Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.2008, Blaðsíða 31
DV Menning FÖSTUDAGUR 23. MAl 2008 31 Barnalist Listahátíð barna stendur yfir í Reykjanesbæ en hún er haldin i tilefni Dags barnsins á sunnudaginn. Hátíðin er samvinnuverkefni allra sex leikskóla Reykjanesbæjar og Listasafnsins þar í bæ. Elstu börn leikskólanna halda myndlistarsýningu og einnig má lesa um væntingar barnanna til framtíðarinnar. Öllum er heimill aðgangur. Opin dagskrá í Nýló Á morgun, laugardag, munu listamennirnir Erla Þórarinsdóttir og Erla S. Haralds- dóttir spá um framtið Nýlistasafnsins i safninu sjálfu. Einnig mun Karlotta Blöndal fara með Ijós og lesið verður upp úr bókverki Eddu Hákonardóttur. Dagskráin er hluti af sýningu Karls Holmqvist og innsetningu hans sem ber heitið Sviðið. Opin dagskrá verður næstu fimm laugardaga og er öllum velkomið að koma fram. Hollytíood: July 20, 1959 Hollyvood'« »o»t diffioult oasting probiom of th« vai n«*tly solvsd todsy with th« r»orultn«at of a. jroun#5 25 y«*r old loélondlo oin«a* otudor.t, to ?l»y tho pivot*l lo*d of "HAno" ln tho Twontloth C*ntury-?ox produotlon of Juloo Vomo'o olaoolo *dvonturo otorjr. "Joumoy To Tho Contor Of Tho Sjfcrtn". Tho rolo of "Hano'* oallod for a giant of youth and fctrongth, with biondo halr and bluo mjm*, who oould spoak Iooiaadio, ingilsh aod also aot* Young Rognvaldason, a natlva of loolancl flt th« ro!• r*quir«»«nta porfoctly. Ha la a six-foot fvur inch varaatilo athlota atudying olnaaa arta ar.d innguagaa at tha Univaraity Of Southam Califox’nla. Finding Rognvaldaaon for tha Charlaa 3r«o<«tt production waa a raaarfcabla piaoa of luofc. Craig Rua/*r, a young production oaploya at tha studlo, had raad thc acript and laaadlataly fcnaw that hia fri«nd Rognv&ldaaon waa right for tha rola of "Hanart. Soth young aan had atudiad oinaaa togaatbar at U.S.C. in 195<5. Mr. Ruoar lntroduo«d Rogmraldaaon to Hr. Braofcatt and Henry L«ria, th« dirtotor of th« V«m« alaaslo; thay both found Rogrrvildsaon ldaal for tha rola, and a aoraan taat confir»«d thair ballafa. Jaaai Mason, Pat Boona and Xrlana Dahl *har« tha prinol- pal laada with Rognvaldaaon. Ona soana of tha Vama fantaay oalla for "Hana" to bacoaa a h«ro by plunging a Javalin through tha haart of a huga blrd of a now axtint apaoiaa, thu« saving tha axpadition froa daatruct- ion. Whan Oan. HoCarthy, tha dlraotor of Publlc Ralatlona at Fox, waa talfcing to Rognvaldsaon about hla contraot fcr tha fila, ha auggastad to Patar that ha ahould ohacga hia naaa to "Ronaon", aa lt had all tha iattara of hla nfcna and would ba auoh aaslar to pronounoa. Patar was at firat not vary kaan on ohaoglng hia naa«, but with tha afforta of Robart Shaar, hia paraonal agant, froa Tha Faaoua fcrtist fcganoy of Bavarly Hilla, tha naaa “Ronaon waa aooaptad by all partias. Patar waa alao aaícad to ba taohniaal adviaar on tha flla. A aavan yaar flla oontraot haa baan offarad P«tar Ronaon, ao Hollywood will ba aaaing a lot aora of thia ooaing atar. Leikari fundinn Fréttatilkynning frá 20th Century Fox þar sem sagt er að leikari í hlutverk hins íslenska Hans sé fundinn. Einnig