Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 59 P PV Helgarblað signa sig. Og brátt birtist myndin af líkinu á forsíðum allra blaða í heimi. IBros virtist leika um varir Ches í dauðanum. Samlíkingarvið líkKrists kviknuðu fljótt. Che varð táknmynd um veröld víða. En það hafði hann Iraunar verið lengi. Þetta hófst allt saman þegar Che Guevara og Fidel Castro hittust í Mexíkóborg 1955. Castro hafði verið náðaður af Batista og vísað úr landi. Ernesto Guevara var á löngu ferða- lagi um Suður-Ameríku sem margir Argentínumenn þekktu nánast ekk- ert til. Ferðalagið hófst á mótorhjóli og 50 árum seinna var gerð fræg kvik- mynd um þann hluta ferðarinnar. Viðurnefnið Che Guevara hafði heimsótt þorp Inkanna í Machu Picchu. Og bylt- ingarslóðir í Bólivíu. Þar höfðu landeigendur verið hraktír á brott af jörðum sínum en þegar fátækir bændur af indíánaættum komu til að fá sinn skerf af jörðunum, eins og þeim hafði verið lofað, létu leiðtogar byltíngarinnar úða yfir þá skordýra- eitrinu DDT. Guevara fylltíst heilagri reiði. í Gvatemala varð hann svo vitni að valdaráni bandarísku leyniþjón- ustunnar CLA sem steypti af stóli lýð- ræðislega kjömum forseta. Sá hafði unnið sér til óhelgi að reyna að þjóð- nýta eignir bananasamsteypunnar United Fruit. Það vom hinir nýju vinir Ernestos frá Kúbu sem fóm að kalla hann „Che" en með því orði ljúka Argent- ínumenn gjaman setningum. „Che" stendur fyrir eitthvað í líkingu við „skilurðu?" Gengið á land á Kúbu í nóvember 1956 var Che einn 82 byltíngarmanna sem tróðust um borð í smábátínn Granma og náðu landi á Kúbu þar sem hefja skyldi skæmhernað. Che var í byrjun lækn- ir hópsins en varð með tímanum einn helstí herforinginn. Undir lokhemaðarins tóku menn hans bæinn Santa Clara og náðu óskemmdri heilli brynvarinni lest. Hann var að verða söguffægur. Á götunum var sungið: Quitate de la acera Mira que te tumbo Que aquí viene el Che Guevara Acabando con el mundo. Lausleg þýðing hljóðar svo: Burt af gangstéttinni. Ég ýti þér í burtu. Hér kemur Che Guevara og boðar heimsendi. Che Guevara (lengst t.v.), Fidel Castro og aðrir skæruliðar Skipuleggja aðgerðir gegn stjórn Batista á Kúbu í Sierra Maestra-fjöllum 1958. Camilo Cienfuegos var einn dáð- astí leiðtogi byltingarmanna og vinur Ches. Hann gantaðist með að hann gæti orðið forríkur á því að setja Gu- evara í búr og ferðast með hann um Kúbu til að sýna hann gegn greiðslu. Þegar skeggjaðir stríðsmennimir komu niður úr Sierra Maestra-fjöll- um 1959 og hröktu einræðisherrann á flótta vom meira að segja Banda- ríkjamenn þeim velviljaðir. Litíð var á þá sem eins konar Hróa hött. Fyrst sögðu þeir að byltíng þeirra væri græn eins og pálmatrén á Kúbu. Kúbanskir auðmenn sem tóku fljót- lega að tínast úr landi sögðu hins vegar að bylting Castros og Ches væri eins og vatnsmelóna: græn að utan en rauð að innan. Fyrir Che Guevara var Gvatemala vítí tíl vamaðar. Fidel Castro hafði lofað víðtækum umbót- um. En yrði þeim hrint í ffamkvæmd var Che sannfærður um að Banda- ríkjamenn yrðu snöggir að grípa inn í eins og þeir höfðu gert gegn ríkis- stjórn Arbenz í Gvatemala. Rétt reyndist að fljótlega stefndi í óefni í samskiptum Kúbu og Banda- ríkjanna. En í miðju kalda stríðinu hafði Kúba tromp á hendi. Níkita