Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008
Sport DV
KNATTSPYRNUÁRIÐ
Úrslitaleikur Meistaradeildar-
innar markar lok kappleikja á
milli félagsliða í Evrópu. Margt
bar á góma á safaríkri knatt-
spyrnuvertíð. Leikendur á
stóra sviðinu stóðu ýmist und-
ir væntingum eða ekki. Harm-
leikur, stjörnuhrap og slæmir
dómar hrjáðu suma. Aðrir
fengu áhorfendur til að rísa úr
sætum og hrífast sem aldrei
fyrr. DV stiklaði á stóru og tók
saman það athyglisverðasta á
knattspyrnuárinu.
BAYERN EINU NÝJU MEISTARARNIR I sex
stærstu deildum Evrópu var Bayern eina nýja liðið
sem hampaði meistaratitli í þýsku Bundesligunni. Á
Englandi, Spáni, Ítalíu, Frakklandi og Hollandi vörðu
meistaraliðin frá þvi i fyrra titlana sína.
AC MILAN EKKI í MEISTARADEILDINNI
Mikil vandræði einkenndu leiktíðina hjá AC
Milan. Liðinu mistókst að komast í Meistara-
deildina og endaði í 5. sæti ftölsku A-
deildarinnar. Miklar breytingar eru í vændum
en Carlo Angelotti verður áfram þjálfari
liðsins. Liðið þótti of gamalt og margir
leikmenn liðsins eru komnir af léttasta skeiði.
FERILL RONALDOS Á ENDA? Einn skemmti-
legasti knattspyrnumaður heirns um árabil má
muna fífil sinn fegurri. Enn ein alvarleg meiðslin
komu upp í leik AC Milan og Livorno þegar
Ronaldo varð fyrir þvi að slfta krossband i hné.
Alla knattspyrnuáhugamenn dreymir um að sjá
hann í fyrra formi en slíkt er borin von.
SVIPLEGT FRÁFALLPUERTAS
Antonio Puerta, leikmaður Sevilla, lét
lífið í miðjum leik gegn Getafe i
spænsku úrvalsdeildinni. Hjartagalli olli
láti kappans. Knattspyrnuheimurinn
syrgði Puerta og þúsundir manna voru
viðstaddar jarðarför hans á Spáni.
RONALDINHO GEFUR EFTIR Töframað-
urinn virðist hafa lent í eigin álögum. Fleiri
fregnir bárust af Ronaldinho á skemmti-
stöðum í Barcelona heldur en frá
knattspyrnuvellinum. Óumdeilanlega besti
leikmaður heims fyrir tveimur árum en
hefur heldur betur átt erfitt uppdráttar að
undanförnu. Er á förum frá Barcelona og
þarf að rétta úr kútnum.
MOURINHO REKINN Jose Mourinho
sem komið hafði eins og stormsveipur
inn í ensku úrvalsdeildina var rekinn af
Roman Abramovich. Aldrei var
lognmolla i kringum Portúgalann sem
stóð við stóru orðin og gerði Chelsea
tvívegis að meisturum. Eitthvað fór
hann i taugarnar á eigandanum
Abramovinch sem lét hann óvænt fara.
KAKA BESTUR Brasilíumaðurinn Kaka var valinn
besti leikmaður heims af FIFA. Lionell Messi varð
annar í kjörinu en Ronaldo þriðji. Kaka var frábær i
Meistaradeildinni í fyrra og leikur hans þar aflaði
honum þennan heiður.
ENGLAND MISSTI AF EM
Steve Mc Claren, þjálfari
enska landsliðsins, var látinn
taka pokann sinn eftir að
enska landsliðinu mistókst
að komast i lokakeppni EM
2008. Leikur liðsins olli
miklum vonbrigðum. Króatía
og Rússland komust áfram á
kostnað Englands. Leikmenn
liðsins voru harðlega
gagnrýndir í fjölmiðlum.
Fabio Capello var ráðinn i
stað McClaren og ekkert var
sparaðtil.
ZENIT UEFA-MEISTARI Ein óvæntustu
úrslit síðari ára komu í UEFA-keppninni
þegar Zenit frá Rússlandi hampaði
titlinum. Vann Bayern Múnchen 4-0 í fyrri
leik undanúrslitanná og sýndi þar að
árangur þess er engin tilviljun. Lagði
einnig Bayer Leverkusern. Rangers frá
Skotlandi atti litið í Zenit frá Pétursborg i
úrslitaleiknum sem endaði 2-0.
CRISTIANO RONALDO BESTUR Cristiano
Ronaldo tók við kyndlinum sem besti
leikmaður heims. Frábært timabil kappans
mun vafalitið veita honum þann heiður að
verða besti leikmaður heims þegar þar að
kemur. 31 mark í ensku úrvalsdeildinni og
42 mörk í öllum keppnum segja allt sem
segja þarf um draumatímabil kappans.
«uef* CUP
■NHul