kemur fram að Hollywood eigi eftir að sjá meira af Pétri í framtíðinni þar sem honum hafi verið boðinn sjö ára samningur. honum svo að hann hafi alltafverið minn uppáhaldsleikari og ég hefði verið sérstaklega hrifin af honum í myndinnni The Seventh Veil," seg- ir Alice og hefur augljóslega afar gaman af því að rifja upp samtalið við stjörnuna. Hún segir bæði Ma- son og konu hans hafa verið mjög viðkunnanleg og fóru þau Pétur meðal annars í mat heim til þeirra. Myndin var svo frumsýnd í árs- lok 1959. Sjálfur gerði Pétur stutta heimildarmynd um gerð mynd- arinnar sem sýnd var á íslandi við töluverðar vinsældir. Hafnaði samningi við 20th Century Fox í kjölfar myndarinnar var Pétri boðinn sjö ára samningur sem leik- ari hjá 20th Century Fox. Á þessum tíma var stúdíókerfið enn við lýði í Hollywood. f stuttu máli gekk það út á að leikarar gerðu samning við kvikmyndaver til lengri eða skemmri tíma þar sem þeir samþykktu að leika einungis í myndum tiltekins kvikmyndavers á samningstíman- um, þótt eins konar leiga á leikur- unum til annarra verkefna hafi verið möguleg. „Hann hafnaði boðinu," segir Kristín. „Þetta stúdíókerfi var næst- um því eins og þrældómur, þótt hægt væri að þéna ágædega.," út- skýrir hún og bætir við að leikarar á slflcum samningi fengu engu ráðið um verkefnavalið, hvað þá meira. Al- ice skýtur inn í að 20th Century Fox hafi einnig boðist til að borga skóla- göngu og fleira íýrir Pétur. Ein af ástæðum þess að Pétur hafnaði boðinu var að hann vildi ekki vera í sviðsljósinu. „Hann vildi einfaldlega ekki vera frægur, vildi ekki vekja eftirtekt úti á götu," seg- ir Kristín. „Ég man að hann sagði mér frá einu skipti þegar einhveij- ir krakkar báru kennsl á hann úti á götu í LA stuttu eftir að myndin var frumsýnd. Þeir fóru að kalla að þama væri sá sem lék Hans og báðu hann um eiginhandaráritun. Þetta kunni hann ekki við," segir Kristín og bætir við að faðir sinn hafi samt ekki verið feiminn eða hlédrægur. „Hann sagði alltaf að hann gæti vel hugsað sér að nafh hans væri þekkt fýrir eitthvað sem hann hefði afrekað. En svona frægð þar sem fólk þekki hann úti á götu var honum afar illa við." Hin ástæðan fyrir því að Pétur skrifaði ekki undir var sú að þá hefði hann ekki getað keppt í 110 metra grindahlaupi á ólympíuleikunum í Róm árið 1960 fyrir hönd íslands. „Honum fannst miklu mikflvægara að fara á ólympíuleikana heldur en að skrifa undir sjö ára samning við 20th Century Fox," segir Alice, og brosir í kampinn. Kristín segist ekki vita betur en að faðir hennar hafi verið sá fyrsti í sögu Fox sem af- þakkaði slíkan samning. sfc Á tökustað Alice gleymir aldrei fyrsta skiptinu sem hún hitti stórleikarann James Mason. Hér sjást hún og Pétur ásamt Mason og vinafólki sínu, Þorsteini Guðmundssyni og Margréti Jónasdóttur, á tökustað myndarinnar. Frá vinstri: Þorsteinn, Pétur, Mason, Alice og Margrét. Fánaberi fslands á ólympíu- leikunum 1960 Pétur var fæddur á Siglufirði 22. apríl árið 1934. Sjö ára að aldri fluttu foreldrar hans með hann til Reykja- víkur þar sem Pétur hóf frjálsí- þróttaiðkun á Melavellinum nokkr- um árum seinna. Hann .reyndist hafa mikla