Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008
Helgarblað DV
grannalöndijnum. Tími í málsmeð-
ferð væri óhóflega langur og ekki í
samræmi við það sem gengur og
gerist hjá sambærilegum deildum
í Noregi og Svíþjóð. Það var niður-
staða Ríkisendurskoðunar að fara
þyrfti yfir stjórnskipulag lögregl-
unnar og híutverk rfldslögreglu-
stjóra innan hennar.
Haraldur lohannessen rfldslög-
reglustjóri sagði í grein í Morgun-
blaðinu að niðurstöður úttektar-
innar væru jákvæðar fyrir embættið
og gæfu góða mynd af þróun þess.
„Sú ályktun verður dregin af stjórn-
sýsluúttekt Rfldsendurskoðunar að
fjármálastjórn hjá embætti rfldslög-
reglustjóra sé styrk og að starfsemin
sé bæði skilvirk og markviss," sagði
Haraldur.
Málið er pólitískt
Umræður um embættið náðu
flugi á Alþingi í gærmorgun þeg-
ar Siv Friðleifsdóttir, Framsólöiar-
flokki, spurði Ambjörgu Sveins-
dóttur, þingflokksformann
Sjálfstæðisflokks, hvort flokkur-
inn tæki undir hugmyndir Lúðvíks
Bergvinssonar um að leggja Ríkis-
lögreglustjóraembættið niður. Arn-
björg svaraði að slflcar hugmyndir
hefðu ekki hljómgrunn og lflcast til
væri Lúðvflc að viðra sínar persónu-
legu skoðanir á málinu. Arni Páll
Árnason steig í pontu og lýsti á hinn
bóginn stuðningi við hugmyndir
Lúðvflcs.
„Þetta rennir stoðum undir það
að það sé samstaða innan Samfýlk-
ingarinnar um að leggja embættið
niður og þarna sé gjá á milli stjóm-
arflokkanna," segir Siv. Hún segist
alls ekki vilja útiloka þann mögu-
leka að einhverjar deildir verði
færðar til í hagræðingarskyni. „Mín
skoðun er engu að síður sú að emb-
ættið gegni mikilvægu hlutverki og
það beri að styrkja," segir Siv.
Hún segir að styrkja þurfi alla
löggæslu, líka þá almennu um land
allt. „I umræðunni hefur þetta ver-
ið látið líta svo út að Rfkislögreglu-
stjóraembættið veiki aðra löggæslu
í landinu, en svo er ekki. Löggæslan
er langtímaverkeftii sem við þurfum
að sinna vel," segir hún og talar sér-
staklega um velferð lögreglunnar á
Suðurnesjum.
Engin rök
„Embætti RLS varð til fyrir rúm-
um 10 ámm og hefur þróast á þeim
tíma í samræmi við nýjar kröfur.
Mesta breytingin til að efla um-
svif embættisins var ákvörðun mín
í ársbyrjun 2004 að flytja sérsveit
lögreglunnar til þess. Þetta var vel
ígrunduð ákvörðun og rökrétt mið-
að við verkefni sérsveitarinnar" seg-
ir Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra um málið.
„Ég man eftir því sem drengur
að hafa tækifæri til að fylgjast með
skotæfingum lögreglunnar úti á Sel-
tjarnarnesi. Síðan er mikið vatn til
sjávar mnnið en lögregla þarf ávallt
að vera í góðri þjálfún og búin undir
það sem gerst getur á hverjum tíma,
auk þess sem tækjakostur henn-
„Sú ályktun verður dregin afstjórnsýsluút-
tekt Ríkisendurskoðunar að fjármálastjórn hjá
embætti ríkislögreglustjóra sé styrk og að starf-
semin sé bæði skilvirk og markviss."
ar þarf að svara kröfum tímans. Ég
tel að embætti ríkislögreglustjóra
skipti miklu við að leggja línur um
slíka þróun auk þess að viðhalda
sérsveitinni, koma fram út á við í
sívaxandi erlendum samskiptum,
sinna miðlægu hlutverki á sviði
fjarskipta og greiningarstörfúm.
Þegar kemur að einstökum aðgerð-
um reynir á staðbundna stjórn lög-
reglustjóra viðkomandi umdæma,"
bætir hann við.
Hann segist engin haldbær rök
hafa heyrt fýrir hugmyndum um
að leggja embættið niður og flytja
verkefnin annað. „Hafir þú slflc rök
er sjálfsagt að bregðast við þeim,"
segir hann.
Sýkna er góð
Spurður hvort trúverðugleiki
embættisins hafi beðið hnekki í
málum á borð við Baugsmál, mál-
verkafölsunarmál og fleiri um-
fangsmikil mál þar sem sakfelling
hefur ekki náðst, telur Björn svo
ekki vera. „Ef menn telja, að ákæra
eigi að jafngilda sakfellingu, ættu.
hinir sömu að óska eftir því, að fé
yrði sparað með því að leggja niður
þann þátt í verkahring dómara, sem
lýtur að sakamálum. Að sjálfsögðu
telur enginn skynsamur maður, að
ákæra jafngildi sakfellingu eða
við því eigi að búast, að dóm-
arar fallist ávallt á allar kröf-
ur ákæruvaldsins."