Krústsjov leiðtogi var tilbúinn að Um fimmleytið mánudaginn 9. október 1967 Lík Ches Guevara flutt frá flugvellinum í Vallegrande á sjúkrahús í grenndinni. Höfundur greinarinnar, Björn Kumm,tók myndina. styðja sósíalíska byltíngu aðeins nokkra tugi kílómetra frá ströndum Bandaríkjanna. Svar Bandaríkjanna var efnahags- þvinganir sem í ár hafa verið við lýði í 45 ár. Grýla í Bandaríkjunum Ekki leið á löngu þar til Che var orðinn helsta grýlan í heimsmynd Bandaríkjamanna. Honum var lýst sem hinu rauða hörkutóli að baki Castros. Hann lék aðalhluverkið þeg- ar fjöldi stuðningsmanna hins brott- flúna einræðisherra var tekinn af lífi. Þetta voru menn úr her og lögreglu, margir þeirra fjöldamorðingjar. Mörg hundruð þeirra voru drepnir, oft fýr- ir ffaman kvikmyndavélar. Þetta voru Núrnberg-réttarhöld Kúbu, útskýrði Castro, en þessi skýring var ekki tek- in gild í Bandaríkjunum. Aldrei var veröldin nær þriðju heimsstyrjöldinni en í október 1962 eftír að Kúbverjar samþykktu að Sov- étmenn kæmu kjarnorkuvopnum fyrir á Kúbu. John F. Kennedy Banda- ríkjaforsetí hótaði innrás. Níkita Krústsjov lét undan síga í taugastríð- inu sem í hönd fór. Án þess að spyrja Kúbverja ákvað hann að fjarlægja kjarnorkuvopnin frá Kúbu. Che Guevara og Fidel Castro fannst þeir sviknir en í kalda stríð- inu varð Kúba smátt og smátt nær algerlega háð Sovétríkjunum efna- hagslega. Krústsjov bentí á stuðn- ing sinn við byltínguna á Kúbu þegar Mao Zedong í Kína sakaði hann um ræfilsskap í viðureigninni við Banda- ríldn. Stefna Sovétríkjanna var að eiga ffiðsamleg samskiptí við kapítah'sk ríki á Vesturlöndum. Che Guevara var æ gagnrýnni á þá stefnu. Hon- um fannst stuðningur Sovétríkjanna við Víemam hvergi nærri nægur og gagnrýndi kommúnistablokkina fyr- ir að arðræna þriðja heiminn ekki síður en kapítalistaríkin. Byltingin flutt út (--------------------------\ Framhald ánæstusíðu \____________ ÆVICHESGUEVARAIARTOLUM IAÐUR 1928 Ernesto Rafael Guevara de la Serna fæðist I Argentínu. Hann tilheyrir yfirstéttarfólki af spænskum og írskum ættum. 1951 Heldur I mótorhjólaferð um Suður-Ameríku. 1953 Tekurlæknaprófogfertil Gvatemala. 1955 Hittir Fidel Castro í Mexíkó- borg. 1956 Gengurá land á Kúbu ásamt Fidel Castro. 1959 Skæruliðarnirá Kúbu vinna sigur og taka völdin I landinu. 1965 Ferfra Kúbu til Kongó. 1966 Kemur til Bólivíu til að hefja skæruhernað. 1967 Handtekinn og drepinn I Bólivíu. BRASILIA 7^-f' Tvatn|kð ? BÓLIVÍA KVRRA Hann sá lík Ches Guev- ara „Það höfðu margir safnast saman á flugvellinum í Vallegrande- blaðamenn, íbúará staðnum, hermenn - þegar lík Ches var losað frá þyrlunni. Nokkrum mínútum síðar- íanddyri sjúkrahúss - fékkég að sjá byltingarmanninn Che Guevara. Þá tók ég myndina hér að ofan. í nokkur augnablik hélt ég að hann væri enn á lífi. Hann var ósköp friðsæll á svipinn. Augun voru opin. Hermennirnir í kringum börurnar óskuðu hver öðrum til hamingju. Fólkið gægðist forvitið á milli þeirra. Um sexleytið fór að dimma. Við yfirgáfum þessa líkvöku til að tilkynna umheiminuni að Che Guevara væri fallinn." Björn Kumm Fidel Castro í miðið Stýrði skæruhernaði á Krihu þar sem Che Guevara var einn helsti hjálparkokkur hans. Myndin var tekin 1957.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.