hæfileika á þeim vett- vangi, ekki síst í grindahlaupi og tugþraut og sló hann nokkrum sinn- um fslandsmetið í þessum grein- um, bæði í unglingaflokki og flokki fullorðinna. Tugþrautarmetið átti Pétur í fjölda ára og íslandsmetið í 100 metra grindahlaupi átti hann í um aldarfjórðung, eða allt fram á níunda áratuginn. Þá eru afrek Pét- urs á íþróttasviðinu ekki upptal- in því að sögn þeirra mæðgna var hann líka mikill sundmaður og einn af upphafsmönnum körfuknattleiks á fslandi sem hann kom á laggirnar fyrst hjá KR. Fyrir flesta íþróttamenn hefði það örugglega verið nógu mikil upphefð að fara á ólympíuleikana fyrir hönd þjóðar sinnar. f viðbót við það var Pétur fánaberi íslenska hópsins og gekk því í fararbroddi inn á leikvanginn, tæpu ári eftir að hafa leikið í Joumey to the Center of the Earth. „Hann sagði.að það að keppa fyrir Island á ólympíuleikunum og halda á fánanum við setning- arathöfnina hafi verið eitt af þeim augnablikum í lífi hans sem hann væri stoltastur af," segir Kristín og brosir. Móðir hennar bætir við að allir íslensku keppendurnir hafi fengið matareitrun þannig að ár- angurinn hafi ekki verið jafngóður og vonir stóðu til. Skrifaði handrit að mynd um Leif Eiríksson Pétur og Alice eignuðust þrjú böm, Lísu, Pémr og loks Kristínu árið 1964. Þau skildu þegar Kristín var eins árs en Pétur kvæntist aftur fimm árum síðar, konu af dönsk- um ættum, og átti með henni tvo syni, Brian og Stephen. Alice flutti aftur til Islands um miðjan áttunda Athyglisveröur fyrirlestur í Háskóla íslands: Samkynhneigð íindverskum bók- Asíusetur fslands býður til fyr- irlestrar Hoshang Merchant bók- menntafræðings, Samkynhneigð á Indlandi og birtingarmyndir hennar í indverskum bókmenntum, í Aðal- byggingu Háskóla íslands á mánu- daginn. f erindi sínu gerir Merchant grein fyrir aðstæðum og sjálfsmynd samkynhneigðra á Indlandi sam- tímans og tekur í því tilliti dæmi úr verkum þekktra indverskra rithöf- unda sem skrifa á ýmsum indversk- um tungumálum. Þar með veit- ir hann óvenjulega innsýn inn í líf samkynhneigðra karlmanna í ind- verskum bæjum og þorpum. Merchant hlaut doktorsgráðu í bókmenntum frá Purdue háskóla 1981 en í doktorsritgerð sinni, sem síðar kom út undir heitinu In- descretions, fjallaði hann um verk Anais Nin. Hann hefur komið víða við og búið og kennt í Bandaríkjun- um, Þýskalandi, íran og ísrael, auk heimalands síns, en þar er hann nú prófessor í enskum bókmenntum áratuginn og hefur búið hér síðan. Kristín bjó með móður sinni á Ak- ureyri frá tíu til sextán ára aldurs en hefur annars búið alla sína ævi í Suður-Kaliforníu. Hin stóra Ameríka var sömu- leiðis heimkynni Péturs allt þar til hann lést í janúar í fyrra, tæplega sjötíu og þriggja ára að aldri. Hann heimsótti þó fósturjörðina endr- um og sinnum. Pétur starfaði sem fasteignasölumaður í Kaliforníu mestalla ævina og kom ekkert ná- lægt kvikmyndagerð eftir ævintýr- ið mikla árið 1959. Hann skrifaði á hinn bóginn handrit að mynd um Leif Eiríksson. Einhver gerði tilboð í það að sögn Kristínar, en af ein- hverjum ástæðum sem hún þekkir ekki tók faðir hennar því ekki. Mynd byggð á handritinu hefur