreglu- stjóraembættisins er ekki ný af nál- inni. Haustíð 2000 lagði Lúðvík Bergvinsson, þá í stjórnarandstöðu, fram fýrirspurn til Sólveigar Péturs- dóttur dómsmálaráðherra um sama efni. Lúðvík rakti það fýrir dóms- „Almenningur villmiklu frekar hafa lögreglumenn á götum hverfanna en að þeir séu í erindum að leita að ímynduðum óvinum" málaráðherranum að á fjárlögum ársins 1999 hefði verið gert ráð fyr- ir að embættíð kostaði 249 milljón- ir í rekstri. Strax tveimur árum síðar væri kostnaðurinn orðinn 685 millj- ónir. Þetta væri 180 prósenta hækk- un á tveimur árum. Lúðvík benti á að í upphafi hefði verið gert ráð fýrir að ríkislögreglu- stjórinn yrði lítið samræmingar- embætti fyrir lögregluna í landinu og furðu vektí hve hratt rekstrar- kostnaðurinn hefði aukist. Sólveig svaraði því til að kostnaður hefði stóraukist við aðild að Schengen- svæðinu auk þess sem bílabanki ríkislögreglustjórans væri þungur í rekstri. Hún sagðist ekki sjá fyrir sér breytingar á rekstri embættisins. Gagnrýni Ríkisendurskoðunar I hitteðfýrra gerði Ríkisendur- skoðun stjórnsýsluúttekt á emb- ættinu. í niðurstöðum gagnrýndi Ríkisendurskoðun kostnað við bíla- miðstöð embættisins, langan máls- meðferðartíma í efnahagsbrotamál- um og stóraukinn kostnað. Fram kom að frá stofnun hefði starfs- mannafjöldi þrefaldast og rekstrar- kostnaðurinn fjórfaldast að raun- gildi. Ríkisendurskoðandi taldi að hluta af þessum kostnaði mætti rekja til breytínga á umhverfi lög- gæslu, með aukinni áherslu á al- þjóðamál og hryðjuverkavarnir. Hins vegar benti margt til þess að stjórnvöld hefðu átt bágt með að sjá fýrir sér framtíðarhlutverk og verk- efni embættisins. Um efnahagsbrotadeildina sagði Ríkisendurskoðun að hlutfall lok- inna mála væri mun lægra en í ná- C Framhald ánæstusíðu ^ L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.