Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 13
 DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 23. MA( 2008 13 JRAÐ _ _ _ _ ^ Erfið staða „Það er verið að setja börnin okkar í svo erfiða aðstöðu því þau vilja þetta ekkert. Þau hafa eng- in efni á að borga érfðaskatt eða reka eigur okkar. Börnin hafa beð- ið um að fá að afsala sér eignunum en þau mega það bara ekki," segir Birna. Hún segir þau Birgi ekkert hafa verið að velta því fyrir sér dags daglega á hvaða nafni best væri að hafa eignir þeirra. „Þessi pakki er með ólíkindum og ég er núll og nix í öllu ferlinu. Mér finnst persónulega að þegar fólk sækir um samsköttun ætti það ósjálfrátt að rita undir hjúskapar- heit. Fyrst hið opinbera vill hafa hjúskaparréttinn svona sterkan á að leiða fólk inn á þær brautir þannig að komi til andláts lendi fólk ekki í svona erfiðri stöðu. I sorginni eftir dauðsfall ástvinar á maður ekki að þurfa að standa í svona veseni. Það er eiginlega alveg óskiljanlegt og ómannúðlegt að kerfið setji mann í þessa aðstöðu." Stendur í dómsmáli Ofan á sorgina og erfðamál- in stendur Birna í erfiðum mála- ferlum gegn manni sem keypti af þeim fyrirtækið Aðalflutninga síð- astliðið sumar. Birna segir hann ekki hafa staðið við kaupsamning. Núverandi eigandi ákvað að hætta rekstri fyrirtækisins nýverið en er Birgir og Birna seldu það voru næg verkefni hjá því og rekstur-. inn nokkuð blómlegur. „Þessi aðili skuldar okkur fullt og Birgir hafði verið alveg á fullu í þessu málí eftir að okkur varð ljóst að hann myndi ekki standa við samninginn. Eft- ir að Birgir dó reyndi ég að semja en kaupandinn vill ekkert hlusta. Núna þarf ég að berjast í málinu og það er alveg ógeðslega leiðinlegt að standa í þessu núna, ofan í sorg- ina," segir Birna. Henni finnst sárt að fá ekki tíma til að syrgja manninn sinn fyllilega sökum málarekstursins og erfða- mála. „Mér finnst ljótt og grimmt að setja mig og börnin í þessa að- stöðu. Birgir var maðurinn minn og það eina sem eftir stendur í mínum höndum er nafnið hans og mjög fallegar minningar," segir Birna. Á góðri stundu Hér eru Birgir og Birna á góðri stundu síöastliöiö haust. Rumu hálfu ári siðar lést Birgir i atakanlegu vélsleðaslysi. „Nú þegar Birgir er dáinn er nafnið mitt núll og nix, líkt og ég hafi aldrei verið hluti af hans lífi,“ segir Birna Sigurbjörns- dóttir. leikskólakennari og ekkja Birgis Vilhjálmssonar sem lést í átakanlegu vélsleðaslysi í mars. Hún berst fyrir eignum þeirra Birgis þar sem þau voru ekki gift en höfðu engu að siður búið sam- an síöustu 32 ár og verið sam- sköttuð alla tíð. Að honum látn- um glimir Birna ekki aðeins við sorgina og erfðamálin heldur stendur einnig í erfiðum mála- ferlum vegna fyrirtækis þeirra. „Það var ofsalega erfitt að hringja í börnin út og tilkynna þeim að Birgir væri j|. dáinn. Ég bara grét KU og grét i símann." Birgir lifirfallega í minningunni „Allt í einu fór skriðan bara af stað og hann ofan í gilið. Það var alveg hræðilegt að upplifa þetta og horfa á eftir honum niður," segir Magnús Már Vilhjálmsson, umsjónar- maður lóða á Landspítalanum. Magnús var með Birgi Vilhjálmssyni, yngri bróður sín- um, í vélsleðaferð laugardaginn 28. mars síð- astliðinn er Birgir fór fram af snjóhengju á sleða sínum og lét lífið. Magnús segir bróður sinn skyndilega hafa horfið sjónum. Hann telur Birgi hafa falliðl5 metra niður gilið. „Þau augnablik voru mjög erfið því ég var í algjöru losti. Þá gerði ég mér ekki endanlega grein fyrir að farið hafði á versta veg og var alltaf að vona að svo væri ekki. Birgir var alvanur sleðamaður og gjör- þekkti hverja einustu þúfu á svæðinu, segir Magnús. Kvöldið áður en Birgir lést sátu þeir bræð- ur saman og skipulögðu útför yngri bróður þeirra sem lést viku fyrr. Á heimili Birgis og fjölskyldu hans var lögð lokahönd á skipu- lagninguna og rifjaðar upp góðar minning- ar frá samskipmm þeirra bræðra. Þá ræddu Birgir og Magnús skemmtilega hestaferð síð- asta sumar en konur þeirra höfðu gefið þeim ferðina í jólagjöf. Þeir voru búnir að ákveða að fara saman f aðra hestaferð og ákváðu einnig að skella sér saman í vélsleðaferð þennan örlagaríka dag í mars. „Við Birgir vorum ekki bara bræður heldur ofsagóðir félagar og brölluðum mikið sam- an í gegnum tfðina. Hann var góður bróðir, heiðarlegur fram í fingurgóma og alltaf bros- andi. Ef einhverjum leið illa, þá var hann kominn og börnin soguðust að honum. Birg- ir lifir fallega í minningunni," segir Magnús. „Að vera síðan með tvo bræður saman í líkhúsinu var of mikið og alltof mikið á þessa Góður bróðir Magnús á erfitt með að höndla bræðramissinn og þá upplifun að hafa verið með Birgi í för er hann lét lífið. fjölskyldu lagt. Satt að segja á ég mjög erfitt með að vinna úr sorginni og þessari upplif- un."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.