því aldrei verið gerð en það er geymt einhvers staðar í kassa hjá bróður Kristín- ar eða stjúpmömmu, að því er hún best veit. Hafnaði ötlum viðtölum Alice og Kristín segjast aldrei hafa heyrt Pétur tala um einhverja eftirsjá vegna þess að hafa hafnað kvikmyndasamningnum á sínum tíma. „Hann hefði líklega ekki við- urkennt það heldur," segir Alice og hlær. Kristín tekur undir. „Og lengi vel vildi hann ekkert tala um þetta. Margir á fslandi sóttust eftir viðtali við hann en pabbi hafnaði því allt- af," segir Kristín en bætir við að hann hafi loks tjáð sig stuttlega um „kvikmyndaferilinn" við Morgun- blaðið fyrir nokkrum árum þeg- ar það fjallaði um íslendinga í er- lendum kvikmyndum. Eins og kom fram í upphafi verður endurgerð Journey to the Center of the Earth í þrívíddar- útgáfu frumsýnd síðar í sumar þar sem Brendan Fraser og An- íta Briem eru á meðal aðalleikara. Mæðgurnar segjast heldur betur ætla að sjá þá mynd. „Það verður spennandi að sjá hana," segir AI- ice. „En örugglega „weird" að sjá hana í þrívídd." kristjanh@dv.is BOKMENNTIR við Hyderabad-háskóla. Hann er einnig skáld og gagnrýnandi, hefur gefið út átta ljóðabækur og ritstýrði fyrsta safnriti Indlands um bók- menntir samkynfmeigðra, Yaraana: Gay Writing fr om India. Fyrirlesturinn fer fram í stofu 225 í Aðalbyggingu HÍ og hefst kl. 12. Samkynhneigð Merchant gerir grein fyrir aðstaeðum og sjálfsmynd samkynhneigðra á Indlandi samtimans. Gróska í Gerðubergi Það er mikið um að vera í Gerðubergi um helgina. Á föstudaginn verður opnuð handavinnu- og listmunasýn- ing þar sem munir sem þátt- takendur í félagsstarflnu hafa unnið síðastliðin tvö ár. Á sýn- ingunni er hægt að skoða allt frá tréútskurði til postulínsmál- unar. Á sunnudaginn heldur Gerðubergskórinn tónleika í Fella- og Hólakirkju. Dagskráin verður afar fjölbreytt og er það Unnur Eyfells sem sér um und- irleik: Kórstjórnandinn mun koma til með að syngja einsöng við undirspil Áma ísleifssonar. Aðgangur er ókeypis. Smiðja fyrir börn og full- orðna Leirlistasmiðja fyrir börn og fullorðna fer fram í Ás- mundarsafni á sunnudaginn kl. 13 til 16. Hugmyndin með listsmiðjunni er að fá börn og fullorðna til að vinna saman. Byijað verður á stuttri yfirferð um sýninguna en að því loknu er sest niður í vinnustöfu með leir og viðeigandi verkfæri til að móta leirinn undir áhrifum frá Ásmundi Sveinssyni. Umsjón með listsmiðjunni hefur Sigríð- ur Melrós Ólafsdóttir myndlist- armaður. Styrkja sýn- inguViggos Ljósmyndasafn Reykja- víkur og Landsbankinn hafa undirritað samstarfs- og bak- hjarlasamning í Ljósmynda- safni Reykjavíkur í tilefrii þess að bankinn verður aðalbak- hjarl sýningarinnar Skovbo á verkum Viggos Mortensen. Um leið var tilkynnt að Viggo sé væntanlegur til landsins og muni verða viðstaddur opnun sýningarinnar laugardaginn 31. maí. Margir tengja eflaust nafn þessa fjölhæfa listamanns fremur við leiklist en ljósmynd- un en hann hefur notið miídllar velgengni sem leikari og hlaut nýverið tilnefningu til óskars- verðlauna. Frægastur er hann fyrir hlutverk sitt í myndunum um Hringadróttinssögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.