Hann segir að því beri
að fagna ef menn séu
sýknaðir í málum sem
hafa verið rannsökuð ít-
arlega, sótt og varin. „Ég
er almennt ekki þeirrar
skoðunar að það sé sér-
stakt fagnaðarefni eða
keppikefli að samborgar-
ar mfnir séu dæmdir sekir
fýrir lögbrot," segir Bjöm.
Hann telur að embætti
ríldslögreglustjóra
hafi sinnt öllum
sínum skyldum í
flóknum og erfið- gm
um málum. Alltaf
sýnist sitt hverjum
um niðurstöður
dómsmála. „f þeim
felast hins vegar lykt-
ir málsins."
Hann segir að vegna
aukins þunga í löggæslu
sé nauðsynlegt að auka ~
fjárveitingar almennt. Það sé
mun skynsamlegri leið að styrkja
löggsælu um land allt en að
þrengja sérstaklega að embætti rflc-
islögreglustjóra og segir fullyrðing-
Dómsmálaráðherra Björn Bjarnason segir
gagnrýni Lúðvíks illa (grundaða. Hún
einkennist affordómum. Hann segirengin rök
hniga aö því að embættið beri að leggja niður.
ar um að illa sé farið með fé hjá rík-
islögreglustjóra einfaldlega rangar.
fmyndaðir óvinir
Lúðvflc spyr á hinn bóginn
hvort eðlilegt sé að í þrjú hundruð
þúsund manna samfélagi að tvö
stærstu lögregluembættin séu stað-
sett á sama blettinum. Þau kosti
samanlagt fimm milljarða á ári.
Kostnaður við hvern lögreglumann
hjá ríkislögreglustjóra sé mun meiri
en við aðra lögreglumenn. „Fyrst
og fremst þurfum við að móta sjálf
okkar eigin löggæslustefnu í takt við
vilja almennings um leið og horft er
til þess sem vel er gert annars stað-
ar,“ segir hann.
Hann segir áhyggjur sérsveit-
armanna um ffamtíð sveitarinnar
óþarfar. Aldrei hafi verið minnst á að
leggja sérsveitina niður. „Ég tók það
sérstaklega fram að þarna þyrfti að
færa verkefni til. Þessi verkefni eiga
ekki endilega að tilheyra einhverju
fjarlægu miðlægu valdi, sem lítur út
fýrir að berjast við ímyndaða óvini.
Fólk þarf á því að halda að finna fýrir
almennri löggæslu og auknu öryggi,"
segir Lúð-
vík.
Markaðssett hryðjuverkaógn
Þeir sem harðast gagnrýna emb-
ætti ríkislögreglustjóra benda með-
al annars á mikla þenslu hjá emb-
ættinu í kjölfar hryðjuverkanna
í Bandaríkjunum 11. septemb-
er 2001. Hér sé að mörgu leyti um
markaðssetta ógn að ræða, sem þó
sé fjarlæg íslenskum borgurum.
Lúðvík segir að vissulega verði
að taka hryðjuverkaógnina alvar-
lega. Hins vegar megi ekki láta hana
verða til þess að önnur löggæsla
í landinu líði fyrir mikla
áherslu á viðbúnað
gegn þessari vá.
„Þarna næg-
ir að nefna
mannfæð
og fjárskort
hjá emb-
ættum á
Suður-
„Staðan hefur breyst frá því Ríkis-
lögreglustjóraembættið var stofnað.
Embættum hefur fækkað, þau eru
stærri og þurfa peninga og mann-
skap til þess að styrkjast." Lúðvflc
segir mikla óánægju vera greinilega
á Suðumesjum yfir slakri grennd-
arlöggæslu. Embættið þurfi aug-
ljóslega meiri stuðning og hann sé
að benda á leiðir til þess að ná tak-
markinu.
nesjum, w' '
Selfossi ”
og norðan-
lands," segir ^BSb-
Lúðvflc
bætir við að vf
þegar hér sé
komið sögu sé
uppi núningur
um það hvaða
verkefni eigi
að heyra undir ^
hvern. Þetta bitni
á þeim verkefnum
sem lögregl-
an á að
vmna.
-’M .... mmmmm
Siv Friðleifsdóttir Siv vill
að ríkislögreglustjóraemb-
ættið verði áfram til staðar.
Hún kveðst þó ekki vera á
móti tilfærslu á verkefnum í
hagræðingarskyni.
■
-
BBarTMlw í’Ht
ferðafrelsi l^sM°rtáWeinsberg
stiornu
www.ferdaval.ts
FGRÐAVAL Lund
i við Vesturlan
0